Morgunblaðið - 26.08.2019, Síða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 2019
✝ ÞorgerðurGuðrún
Sigurðardóttir
fæddist í Reykjavík
10. júlí 1938. Hún
lést 15. ágúst 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Sigurður
Magnússon blaða-
fulltrúi, f. 1911, d.
1989, og fyrri kona
hans Anna Guð-
mundsdóttir hjúkr-
unarkona, f. 1910, d. 1939. Alsyst-
ir Þorgerðar er Ásdís, f. 1936.
Síðari kona Sigurðar var Dýrleif
Ármann kjólameistari, f. 1915, d.
2001. Dætur þeirra eru Kristín, f.
1942, og Steinunn, f. 1945, d. 2019.
Einnig átti Sigurður soninn Sig-
urð, f. 1960.
Árið 1957 giftist Þorgerður
Sverri Garðarssyni hljómlistar-
manni, f. 1935. Þau slitu sam-
vistum. Börn þeirra eru: 1) Garðar
Óskar, f. 1959, kvæntur Kristínu
Þórarinsdóttur, f. 1956. a) Sonur
Garðars og Katrínar Danivals-
dóttur er Sverrir, f. 1984, maki
fjörur, sveitinni sem hún minntist
með mikilli hlýju og hélt alla tíð
tryggð við. Við upphaf skóla-
göngu fluttist Þorgerður á heim-
ili systra sinna, föður og fóstur-
móður, sem reyndist henni vel,
fyrst í Tjarnargötu og síðar Mið-
stræti, uns hún lauk námi í Versl-
unarskólanum og hóf búskap.
Árið 1968 réðst Þorgerður til
starfa hjá Verslunarmannafélagi
Reykjavíkur þar sem hún starfaði
samfellt í 37 ár og hafði ásamt
öðru yfirumsjón með daglegum
rekstri sjúkrasjóðs félagsins. Fyr-
ir hönd VR gegndi hún margvís-
legum trúnaðarstörfum, var
fulltrúi félagsins á þingum ASÍ og
lét sig réttindamál launafólks
miklu varða. Þorgerður varð
snemma hugtekin af ættfræði og
leitun að fólki sem var eins vel að
sér á því sviði.
Auk bókmennta, sem skipuðu
stóran sess í lífi hennar, sótti hún
frið og gleði í píanóleik allt frá
unglingsaldri.
Fyrir tveimur árum undir-
gekkst Þorgerður læknismeðferð
sem olli henni alvarlegri lömun
og í kjölfarið heilsutjóni sem
reyndist henni um megn.
Útför Þorgerðar verður gerð
frá Grensáskirkju í dag, 26. ágúst
2019, og hefst athöfnin klukkan
13.
Erna Sigmunds-
dóttir, f. 1985. Sonur
þeirra er Garðar, f.
2017. b) Dóttir Garð-
ars og Kristínar er
Þorgerður Guðrún,
f. 1990, gift Einari
Ágústi Einarssyni, f.
1983. Sonur þeirra
er Garðar Hrafn, f.
2016. 2) Ásdís Anna,
f. 1962. Fyrrverandi
eiginmaður hennar
er Lúðvík Birgisson, f. 1961. Börn
þeirra eru: a) Gerður Anna, f.
1986, maki Stefán Harðarson, f.
1980. Sonur þeirra er Elmar Leó,
f. 2016. Dóttir Stefáns er Emilía
Silfá, f. 2005. b) Birgir, f. 1988. c)
Helga Hjördís, f. 1996.
