Morgunblaðið - 26.08.2019, Side 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 2019
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opin handavinnustofa kl. 9-12.
Handavinnuhópur kl. 12-16. Félagsvist með vinningum kl. 12.45. Opið
fyrir innipútt og 18 holu útipúttvöll. Hádegismatur kl. 11.40-12.45.
Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 535 2700.
Boðinn Bingó kl. 13.
Dalbraut 18-20 Brids kl. 13.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi, spjall og blöðin við hring-
borðið kl. 8.50. Frjálst í Listasmiðju kl. 9-16. Þátttökulistar liggja
frammi í holi. Hádegismatur kl. 11.30. Handavinnuhornið kl. 13-15.
Félagsvist kl. 13. Siðdegiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri.
Nánari upplýsingar í síma 411 2790.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Núvitund í handverksstofu kl. 10.30.
Göngutúr um hverfið kl. 13. Heitt á könnunni fyrir hádegi. Hádegis-
matur kl. 11.30-12.30 alla daga vikunnar, kaffi kl. 14.30-15.30 alla virka
daga. Opin handverksstofa alla virka daga. Verið velkomin á Vitatorg.
Garðabær Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Brids í Jónshúsi kl.
13. Vatnsleikfimi kl. 7.10/7.50/15.15. Kvennaleikfimi Sjálandi kl. 9.30.
Kvennaleikfimi Ásgarði kl.11. Innritun á saumanámskeið í Jónshúsi
kl. 10-12.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 13.15 kanasta.
Gullsmári Handavinnuhópur kl. 9-11.30. Félagsvist kl. 20.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og
púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45.
Hádegismatur er kl. 11.30, frjáls spilamennska kl. 13, liðleiki á stólum
og slökun með Önnu kl. 13.30 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Korpúlfar Morgunleikfimi kl. 9.45, gönguhópar kl. 10, gengið frá
Borgum og Grafarvogskirkju. Hádegisverður kl. 11.30-12.30 og kaffi-
veitingar kl. 14.30-15.30. Gleðjumst saman og höfum gaman, allir vel-
komnir í Borgir.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upp-
lestur kl. 11, ganga með starfsmanni kl. 14. Uppl. í s. 411 2760.
Seltjarnarnes Krossgátur og kaffispjall í króknum kl. 10.30. Vatnsleik-
fimi í sundlauginni kl. 18.30. Skráning stendur yfir í ferðina í Grasa-
garðinn og leikhúsið á Brúðkaup Fígarós. Einnig er skráning í gangi á
námskeiðin í leir, gleri og bókbandi. Munið vöfflukaffið og kynningar-
fundinn í Félagsheimilinu nk. fimmtudag 29. ágúst kl. 15. Nú eiga allir
að vera búnir að fá dagskrárblaðið fyrir september-desember.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á
könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30-12.15, panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist
sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30.
Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568 2586.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt
Eco Fi M-XXL. Svart og hvítt
Eco Si M-XXL. Svart og hvítt
Tahoo Maxi S-4XL. Svart hvítt
og húðlitt
Laugavegi 178, sími 551-3366.
Opið mán. - fös. kl. 10–18,
Lokað á laugardögum í sumar.
Vantar þig
pípara?
FINNA.is
Smá- og raðauglýsingar
✝ Herdís Bjarn-ey Steindórs-
dóttir fæddist 12.
desember 1959 í
Kópavogi. Hún lést
13. ágúst 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Jóhanna
María Bjarnadóttir
frá Ísafirði og
Steindór Marteins-
son frá Úlfsdölum
í Skagafirði. Þau
eru bæði látin. Herdís var
yngst þriggja systra. Elsta
systirin Guðrún lést 1988 og
aðeins er ein þeirra, Guðríður,
eftirlifandi.
Herdís ólst upp í foreldra-
húsum í Reykjavík og um tíma
á Sauðárkróki og svo aftur í
Reykjavík. Hún hóf skólagöngu
í Árbæjarskóla, síðar á Sauð-
árkróki og lauk landsprófi frá
Skógaskóla.
Hún lauk svo stúdentsprófi
frá MH haustið 1978. Öll
menntaskólaárin vann hún með
skólanum og vegna mikilla
veikinda foreldranna var hún á
Herdís vann þá hjá Pólnum og
síðar Pólstækni sem kerfis-
fræðingur. Lilja er hjúkrunar-
fræðingur og býr í Kaup-
mannahöfn ásamt sambýlis-
manni sínum Teddy Sidelmann
Rasmussen.
