Morgunblaðið - 26.08.2019, Síða 22
22 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 2019
40 ára Ólöf hefur alla
tíð búið í Reykjavík og
hefur aðallega verið í
Grafarvogi og er þar
enn. Hún er kenn-
aramenntuð frá Kenn-
araháskólanum, með
B.Ed.-gráðu. Hún er
grunnskólakennari í Hamraskóla. Hún
hefur gaman af því að fara í leikhús og
bíó og vera með fjölskyldu sinni og
vinum.
Systkini: Hafliði Halldórsson, f. 1987, og
Þórhallur Páll Halldórsson, f. 1990.
Foreldrar: Halldór Þór Þórhallsson, f.
1960, vinnur hjá Reykjavíkurborg, búsett-
ur í Grafarvogi, og Hrafnhildur Inga Hall-
dórsdóttir f. 1962, aðstoðarskólastjóri í
Rimaskóla, búsett í Mosfellsbæ.
Ólöf Inga
Halldórsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Nú hefur þú það í hendi þér að láta
mikil umskipti yfir þig ganga. Láttu það
ekkert á þig fá þótt aðrir kvarti.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er engu líkara en annar hver
maður í veröldinni vilji ná tali af þér. Ef þig
endilega langar að láta hlutina flakka
gerðu það þá í einrúmi.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Gefðu þér tíma til þess að velta
fyrir þér samböndum þínum og vina þinna.
Reyndu að sýna þolinmæði ef þú verður
fyrir leiðinlegu viðmóti í dag.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þótt hver dagur virðist öðrum líkur
í vinnunni hefur hver sitt snið, ef að er gáð.
Ævintýrin bíða þín á næstu grösum og þú
skalt búa þig undir óvænta atburðarás.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Passaði þig á hinni eldkláru elítu!
Hún ber ekki virðingu fyrir þeim sem hún
er ósammála, og er mjög þröngsýn að því
leytinu til.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Deilur um sameiginlegar eignir
geta orðið að rifrildi. Gættu þess að
brenna ekki allar brýr að baki þér. Hóg-
værð og auðmýkt eru aðalsmerki þess
sem kann að sigra.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það vantar ekki að þú fáir nóg af hug-
myndum. En mundu að ekki er allt gull
sem glóir og dreifðu áhættunni sem mest.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú vilt gera lítilsháttar breyt-
ingar heima fyrir en skalt ekki hefja þær
fyrr en þú hefur tekið allt inn í dæmið. Fólk
þarf ekki að vera sammála þér.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú kemst ekki hjá því að hug-
leiða vandlega hvaða afstöðu þú átt að
taka til þeirra hluta, sem máli skipta. Haltu
þig við raunveruleikann.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú þarft að berjast fyrir sjálf-
stæði þínu bæði heima fyrir og í vinnunni.
Láttu flugeldasýningar annarra sem vind
um eyru þjóta.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er algerlega óraunsætt að
ætlast til þess að þú sért fyllilega sam-
keppnisfær á öllum sviðum.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú ert síbrosandi og upplífgandi
fyrir fólk í kringum þig. Vertu óhrædd/ur
við að kanna nýjar leiðir og taka einhverja
áhættu.
Þýskalandi, Póllandi og einnig
Mexíkó, en skýringin á því er lík-
lega að árið 2013 gáfum við út plöt-
una Mexico auk þess sem við erum
með mexíkóskan umboðsmann.“
Frá 2000 til 2007 dró Daníel
Ágúst sig í hlé frá bæði Gus Gus og
Nýdönsk. „Þá fluttum við Gabríela
Friðriksdóttir, fyrrverandi konan
mín, til Belgíu og sá ég um kvik-
myndaklippingu, tónsmíðar, aðstoð-
arleikstjórn og tónlistarstjórn fyrir
hana.“ Stærsta verkefni þeirra var
framlag Íslands á Feneyjatvíær-
ingnum árið 2005. Á þessu tímabili
gaf Daníel Ágúst líka út sólóplötuna
sína A Swallowed Star en einnig
hún bar nafn hljómsveitarinnar. Sú
plata var síðan gefin út af breska
útgáfufyrirtækinu 4ad og Warner
Brothers í Ameríku undir heitinu
Polydistortion og hefur selst í
meira en 300.000 eintökum. Síðan
þá hefur Gus Gus spilað víða um
heim og gefið út fjölda hljómplatna.
Í dag er hljómsveitin Gus Gus
orðin dúett, en með Daníel Ágústi
er annar stofnmeðlimur, Birgir
Þórarinsson, og gaf Gus Gus í fyrra
út plötuna Lies Are more Flexible.
„Við vorum að koma úr tónleikaferð
um Balkanskagann og Tyrkland og
Úkraínu fyrir tveimur mánuðum.
Mér sýnist að við séum vinsælastir í
D
aníel Ágúst Haralds-
son er fæddur 26.