Eftir fráfall móður sinnar
dvaldi Þorgerður um langt árabil
hjá föðurforeldrum sínum, Magn-
úsi Sigurðarsyni, f. 1883, d. 1979,
og Ásdísi Magneu Sigurð-
ardóttur, f. 1884, d. 1965, sem
gekk henni í móðurstað, bæði í
Reykjavík og Miklaholtshreppi,
lengst af í Skógarnesi við Löngu-
Þú sagðir mér einu sinni að þú
værir búin að fá þig fullsadda á
minningargreinum barna um
ömmur sínar, alveg sérstaklega
þegar þær snerust aðallega um
kökubakstur og prjónaskap. Þar
sem hvorugt var á þínu sérsviði
tek ég mér það bessaleyfi að
þakka allavega fyrir hve notalegt
var að vera hjá þér á Grensásveg-
inum, heyra þig leika á píanóið og
kenna mér að meta fallega tónlist,
lita á þér hárið og loka á þig í
rommý með fullt af tvistum á
hendi sem þú varst að spara, fletta
með þér gegnum slúðurblöð,
hlusta á þig útskýra hvernig ein-
hver í fimmta ættlið væri í raun
náskyldur mér og skemmtilegt
fannst okkur báðum þegar þú gast
sagt mér að eitthvað sem þú ættir
enn niðri í geymslu væri aftur
komið í móð.
Þú varst mikill royalisti. Fram-
an af barnsaldri var ég sannfærð
um að Elísabet Bretadrottning
hlyti að vera fjarskyldur ættingi,
sennilega vestan af Snæfellsnesi.
Þegar eitthvað var um að vera í
kóngafjölskyldum fylgdumst við
grannt með, nú síðast brúðkaup-
inu í Bretlandi þegar við klæddum
okkur upp með fína hatta, skáluð-
um í kampavíni og borðuðum
brúðkaupstertu.
Það var ómetanlegt að búa í
næsta húsi við þig og geta komið í
heimsókn hvenær sem var, eiga
þig að og geta leitað til þín um öll
mál. Hjá þér gat maður reitt sig á
að svörin yrðu ærleg og umbúða-
laus, hrein og bein eins og þú sjálf,
sama hve óþægilegt það gat orðið.
En þú varst sönn og traust vin-
kona. Hjá þér komst maður næst
því að lifa eins og konungborin
prinsessa, allt þar til mæta átti í
skóla næsta morgun því þú ætl-
aðir þér ekki að láta mig komast
upp með að mæta of seint á þinni
vakt og kostaði það mig stundum
óþarflega langa bið í strætóskýl-
inu.
Minninguna um þá heilsteyptu
konu sem þú varst mun ég varð-
veita í hjarta mínu alla ævi.
Þorgerður Guðrún.
Mér finnst óraunverulegt að
það sé komið að kveðjustund. Fyr-
ir rétt rúmri viku sat ég hjá ömmu
og við spjölluðum um daginn og
veginn. Ég sagði henni frá nýliðn-
um ferðalögum og hún hlustaði af
áhuga og þakkaði fyrir að ég væri
komin heil heim.
Við amma vorum góðar vinkon-
ur og áttum margar dýrmætar
stundir saman, best fannst okkur
þó þegar við fengum að vera tvær
í friði. Þá gátum við gleymt okkur
í spjalli um allt milli himins og
jarðar. Það var hægt að treysta á
að amma vissi nýjasta slúðrið og
hún var alltaf með á hreinu hvað
væri móðins hverju sinni og sýndi
mér iðulega flíkur í fataskápnum
sínum sem væru alveg eins og þær
sem hún sá í tískublöðunum.
Amma eyddi miklum tíma með
okkur fjölskyldunni, við fórum
reglulega saman til útlanda, í sum-
arbústaði og önnur ferðalög inn-
anlands. Hún kom oft í heimsókn
til okkar og sat og spjallaði heil-
lengi. Henni þótti skemmtilegast
að koma þegar við vorum nýkomin
heim frá útlöndum til að sjá hvað
leyndist í töskunum. Ég man þeg-
ar ég var yngri að koma heim úr
skólanum hvað ég var spennt þeg-
ar bíllinn hennar ömmu var fyrir
utan. Það skemmdi ekki fyrir að
ég vissi að hún kæmi ekki tóm-
hent, oftast stoppaði hún í bakarí-
inu á leiðinni og var með á hreinu
hvað mér þótti best þar. Svo var
alltaf gott að koma í heimsókn á
Grensásveginn en þangað var eins
gott að mæta svöng, amma pass-
aði nefnilega upp á að eiga allt í ís-
skápnum sem ég hafði einhvern
tímann nefnt að mér þætti gott.