Árið 1987 lá leiðin aftur suð-
ur. Herdís hóf störf sem kerf-
isfræðingur hjá Eimskipafélagi
Íslands þar sem hún starfaði á
annan áratug. Síðar vann hún
hjá ýmsum hugbúnaðarhúsum.
1994 fæddist þeim yngsti son-
urinn, örverpið hennar eins og
hún sagði, Guðbjartur Mar.
Guðbjartur hefur lokið B.Sc. í
stjórnmálafræði og er á leið til
Japans í M.Sc. í alþjóðastjórn-
málafræði.
Fljótlega eftir aldamótin
ákvað Herdís að bæta við sig
námi og skipta um starfsvett-
vang. Hún lauk B.Sc. prófi ut-
an skóla í viðskiptafræði hjá
HÍ og lét ekki þar við sitja og
lauk M.Sc.-prófi, einnig utan
skóla, í mannauðsstjórnun frá
Háskólanum á Akureyri. Snæ-
björn og Herdís ráku saman
fyrirtækið Blikó ehf. og sá
Herdís um bókhald fyrir-
tækisins og fjölskyldunnar til
dánardags.
Útför hennar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 26. ágúst
2019, klukkan 15.
tímabili eina fyrir-
vinna heimilisins.
Herdís kynntist
eftirlifandi eigin-
manni sínum, Snæ-
birni Þór Ingv-
arssyni frá
Kollsvík, árið sem
hún útskrifaðist
sem stúdent. Þau
fluttu til Danmerk-
ur, nánar tiltekið
til Árósa á Jót-
landi, 1979, þar sem hún lauk
námi í kerfisfræði 1982. Þau
fluttu til Íslands aftur 1982 og
vann Herdís í tvö ár sem kerf-
isfræðingur hjá Landsbanka Ís-
lands. Þar fæddist þeim elsti
sonurinn, Marteinn Þór árið
1981. Marteinn er doktor í
sameindalíffræði og hann er
kvæntur Wally Bluhm og eru
þau búsett í Heidelberg í
Þýskalandi. Saman eiga þau
börnin Snæbjörn Kára og
Emmu Oliviu.
Árið 1984 fluttu þau hjón til
Ísafjarðar og þar fæddist þeim
dóttirin Lilja Dís árið 1985.
Nú er komið að kveðjustund
hjá okkur ástin mín. Eftir 40 ára
samveru og þar af 35 ára hjóna-
band er hún ólýsanlega sár og
erfið. Við vorum svo mikið sam-
an og aðskilnaðurinn var aldrei
nema tvær til þrjár vikur í einu.
Það er erfitt að festa hugann
við að skrifa kveðjuorð þótt af
nógu sé að taka þar sem ég og
börnin eigum fjársjóð minninga
um þig. En hugurinn er núna
tættur og óskipulagður. Já, og
talandi um skipulag þá var það
nokkuð sem þú sást um þannig
að yfirleitt þurfti ekki að leita að
nokkrum hlut. Núna þegar við
vorum að skoða myndir frá fyrri
árum gengum við að öllu skipu-
lögðu með dagsetningum og út-
skýringum. Það eina sem var að
var það að þig vantaði svo oft á
myndirnar þar sem þú hafðir séð
um myndatökuna.
Við fjölskyldan vorum alltaf í
fyrirrúmi hjá þér. Jafnvel á tíð-
um ferðalögum þínum út um
heiminn vegna vinnunnar hjá
Eimskip varst þú til staðar. Lilja
minnist enn þegar hún var að
bíða eftir „talsambandi við út-
lönd“ og hlustaði á sjóinn á með-
an hún beið. Já, þau njóta þess
svo sannarlega ennþá börnin
okkar enn í dag hve góður
grunnur var lagður í heimanám-
inu og heimakennslunni og oft
kom fyrir að fleiri börn voru í
tíma hjá þér. Og þó að börnin
væru farin að dreifast um heim-
inn nutu þau enn handleiðslu
þinnar í stóru og smáu.
Nú á síðustu árunum leið þér
best á Spáni og talaðir um að þú
ætlaðir helst ekki að vera fleiri
vetur á Íslandi – við munum sjá
um það að finna dufti þínu fal-
legan stað þar.
Þú áttir þína sterku og inni-
legu trú á Jesú Krist og á annað
og betra líf eftir dauðann.
Hvíldu í friði, vina mín.
Þinn að eilífu,
Snæbjörn.
