Morgunblaðið - 26.08.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.08.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 2019 Það er um 80% ódýrara að skipta um tímareim miðað við þann kostnað og óþægindi sem verða ef hún slitnar Hver er staðan á tíma- reiminni í bílnum þínum? Hringdu og pantaðu tíma í síma 577 1313 TANGARHÖFÐA 13 577 1313 - kistufell.com BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Fá hús á Íslandi hafa gengið jafn rækilega í endurnýjun lífdaga og Grandagarður 16. Þar sem áður var vöruskemma er nú iðandi líf í öfl- ugum sjávarklasa og vinsælli mat- höll. Í þessu rúmlega 50 ára gamla húsi vinnur nú mikill fjöldi manns að margvíslegum verkefnum. Grandagarður 16 var byggður af Reykjavíkurhöfn árið 1967, sem vöruskemma. Húsið fékk nafnið Bakkaskemma og er nú í eigu Faxa- flóahafna sf. Á þessum tíma fóru vöruflutningar allir fram í gömlu höfninni en fram undan voru breytt- ir tímar. Fyrsti áfangi Sundahafnar var tekinn í notkun 1968 og smám saman fluttust allir vöruflutningar þangað. Netagerð á efri hæðinni Við þetta breyttist hlutverk Bakkaskemmu. Á meginhluta efri hæðar hússins, eða á alls um 2.200 fermetrum, var um árabil netagerð Hampiðjunnar, sem nú er með að- stöðu sína í Sundahöfn. Efri hæðin var síðar lánuð Hugmyndahúsi há- skólanna undir starfsemi sem kölluð var Útgerðin, en þar var unnið að ýmiss konar listtengdum verk- efnum. Á jarðhæðinni var Fisk- markaður Íslands hf. með starfsemi sína og er enn. Þá hefur rafverk- takafyrirtækið Raftíðni ehf. aðsetur í nyrðri hluta jarðhæðar hússins. Íslenski sjávarklasinn var stofn- aður árið 2011 og nýtir meginhluta efri hæðar Grandagarðs 16. Hann rekur Hús sjávarklasans, sem er samfélag yfir 50 fyrirtækja og frum- kvöðla í hafsækinni starfsemi. Þar eru fyrirtæki í fiskeldi, fisksölu, sjávarútvegstækni, hugbúnaði, hönnun, líftækni, snyrtivörum og ýmsu öðru. Hús sjávarklasans er samfélag þessara fyrirtækja og vett- vangur fyrir þau að skapa saman ný verðmæti, segir í kynningu. Þarna starfa um 100 manns. Tímamót urðu þegar Grandi mat- höll var opnuð með átta bása og 40 starfsmenn. Aðsóknin hefur verið gríðargóð og fyrsta hálfa árið komu t.d. 170 þúsund gestir. Mathöllin er í suðurhluta Grandagarðs 16 og veit- ingastaðurinn Bergsson RE hefur verið starfandi á efri hæðinni. Að vonum hefur þurft að gera miklar og kostnaðarsamar breyt- ingar á Bakkaskemmu svo mögulegt væri að hýsa nýja og breytta starf- semi. Áheyrnarfulltrúi Sósíalista- flokks Íslands lagði fram fyrirspurn um kostnað við þessar endurbætur og var svar Gísla Gíslasonar, hafnar- stjóra Faxaflóahafna, birt í borgar- ráði. Heildarkostnaður við endur- nýjunina reyndist krónur 509.190.528 án virðisaukaskatts. Mest var framkvæmt árið 2013, fyrir alls 154 milljónir. Endurbætur og breytingar á Bakkaskemmunni fóru fram árin 2011 til 2018. Á þeim tíma var eft- irspurn eftir leiguhúsnæði í Örfiris- ey lítil og ekki fyrirsjáanlegt að unnt væri að leigja laus rými í húsinu út í einni heild, segir Gísli í svari sínu. Ekki var gerð heildaráætlun