Amma fylgdist vel með okkur
barnabörnunum, vissi hvað við
vorum að gera í okkar daglega lífi
og var virkilega stolt af okkur.
Hún hafði mikinn áhuga á að
þekkja vini okkar og vinkonur og
þeim þótti öllum svo vænt um
ömmu Toggu.
Lífið var ömmu ósanngjarnt
seinustu tvö ár en hún sýndi ótrú-
legan styrk sem ég dáðist alltaf
svo mikið að. Ég vona að hún
hlaupi nú um fjöruna í Skógarnesi,
eins og hún gerði svo oft sem
stelpa. Ég veit fyrir víst að hún
vakir yfir öllu sínu fólki og heldur
áfram að fylgjast vel með okkur.
Elsku amma, ég mun halda
áfram að gera þig stolta alla daga
og ég lofa að fara alltaf varlega.
Þín vinkona og barnabarn,
Helga Hjördís.
Eitt af því sem við vitum fyrir
víst er að við deyjum öll. Hins veg-
ar virðist maður aldrei vera tilbú-
inn að kveðja þann sem maður
elskar, eigingirnin tekur yfir.
Við amma Togga vorum alltaf
miklar vinkonur. Sem dæmi má
nefna að í tæpan áratug var fastur
liður að gista hjá henni á föstudög-
um og þar sem við amma vorum
báðar jafn vanafastar þá voru
þessi kvöld yfirleitt frekar hefð-
bundin og þægileg.
Amma fór í óteljandi ferðalög
með okkur fjölskyldunni bæði inn-
anlands og utan. Uppáhaldsstað-
irnir hennar voru tvímælalaust
Skógarnes þar sem hún ólst upp
að mestu fyrstu sjö ár lífs síns og
svo var Flórída alltaf í miklu uppá-
haldi.
Amma sýndi okkur barnabörn-
unum mikinn áhuga og var stór og
mikilvægur partur af okkar lífi.
Hún hringdi daglega og vildi fá að
heyra hvernig dagurinn minn
hefði verið og hvernig við fjöl-
skyldan hefðum það, mikið verður
tómlegt að fá ekki að heyra í henni
reglulega.
Elmar Leó, sonur minn, hefur
alveg frá fæðingu eytt miklum
tíma hjá ömmu Toggu eða ömmu
Koggu eins og hann kallaði hana.
Amma fékk þann heiður að spilla
honum smá eins og ömmur eiga að
gera, súkkulaðirúsínur eru og
verða alltaf tengdar við ömmu
Toggu á okkar heimili.
Amma tók ákvörðun fyrir rúm-
um tveimur árum að fara í aðgerð
til að fjarlægja æðagúlp en vakn-
aði lömuð fyrir neðan mitti eftir þá
aðgerð. Við tók mjög erfiður og
krefjandi tími þar sem amma
sýndi ótrúlegt æðruleysi og var
svo sannarlega hetjan mín síðustu
tvö ár.
Það kom bersýnilega í ljós síð-
ustu mánuði hvað amma átti góða
að og ber þar sérstaklega að nefna
systur hennar tvær, þær Ásdísi og
Kristínu, og langar mig að nota
tækifærið og þakka þeim kærlega
fyrir allt.
Í dag kveð ég ömmu Toggu
með sorg í hjarta en jafnframt
gleði og þakklæti fyrir allar okkar
samverustundir.