Elsku mamma. Ég trúi því
ekki ennþá að þú sért ekki hjá
okkur lengur. Hvern á ég að
hringja í til að hjálpa mér með
lambalærið, eða þegar ég þekki
ekki blóm eða plöntu – þá
hringdi ég hiklaust í þig. Þú
varst með svörin við öllu fannst
mér, og ef þú vissir það ekki þá
fannstu út úr því. Engin getur
huggað eins og þú. Sama hvað
amaði að þá gastu fengið mig til
að brosa og horfa á björtu hlið-
arnar – með hæfilegum skammti
af kæruleysi – eins og þér einni
var lagið.
Ég hef oft hugsað af hverju
aldrei var talað um kvenréttindi
heima, þar sem þú jú vannst
lengi í algjörri karlaveröld og
þurftir svo sannarlega að hrópa
hærra en karlarnir til að fá sömu
athygli. En ég skildi það síðan,
kvenréttindi og jafnrétti var svo
innilega sjálfsagður hlutur að
það var ekki einu sinni þess virði
að tala um. Það var ekkert sem
bræður mínir gátu sem ég gat
ekki. Samt sem áður kenndirðu
mér líka hversu innilega stolt ég
átti að vera af því að vera kona,
við getum allt ef viljinn er fyrir
hendi.
Elsku mamma, í svo mörg ár
skildi ég ekki sjúkdóminn þinn.
Hann gerði mig svo reiða.
Ég lofa þér, elsku mamma, að
ég mun passa vel upp á kroppinn
minn – eins og þú sagðir svo oft.
Ónýta bakið þitt, með ólýsanleg-
um verkjum endalaust, gerði þér
lífið svo leitt. En sama hvað am-
aði að þá gekkstu hnarreist og
stolt – enginn sá verkina þína.
Nú ertu verkjalaus, elsku
mamma. Ég sé þig fyrir mér í
faðmi Gunnu, Steindór‘afa og
Hönn‘ömmu.
Ég hitti þig hinum megin,
elsku mamma.
Ég skal mála allan heiminn elsku
mamma,
eintómt sólskin, bjart og jafnt.
Þó að dimmi að með daga kalda og
skamma,
dagar þínir verða ljósir allir samt.
Litlu blómin, sem þig langar til að
kaupa,
skal ég lita hér á teikniblaðið mitt.
Ég skal mála allan heiminn elsku
mamma,
svo alltaf skíni sól í húsið þitt.
(Hinrik Bjarnason)
Liljan þín,
Lilja Dís.
Herdís Bjarney
Steindórsdóttir
✝ SigmundurFranz
Kristjánsson fædd-
ist á Róðhóli, Sléttu-
hlíð, Skagafirði
1941, yngstur fimm
systkina. Hann lést
á Landspítala,
Hringbraut, 11.
ágúst 2019.
Sigmundur kom
til Reykjavíkur 16
ára, vann í bóka-
búðum í nokkur ár og þar kvikn-
aði áhugi hans á bókum og bóka-
söfnun sem entist út ævina. Hann
vann ýmis tilfallandi störf til
lands og sjávar árin þar á eftir
eða allt þar til hann stofnaði sitt
eigið fyrirtæki og starfaði eftir
Gunnarsdóttur árið 1962 og
eignuðust þau eitt barn, Gunnar
Kristján, sem kvæntur er Guð-
nýju Sverrisdóttur, en þau eign-
uðust tvo syni, Sverri Franz, sem
lést 2008, og Ara Þór, sem á tvö
börn. Sigmundur og Helga slitu
samvistum. Seinna giftist Sig-
mundur Hrafnhildi Vilhelms-
dóttur og eignaðist með henni
tvö börn: Vilhelm Sigfús, sem
kvæntur er Herdísi Gísladóttur,
og þau eiga þrjú börn, Hrafn-
hildi, Andra Hauk og Martein
Þór, og Hörpu Iðunni, sem gift er
Björgvini Elvari Björgvinssyni
og eiga þau tvo syni, Björgvin
Franz og Ágúst Atla. Sigmundur
og Hrafnhildur slitu samvistum
1991. Bjó Sigmundur eftir það
með Jónínu Helgu Jónsdóttur
þar til hún lést árið 2015. Sig-
mundur lætur eftir sig sambýlis-
konu, Ernu Sveinbjörnsdóttur.
Útförin fer fram frá Vídalíns-
kirkju í dag, 26. ágúst 2019,
klukkan 15.
það við eigin rekst-
ur við inn- og út-
flutning.
