Morgunblaðið - 26.08.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.08.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 2019 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Aðgerðir, tækni og lausnir sem vinna eiga gegn hlýnun andrúms- loftsins þróast hratt þessi miss- erin. Við munum því væntanlega sjá miklar breytingar á allri gerð samfélagsins á næstu tíu til fimm- tán árum,“ segir Eggert Benedikt Guðmundsson, nýr forstöðumað- ur samstarfsvettvangs stjórn- valda og atvinnulífs um loftslags- mál og grænar lausnir. Þann 12. september verður haldinn form- legur stofnfundur þessa vett- vangs, sem byggist m.a. á aðild forsætis-, umhverfis, utanríkis- og atvinnuvegaráðuneyta, sem og fyrirtækja og hagsmunasamtaka í atvinnulífinu. Í lok maí sl. var undirritað samkomulag um málið og vinna sett af stað. Tilgangurinn með starfinu er að bæta árangur Ís- lands í loftslagsmálum og miðla fjölbreyttu framlagi landsins á því sviði. Einnig að tryggja virkt sam- starf stjórnvalda og atvinnulífs og styðja við markaðssetningu og viðskiptaþróun fyrirtækja sem hasla sér völl á þessu sviði, að sögn Eggerts sem hefur starfs- aðstöðu hjá Íslandsstofu. Markmiðin náist fyrr en áætlað er Á þessu ári hafa nokkrir stofnaðilanna lagt samráðsvett- vanginum til rekstrarfé svo vinna megi ýmsum verkefnum hans framgang. Meðal annars er stefnt að því að setja á laggirnar sér- staka kynningarstofu þar sem fræðsla um áskoranir í loftslags- málum verða í brennidepli. Samn- ingar gera ráð fyrir að samstarfs- vettvangurinn verði starfræktur að minnsta kosti út árið 2021, en um mitt það ár verða áformin sem fyrir liggja endurmetin. „Mark- miðin sem Íslendingar hafa sett sér í loftslagsmálum eru háleitari en hjá mörgum öðrum þjóðum. Á mörgum vígstöðvum eru komnar áætlanir um að draga úr útblæstri koltvíoxíðs. Hér á til dæmis að vera búið að skipta út bílum knún- um jarðefnaeldsneyti árið 2030 og á Ísland að verða kolefnis- hlutlaust árið 2040. Þetta hefur vakið athygli víða og í heimsókn sinni hingað til lands í síðustu viku nefndi Angela Merkel, kansl- ari Þýskalands, að hér ætti að ná kolefnisjöfnun tíu árum fyrr en þjóð hennar og Evrópusambandið áforma. Slíkt þætti sér mjög áhugavert,“ segir Eggert og held- ur áfram: Reynsla heillar aldar „Raunar trúi ég því að Ísland nái markmiðum um orkuskipti og kolefnisjöfnun fyrr en nú er áætl- að er. Rafbílar verða æ fullkomn- ari og langdrægari og hleðslu- stöðvum er fjölgað hratt. Hér á landi búum við sömuleiðis að því að orkugjafar landsmanna, raf- magn og heitt vatn, eru hreinir og endurnýtanlegir og þar búum við að reynslu heillar aldar. Hvar- vetna í atvinnulífinu og hjá al- menningi hafa menn áttað sig á því að við verðum að grípa til að- gerða gegn hnattrænni hlýnun.“ Eggert segir að með áherslu á orkuskipti í samgöngum geti Ís- lendingar fljótt og vel náð miklum árangri og dregið úr losun kol- díóxíðs. Einnig þurfi að vinna hratt að lausnum í iðnaði, land- búnaði og losun úrgangs. Þá los- un, sem eftir verður, sé nauðsyn- legt að binda á einhvern hátt. Landgræðsla, skógrækt og bind- ing í berg séu mjög árangursríkar leiðir að því markmiði, enda hafi Íslendingar í þeim efnum miklu að miðla. Raunar vekur Ísland mikla athygli í öllu sem lýtur að hnattrænni hlýnun, sbr. að jökull- inn Ok er horfinn eins og mikið hefur verið fjallað um. Vel sett með auðlindir „Á heimsvísu er orkufram- leiðsla, einkum til raforku og hit- unar, það sem mestri mengun veldur og stuðlar helst að hlýnun. Á Íslandi erum við hins vegar svo vel sett með auðlindir að hér er þetta vandamál ekki til staðar. Öll okkar raforka og kynding kemur frá hreinum orkugjöfum. Því get- um við strax beint kröftum okkar að orkuskiptum í samgöngum og það mál ætti að vera auðleyst. Aðrir þættir sem horfa þarf til eru síðan til dæmis sjávarútveg- urinn, atvinnugrein sem þegar hefur náð miklum árangri í um- hverfismálum eins og ég þekki vel úr fyrri störfum mínum. Lykil- atriði í þessu öllu er samt sem áð- ur að ná sem flestum að borðinu. Fá fólk og fyrirtæki til samvinnu í verkefnum sem skipta framtíð okkar miklu og skapa Íslandi sér- stöðu og forystu í loftslagsmálum á heimsvísu ,“ segir Eggert. Skapa Íslandi sérstöðu og forystu á heimsvísu í loftslagsmálum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Umhverfismál Ísland nái markmiðum í kolefnisjöfnun fyrr en nú er áætlað, segir Eggert Benedikt. Markmiðin eru háleit  Eggert Benedikt Guðmunds- son fæddist árið 1963. Er með meistaragráðu í rafmagnsverk- fræði frá Þýskalandi auk þess að hafa lokið MBA- og AMP- gráðum á Spáni.  