Hvíl í friði, elsku amma mín,
eitt er víst að minningin um góða,
ákveðna og fallega konu lifir í
hjarta okkar allra.
Þín vinkona og barnabarn,
Gerður Anna.
Elsku amma Togga. Ávallt
leiddir þú afkomendur þína í líf-
inu, gafst okkur visku, skilyrðis-
lausa ást og varst kletturinn í fjöl-
skyldunni. Dugnaður þinn og
ósérhlífni kenndi okkur að leggja
ekki árar í bát og halda áfram.
Réttlætiskennd þín var einstök og
hafðir þú óbeit á órétti, hroka og
sjálfselsku. Skoðanir þínar ein-
kenndust ekki af hlutleysi eða
hálfsannleik ólíkt mörgum í dag
sem telja það hagkvæmast og
þægilegast að sneiða hjá sannleik-
anum. Enginn höfðingi eða valds-
herra stýrði þér og þú varst alla
tíð vön að fara þína eigin leið í líf-
inu. Það sem skipti þig máli var
hjartalag fólks fremur en stétt
þess eða staða. Gjafmildi þín var
einstök og alltaf settir þú fólkið
þitt í fyrsta sæti.
Takk fyrir allt.
Þinn
Sverrir Garðarsson.
Þar kom að því að hópurinn
hinum megin fékk stærsta vinn-
inginn og við hin sitjum eftir með
sárt ennið. Var þó slagsíðan orðin
allnokkur fyrir. Þorgerður hefur
eflaust nú þegar flutt það helsta í
fréttum héðan, svona rétt til að
hita sig upp fyrir dýpri samræður.
Nú verður lag fyrir hana að fá
staðfestingu frá fyrstu hendi um
sitthvað sem orkað hefur tvímælis
í gömlum fjölskyldusögum. Þvílík
andans veisla sem það verður og
gleðifundur.
Svona vangaveltur eru freist-
andi þegar í hlut á jafn stórbrotin
persóna og Þorgerður frænka
mín, sem erfitt er að sætta sig við
að missa af sviði lífsins. Sigurður
Magnússon, pabbi hennar, og
Ingibjörg, mamma mín, voru
systkini. Hann var elstur en hún
yngst Miklaholtssystkinanna
fimm. Þorgerður sótti mikið í að
vera hjá ömmu og afa sem barn og
voru þær mamma nánast eins og
systur, enda aðeins níu ára aldurs-
munur á þeim. Á milli þeirra ríkti
mikill kærleikur og djúp vinátta
sem við Jón bróðir minn ólumst
upp við og höfum notið ríkulega á
okkar ævi.
Sjaldan var viðburður svo létt-
vægur í fjölskyldunni að ekki
þætti ástæða til að kalla á Þor-
gerði. Þá var enda gulltryggt að
samfundur myndi heppnast. Og
hún var ekki bara með okkur á
gleðistundum. Hún sat við rúm
mömmu síðustu daga hennar.
Hún hringdi og spurði um líðan
okkar ef eitthvað bar út af. Ein
dætra minna orðaði það svo: „Hún
þekkti okkur eiginlega betur en
við sjálf.“ Hvernig má það vera?
Eftir því sem ég hugsa meira um
það skil ég það betur. Það var
stóra samhengið sem hún bjó yfir
og ótrúlegt minni hennar. Hún var
aldrei meðvirk eða lét slá sig út af
laginu. Fallegu brúnu augun
hennar geisluðu af kátínu, voru
djúphugul og fjarræn eða gneist-
uðu af reiði ef henni misbauð eitt-
hvað. Hún var svo virkur hlust-
andi að hún mundi betur en maður
sjálfur það sem maður hafði trúað
henni fyrir. Og hún hikaði ekki við
að rétta kúrsinn af hjá manni ef
svo bar undir. Hún þekkti sitt fólk,
langt aftur í ættir, veikleika þess
og styrkleika.