Á sínum yngri ár-
um hafði hann ákaf-
an áhuga á fuglum
og byrjaði snemma
að merkja og skrá
fugla vítt og breitt
um landið. Í gegn-
um tíðina áskotn-
aðist honum yfir-
gripsmikið safn af
uppstoppuðum fuglum ásamt
eggjum. Fuglasafn hans er nú að
finna í Sjálandsskóla en hann gaf
skólanum safnið. Einnig stundaði
hann stangveiði af miklum
áhuga.
Hann kvæntist Helgu
Kæri bróðir.
Elsku Franz. Mig langar að
minnast þín nokkrum orðum og
þá byrjar maður á komu þinni í
þennan heim. Auðvitað fædd-
umst við í sama rúmi, rúminu
hennar mömmu, í gamla bænum
á Róðhóli. Stefáni bróður var fal-
ið það verkefni að dvelja fyrir
mér frammi í fjósi en ekki vissi ég
þá hvers vegna ég mætti ekki
fara inn. Var ég þó búinn að
kemba og pússa kýrnar, sem
voru víst ekki nema tvær, drepa
allar flugurnar í fjósglugganum
og svæfa kálfinn. En á endanum
var okkur hleypt inn. Man ég er
ég leit þig í holunni minni fyrir of-
an mömmu hvað ég var undrandi
þegar fólkið var að dást að þessu
hrukkótta kríli. Enda varst þú
væntanlega fyrsta nýfædda
barnið sem ég sá. Svo minnist ég
þegar þú varst fimm eða sex ára,
fékkst botnlangabólguna og
botnlanginn sprunginn. Þið
mamma eydduð megninu af
sumrinu á sjúkrahúsi Sauðár-
króks, en á einhverjum tíma-
punkti fékkst þú að koma heim
en af einhverjum ástæðum þurfti
að takmarka vatnsdrykkju þína
og var þér sagt að lækurinn hefði
þornarð. Það væru búnir að vera
svo miklir þurrkar. Þú hafðir nú
litla trú á því, það væri þá að
minnsta kosti vatn í dýinu fyrir
neðan Blákoll.
Já, margs er að minnast þó að
ég færi snemma að heiman og
borgin togaði líka snemma í
atorkusaman strák úr Sléttuhlíð-
inni, hann Sigmund Franz.
Svo minnist ég þess er þú áttir
dag í Héðinsfjarðará. Var ég þá
flutt til Akureyrar og þú hringd-
ir, gafst í skyn að gaman væri að
koma við um kvöldið á Róðhóli
því suður þyrftir þú að komast
um kvöldið. Ég mætti á Róðhól
og þið komuð um fjögurleytið
með öngulinn í rassinum, urðuð
ekki varir. Lögðuð ykkur í tvo
tíma, steiktur framhryggur á
borðum, þú stynur af vellíðan og
segir það leynir sér ekki að það er
Róðhólsbragð af þessu.
Svo ætla ég að þakka ykkur
Ernu fyrir yndisstund á afmæl-
inu mínu í sumar þar sem þú
raunar viðurkenndir að kjötsúp-
an væri góð en saknaðir að það
væri ekki hægt að fara í hnútu-
kast (engin bein).
Svo mun ég sakna þess að það
hringir enginn bróðir og heilsar
ekkert endilega en segir: „er ég
að tefja þig, ég vil þér ekkert“.
Ég man raunar aldrei eftir því að
ég hafi haft það mikið að gera að
ég mætti ekki vera að því að tala
við þig.
Svo hringi ég á föstudag, þú
segist vera slappur. Talast okkur
svo til að þú ættir að leita til
læknis. Ég hringi svo á laugar-
dag og við spjöllum saman, á
sunnudag varstu allur.
Ég sakna þín, bróðir, og vil
kveðja þig með fallega ljóðinu
sem Kiddi smiður mælti fram eitt
júníkvöld er hann leit út um
gluggann hjá sér á Skálá:
Sólguðinn ungi hann lausbeislað lét
ljósflæðið skella á bænum.
Húsið á Róðhóli fet fyrir fet
flaut eftir litbrigðar sænum.
Það var eins og sæi í brennandi bál,
það braust út úr sérhverjum glugga.
Er rénaði kætin í sólguðsins sál
þá setti hann bæinn í skugga.
Og þegar var ljósnættið gengið í garð
glamparnir dvínuðu á sænum.
Regnboga stubbur til vegsauka varð
sem lýsandi tákn yfir bænum.
Far vel, vinur
Jóhanna systir.
Sigmundur Franz
Kristjánsson
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum.
Minningargreinar