um endurbætur en ákveðið að bjóða út 1. áfanga innréttinga og gera ráð fyrir aðstöðu smærri fyrirtækja. Í framhaldi var gerð áætlun fyrir næsta verkáfanga. Fyrir hvert útboð var gerð kostnaðaráætlun fyrir þann verkhluta á verðlagi hvers árs og verkefnið tilgreint í fjárhagsáætlun hvers árs. „Framkvæmdir voru unn- ar í alls fimm verksamningum í kjöl- far opinna útboða og var samið við lægstbjóðanda í öllum tilvikum,“ segir Gísli. Líf um allan Grandann En það er ekki bara í Bakka- skemmu sem færst hefur mikið líf. Eiginlega má segja það um allan Grandann. Verbúðirnar norðan við Grandagarð voru reistar á árunum 1945-1955 og eru friðaðar. Þar má nú finna nokkur veitingahús, ísbúð, kökubúð, kjötbúð, gleraugnabúð og fatahönnuði. Veitingahús er einnig að finna í gömlum frystihúsbyggingum sunn- an götunnar svo og í Marshall- húsinu, þar sem áður var fiskimjöls- verksmiðja. Að ógleymdum hinum klassíska Kaffivagni, fyrsta veit- ingahúsinu á svæðinu. Í húsi þar fyr- ir norðan, sem er kennt við Slysa- varnafélag Íslands, er verið að innrétta enn eitt veitingahúsið. Þá er ótalinn fjöldi safna á svæðinu. Morgunblaðið/sisi Bakkaskemma Húsið var byggt árið 1967 og var vöruskemma á fyrstu árunum. Á allra síðustu árum hefur húsið fengið nýtt hlutverk. Endurbætur hafa verið gerðar fyrir um hálfan milljarð króna. Öflugt starf í Bakkaskemmu  Hálfrar aldar vöruskemma á Granda orðin miðstöð nýsköpunar og matarlistar  Aðrar byggingar á Granda hafa fengið nýtt hlutverk  Útgerð og fiskvinnsla hafa vikið fyrir verslun og þjónustu Morgunblaðið/Hari Sjávarklasinn Áhugasamir gestir kynna sér vöruframboð á degi þorsksins. Morgunblaðið/Ásdís Mathöllin Sló strax í gegn og fyrstu sex mánuðina voru gestirnir 170 þúsund. Veiga Grétarsdóttir kajakræðari lauk í gær hringferð sinni um landið. Segir hún fallegt land og vinskap á leið- inni standa einna mest upp úr, en hún reri inn Skut- ulsfjörð með hópi kajakræðara og lauk þannig ferð sinni. Veiga ræddi við mbl.is um ferðina. „Þegar ég reri inn Skutulsfjörðinn tók ég mig út úr hópnum því ég þurfti að vera ein í smá stund. Ég horfði til baka og það kom söknuður. Mig langaði að halda áfram. Þetta er svo einfalt líf: róa, tjalda, borða og sofa,“ segir hún. Til samanburðar bendir hún á að þeir sem hafa klifið fjallið Everest tali um tómleikatilfinninguna sem hellist yfir fólk að því loknu og kallast „Everest-þynnk- an“. Hún tengir vel við þá upplifun núna. Þá segist hún á ferð sinni hafa hitt mann frá Belgíu, þann sem leitað hefur verið að í Þingvallavatni sl. vikur. Hann var vanur að róa á heitum vötnum og í veðurblíðu. Hér er allt annað lögmál í gangi,“ segir hún. Maðurinn var í göngufötum, ekki í björgunarvesti, ekki með þurr- galla eða fatnað til að stunda sjósport. „Mér leist ekkert á þetta,“ segir hún. thorunn@mbl.is Veiga lokar hringnum  Hitti á ferð sinni karlmann frá Belgíu sem leitað hefur ver- ið að og leist illa á búnað hans  Var ekki með björgunarvesti Nagli Veiga Grétarsdóttir hefur nú farið hringinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.