Þorgerður var sinn eigin hús-
bóndi og mat frelsi sitt og sjálf-
stæði mikils. Hamingja hennar
fólst í ríkulegum og gefandi sam-
skiptum við fólk úr öllum stéttum.
Hún naut þeirrar gæfu að starfa
um langt árabil á skrifstofu VR
þar sem hæfileikar hennar á
mannlega sviðinu fengu að
blómstra. Hún hafði brennandi
áhuga á félagsmálum og ríka rétt-
lætiskennd sem kom sér ekki síð-
ur vel á þeim vettvangi. Hún lá
hreint ekki á skoðunum sínum og
var afar hreinskiptin og skemmti-
leg, enda með næmt auga fyrir því
spaugilega. Hún dró fólk að sér
eins og segull. Eftir heilsufarslegt
áfall fyrir tveimur árum varð
helsti fundarstaður fjölskyldunn-
ar sjúkrastofan hennar. Hún hélt
áfram að miðla til okkar fréttum af
vinum og ættingjum og sýna
áhuga á tilveru okkar utan
veggjanna sem umluktu hana. En
hugurinn stóri þráði að sprengja
af sér fjötrana.
Nú ertu frjáls, hjartkæra
frænkan mín. Guð laun fyrir gjöf-
ina dýru sem þú skilur eftir þig,
tímann sem þú varst alltaf svo ör-
lát á. Hann býr áfram með ástvin-
um þínum og ávaxtar sitt pund.
Kristín Magnúsdóttir.
Allt frá æskuárum minnist ég
þess að mikil veislugleði fylgdi
móðurfjölskyldu minni. Þá var
ávallt notið góðra veitinga, glaðst,
og mikið spjallað. Togga og systur
hennar voru ávallt drottningarnar
við þessi tækifæri og glæsileiki
þeirra og nærvera fyllti öll rými.
Árin liðu og frændfólk og vinir
hurfu af sjónarsviðinu og aðrir
bættust í hópinn. Eitt er víst að
hvar sem komið var saman þá var
Togga á staðnum, enda vandséð
að halda mætti gleðifund án henn-
ar nærveru. Á stundum sem þess-
um var alltaf tilhlökkunarefni að
sitja og spjalla og hlæja með
Toggu frænku. Hún var hafsjór af
fróðleik um fólk og félagsmál, og
aldrei kom maður að tómum kof-
unum ef spurt var um ættingja og
ættartengsl. Það var líka siður hjá
Toggu að spyrja um hagi og líðan
allra sem manni tengdust og bar
hún velferð þeirra allra fyrir
brjósti.
Togga og mamma tengdust
ávallt mjög nánum böndum og oft
var rifjað upp þegar mamma var
beðin um að passa Toggu sem
barn. Ég held að þau tengsl milli
þeirra frænkna hafi haldið alla tíð,
að þær bæru töluverða ábyrgð
hvor á annarri og samverustund-
irnar því margar. Togga og
mamma ferðuðust mikið saman og
oft lá þá leiðin vestur á Snæfells-
nes á slóðir ættmenna. Það kom
einnig fyrir að þær ferðuðust
norður í land og það þótti Toggu
ekkert tiltökumál ef erindið var að
heimsækja Jónda frænda. Hún
var að vísu ekki sérlega áhættu-
sækin í ferðalögum og því kom
það nokkuð á óvart þegar ferðinni
var heitið norður á Hofsós í vetr-
arveðri í aprílmánuði. Tilefnið var
reyndar ærið, heimsókn til Jónda
frænda á sjötugsafmæli mömmu.