Eggert býr að víðtækri reynslu úr atvinnulífinu, m.a. sem forstjóri HB-Granda og síðar N1. Hefur einnig setið í stjórnum fyrirtækja og menn- ingarstofnana. Hver er hann? Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Í dag hefst af krafti skólastarf í nýrri stoðdeild Háaleitisskóla, Birtu, sem sérstaklega er sniðin að erlendum börnum sem sækjast eftir alþjóð- legri vernd hér á landi. Undanfarnar vikur hefur skólastarfið verið und- irbúið, en deildin er talsvert ólík hefðbundnum bekkjum í grunnskóla. Í deildinni er unnið að mati á námslegri stöðu nemenda og hlúð að félagslegum og sálrænum þáttum þeirra. Auk barna sem sótt hafa um alþjóðlega vernd er mögulegt að einnig verði í deildinni börn sem hafi að baki mjög rofna skólagöngu er- lendis. Sjö börn til að byrja með Kostnaður Reykjavíkurborgar við deildina fyrir árið 2019 verður rúm- lega fjórtán milljónir króna, en heild- arkostnaður er rúmlega 24 milljónir króna og er framlag ríkisins 10 millj- ónir króna. Fyrir liggur að sjö börn muni hefja nám við deildina til að byrja með, en fjöldi nemenda gæti þó orðið fljótandi yfir skólaárið að sögn Aðal- heiðar Diego deildarstjóra í ljósi þess að um 70% umsókna hælisleit- enda sé vísað frá. Ný börn gætu einnig hafið nám. Börnin sjö sem hefja nám í dag eru frá Sýrlandi, Írak, Nígeríu og El Salvador, að hennar sögn. Deildin byggist að miklu leyti á sambæri- legri deild sem starfrækt hefur verið í Hafnarfirði. Birta verður starfrækt í skóla Háaleitisskóla í Álftamýri sem hét Álftamýrarskóli áður en hann sameinaðist Hvassaleitisskóla. Í Álftamýri er skóli fyrir 1.-7. bekk og unglingadeild í Hvassaleiti. „Við erum spennt að sjá hvernig til tekst. Okkar hlutverk er fyrst og fremst að veita þessum börnum ör- yggi og láta þeim finnast þau til- heyra einhverju og byggja síðan ofan á það,“ segir Aðalheiður, en í deild- inni verða börn í 3.-10. bekk. Yngstu börnin verða í skólum í sínum hverf- um. „Börnin verða í bekk hjá mér í staðinn fyrir að vera í hefðbundnum bekkjum. Eins og er eru þrír starfs- menn og einn stuðningsfulltrúi,“ seg- ir hún, en námskráin verður ein- staklingsmiðuð enda eru börnin á öllum aldri og færni þeirra misjöfn. Aðalheiður segir að þótt börnin verði að miklu leyti til í stoðdeildinni sjálfri muni þau einnig sækja kennslustundir með öðrum bekkjum skólans. „Fyrsta vikan verður róleg inni í okkar deild. Síðan munum við leitast við að koma þeim í sund, leik- fimi og annað, eftir því hvar þau eru stödd,“ segir hún. „Þau taka þátt í verkgreinum þar sem tungumála- kunnáttan þarf ekki að vera mikil til að geta verið með. Það er okkar markmið. Þetta er þróunarverkefni og nú erum við bara að reyna að finna út hvernig við gerum þetta sem best. Við tökum starfið út vikulega til að sjá hvernig okkur gengur,“ segir Aðalheiður. Ný stoðdeild til starfa í Háaleitisskóla  Sérstök deild hefur verið sett á laggirnar fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hér á landi Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 ., '*-�-��,�rKu�, KIEL/ - OG FRYSTITJEKI Iðnaðareiningar í miklu úrvali Eldur kom upp í sumarbústað á Barðaströnd á Vestfjörðum síðdeg- is í gær, að sögn Davíðs Rúnars Gunnarssonar slökkviliðsstjóra. Ekki tókst að bjarga bústaðnum en allt tiltækt slökkvilið tók þátt í slökkvistarfinu, alls átján manns, auk lögreglu og sjúkraliðs. Slökkviliðmenn frá Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal tóku þátt í slökkvistarfinu. Að sögn Davíðs var bústaðurinn mikið brunninn þegar slökkviliðið kom á vettvang á sjö- unda tímanum í gær og ljóst að hann er ónýtur. Enginn var í bú- staðnum þegar eldurinn kom upp. Að sögn Davíðs er bústaðurinn á Barðaströnd, rétt innan við Kleifa- heiði í Holtsdal. Mikill gróður er allt í kring. Svo vel vildi til að rignt hafði í gær þannig að ekki urðu miklar gróðurskemmdir en mjög þurrt hefur verið á Barðaströndinni í sumar. Sumarbústaður brann fyrir vestan  Allt tiltækt slökkvilið kom á staðinn Eldur Slökkviliðsmenn búnir að slökkva eld í sumarbústað á Barðaströnd. Brautarholti 24 • 105 Reykjavík • S.: 562 6464 • henson@henson.is SENNILEGA FJÖLHÆFASTA FATAFRAMLEIÐSLUFYRIRTÆKI ÍSLANDS OG ÞÓ AÐ VÍÐAR VÆRI LEITAÐ! • FLOTTUSTU BÚNINGARNIR. • ÞÍNAR SÉR ÓSKIR UM FJÖLBREYTTA FRAMLEIÐSLU EÐA MERKINGAR. • 846 BLS BÆKLINGUR Á HEIMASÍÐUNNI HENSON.IS TIL MERKINGA EÐA EKKI. SÍÐAN 1969

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.