Mér er minnisstætt að þær lentu í
blindbyl á leiðinni norður sem
gerði ferðalagið erfitt og snúið og
fylltist ég samviskubiti yfir að
hafa hvatt til fararinnar. En við
komuna á Hofsós gerði Togga sér
far um að kreista fram æðruleysi
til að minnka áhyggjur nær-
staddra og bæta líðan mína. Þessi
heimsókn var ógleymanleg og
strax næsta dag var komin blíða
sem hélst á meðan þær dvöldu
nyrðra. Gleðin í andliti Toggu og
samveran þessa daga gleymist
mér aldrei. Nú þegar Togga
frænka er kvödd fyllist hugurinn
af góðum minningum um glæsi-
lega konu og þakklæti fyrir allar
samverustundirnar, þar sem hún
gaf svo mikið en krafðist einskis.
Ég veit að Toggu hefur beðið op-
inn faðmur móður minnar og víst
er að næsta veisla þeirra verður
haldin á góðum stað.
Jón Magnússon.
Hinn 15. ágúst síðastliðinn
sofnaði Þorgerður móðursystir
mín, eða Togga frænka, eins og
við kölluðum hana, svefninum
langa. Hún er önnur af systrunum
Sigurðardætrum, sem kveður
þessa jarðvist á árinu. Fyrir hinar
tvær sem eftir eru og okkur hin í
fjölskyldunni hefur þetta ár verið
erfitt. Þegar systur eru mjög sam-
rýmdar og góðar vinkonur, þá er
slíkur skellur mikill á einu ári. En
því miður er það ekki eitthvað sem
við stjórnum.
Eftir alvarlegan uppskurð fyrir
tveim árum lamaðist Þorgerður
og var bundin við hjólastól eftir
það og engin von um bata. Togga
frænka tók örlögum sínum með
ótrúlegu æðruleysi, sem okkur
sem næst henni stóðu var algjör-
lega óskiljanlegt. Hún bjó yfir yf-
irnáttúrlegu sálarþreki, sem okk-
ur í fjölskyldunni og vinum var
ofar skilningi. Togga þurfti aðstoð
við allar daglegar athafnir. Hún
var jákvæð, þakklát og kurteis við
allt hjúkrunarfólk, sem annaðist
hana með elsku og virðingu. Fyrir
það erum við fjölskyldan hennar
mjög þakklát. Togga frænka fékk
kærleiksríka umönnun alla sína
sjúkrahúslegu.
Síðustu tvö árin hefur Þorgerð-
ur verið á Hjúkrunarheimilinu Eir
og þangað hafa margir fjölskyldu-
meðlimir og vinir hennar lagt leið
sína, og átt með henni góðar
stundir. Fyrir 80 ára afmælið
hennar í fyrrasumar prjónaði ég
handa henni sjal. Ég held að það
hafi ekki nokkur maður verið jafn
glaður með neitt af því sem ég hef
prjónað í gegnum árin eins og
Togga mín var með sjalið sitt.
Togga var skarpgreind og stál-
minnug til hinstu stundar. Hún
var alla tíð áhugasöm um fólk og
ættartengsl. Hún var mjög frænd-
rækin og gætti þess að halda góðu
sambandi við sitt fólk. Hún var
fljót að rekja saman ættir og ætt-
artengsl. Það var hennar sérfag
og ótrúlega skemmtilegt að reyna
að fylgjast með henni rekja saman
tengdir fólks, sérstaklega fyrir
mig, sem man ekki nafn á nokkr-
um manni.
Við leiðarlok eru margar minn-
ingar, sem koma upp í hugann, til
dæmis stórbakstur á laufabrauði
inni á Langholtsvegi. Stór og mikil
fjölskylduboð, pitsupartí á afmæl-
isdegi ömmu Dýrleifar og svona
mætti lengi telja. Allar þessar
minningar er gott að eiga og hlýj-
ar hugsanir fylgja Toggu minni yf-
ir móðuna miklu.
Ég þakka fyrir allar góðar
stundir og veit að Togga og
Steina, yngsta systir hennar,
gleðjast nú saman á himnum.
Blessuð sé minning yndislegrar
og elskaðrar frænku minnar.
Guðrún Kjartansdóttir.
Í dag kveðjum við, starfsmenn
VR, okkar ástkæru Þorgerði, sem
ekki var kölluð annað en Togga í
okkar hópi. Með fráfalli hennar er
enn á ný, með stuttu millibili,
höggvið skarð í raðir VR-fjöl-
skyldunnar eins og okkur eldri
starfsmönnum félagsins er tamt
að kalla okkar góða hóp.
Það er óneitanlega sérkennileg
tilfinning sem fylgir því að skrifa
minningarorð um vinkonu okkar
sem sjálf hóf hvern vinnudag á því
að lesa minningargreinar og dán-
artilkynningar dagblaðanna.
Þetta gerði hún bæði vegna áhuga
síns á fólki almennt og þó enn
fremur vegna einlægrar um-
hyggju fyrir velferð og réttindum
VR-félaga. Hún vildi geta upplýst
þá um réttindi til dánarbóta úr
sjúkrasjóði VR en lengst af hafði
hún umsjón með útgreiðslum úr
sjóðnum fyrir hönd félagsins.
Óhætt er að segja að Togga hafi
verið vakin og sofin yfir hagsmun-
um sjúkrasjóðsins og hafði á tak-
teinum allar reglur og réttindi er
lutu að sjúkrarétti félagsmanna
VR. Og þannig kynntumst við öll
Toggu þegar við hófum fyrst störf
hjá félaginu, í sjúkrasjóðnum réð
hún ríkjum og til hennar gátum
við leitað með allar spurningar
sem lutu að félaginu því hún var
hafsjór af fróðleik um verkalýðs-
mál. Okkur fannst stundum að
hún hefði starfað hjá VR allt frá
fermingu eða jafnvel fæðingu.
Togga var skemmtileg kona
með kímnigáfu sem stundum jaðr-
aði við kaldhæðni en aldrei þó svo
að særði. Mjög glæsileg, greind og
sópaði að henni hvar sem hún fór.
Hún var félagslynd og lét sig
sjaldan vanta ef boðað var til
veislu. Oftar en ekki hófst umræð-
an í kaffistofunni á mánudags-
morgni á þessu: „Stelpur, ég var í
svo ægilega fínu boði á laugardag-
inn …“ og svo kom einhver góð
saga í kjölfarið. Eitt sem ein-
kenndi Toggu var ættfræðiáhugi
hennar og kom það mörgum okk-
ar á óvart hvernig hún virtist
þekkja allar okkar ættir og fjöl-
skyldusögur oft mun betur en við
sjálf! Þegar Togga hóf störf hjá fé-
laginu árið 1968 var hún þriðji
starfsmaðurinn sem réðst til
starfa á skrifstofu VR sem þá var
til húsa í Vonarstræti 4. Hún hafði
þó verið VR-félagsmaður frá
árinu 1956 og því fylgdi hún félag-
inu í 63 ár. Í fyrstu voru verkefni
hennar fólgin í almennum skrif-
stofustörfum en síðar hafði hún
umsjón með greiðslu atvinnuleys-
isbóta. Þegar sjúkrasjóður VR var
stofnaður árið 1979 tók hún við
umsjón sjóðsins og sinnti því hlut-
verki þar til hún hætti störfum
sökum aldurs árið 2005.
Fyrir mikið starf, hollustu við
félagið og réttindabaráttu þess
var hún svo sæmd gullmerki VR á
100 ára afmæli félagsins árið 1991.
Fáir hafa verið jafn vel komnir að
þeirri sæmd.
Eftir lifa minningar okkar um
hana Toggu, ljúft bros hennar og
hlýju, umhyggju og einlægan
áhuga á samferðamönnum, yndis-
legur félagi með góða nærveru –
hvíldu í friði, kæra vinkona.
Fyrir hönd fyrrverandi sam-
starfsfélaga hjá VR,
Árni Leósson.
Þorgerður Guðrún
Sigurðardóttir