ágúst 1969 í Stokk-
hólmi. „Mamma var í
læknanámi þar en svo
bjuggum í Danmörku í nokkur ár
þar sem mamma var að vinna og
síðan í Mosfellssveit eins og bærinn
hét þá þegar ég var fimm ára. Sjö
ára flutti ég á Háaleitisbraut 30 og
bjó þar fram yfir þrítugt.“ Daníel
Ágúst gekk í Ísaksskóla og fór í níu
ára bekk í Álftamýrarskóla og varð
stúdent frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1989.
Daníel Ágúst var smali og fjósa-
drengur á Syðra-Holti í Svarfaðar-
dal sumrin 1979, 1980 og 1981,
sendill og búðardrengur í Reið-
hjólaversluninni Erninum sumrin
1982-1986 og leikskólastarfsmaður
á Vesturborg sumarið 1987. Hann
hefur verið tónlistarmaður frá 1987
en þá var hljómsveitin Nýdönsk
stofnuð.
„Ég söng fyrst opinberlega með
hljómsveitinni Kórus úr Álftamýr-
arskóla á unglingaskemmtun í
Laugardalshöll þrettán ára. Fyrir
það hafði ég verið að draga fram
teppabankarann úr kústaskápnum,
spila á hann eins og gítar og syngja
fyrir mannskapinn í stofunni
heima.“
Nýdönsk vakti strax athygli með
sínu fyrsta lagi, Hólmfríður Júlíus-
dóttir, og varð fljótlega ein vinsæl-
asta hljómsveit landsins, bæði með-
al almennings og tónlistar-
gagnrýnenda. Hljómsveitin hefur
síðan átt farsælar endurkomur
gegnum tíðina, síðast árið 2017 með
plötunni Á plánetunni Jörð, sem var
valin plata ársins á Íslensku tónlist-
arverðlaununum. Lag ársins,
Stundum, er af henni og er eftir
Daníel Ágúst og Jón Ólafsson og
Daníel Ágúst var valinn textahöf-
undur ársins ásamt Birni Jörundi
Friðbjörnssyni fyrir textana á plöt-
unni. „Sú plata fór vel í mannskap-
inn og áttum við nokkur vinsæl lög
á vinsældalistum af þeirri plötu.“
Daníel Ágúst var einn af stofn-
meðlimum hljómsveitarinnar Gus
Gus, sem kom fram á sjónarsviðið
árið 1995 og sló í gegn á alþjóða-
vettvangi með sinni fyrstu plötu en
gaf hann út A Drift sem kom út
2011.
Daníel Ágúst hefur fjórum sinn-
um verið valinn söngvari ársins,
1993, 1997, 2011 og 2018. Hann hef-
ur sinnt upptökustjórn fyrir ýmis
tónlistarverkefni, samið tónlist fyrir
Íslenska dansflokkinn og sjónvarps-
kvikmyndir og heimildarmyndir.
Hann lék Pontíus Pílatus í Jesus
Christ Superstar í Borgarleikhús-
inu 1995. „Faðir minn, Harald G.
Haralds, lék Heródes í sama söng-
leik meira en 20 árum áður.“ Daníel
Ágúst hefur einnig leikið í Þjóðleik-
húsinu í West Side Story og Gaura-
gangi en í þeirri sýningu sá Ný-
dönsk um tónlistarflutninginn.
„Helsta áhugamálið mitt er ham-
ingjan,“ segir Daníel Ágúst að-
spurður. „Ég geri mér far um að
reyna að sinna henni bæði líkam-
lega og andlega, ég er til dæmis
skíðamaður og syndi á hverjum
degi.“
Fjölskylda
Kærasta Daníels Ágústs er Anna
Kolfinna Kuran, f. 5.12. 1989, dans-
höfundur. Foreldrar hennar:
Szymon Kuran fiðluleikari og Guð-
rún Theodóra Sigurðardóttir selló-
leikari.
Daníel Ágúst Haraldsson tónlistarmaður – 50 ára
Í London Daníel Ágúst ásamt Lilju Constance og Önnu Kolfinnu.
Farsæll ferill innanlands sem utan
Morgunblaðið/Eggert
Nýdönsk Í Eldborg í Hörpu 2014.
Morgunblaðið/Eggert
Gus Gus Daníel Ágúst á Iceland Airwaves á Nasa 2009.
30 ára Markús ólst
upp á Álftanesi en býr
í Kópavogi. Hann er
markaðsfræðingur að
mennt frá CPS í Kaup-
mannahöfn. Hann er
sölustjóri hjá Strætó.
Markús er í stjórn
meistaraflokks Álftaness í knattspyrnu
og er gjaldkeri í Starfsmannafélagi
Strætós.
Maki: Benedikta Brynja Alexanders-
dóttir, f. 1991, flugfreyja hjá Icelandair.
Systkini: Arnar Vilhjálmsson, f. 1985, og
Katrín Vilhjálmsdóttir, f. 1993.
Foreldrar: Vilhjálmur Aðalsteinsson, f.
1958, sjálfstætt starfandi húsasmiður, og
Matthildur Guðmundsdóttir, f. 1961,
vinnur í Íþróttamiðstöð Garðabæjar.
Markús
Vilhjálmsson
Til hamingju með daginn
Árið 1896 flutti Björn Þorláksson bóndi áVarmá inn vélar til að
vinna ull og notaði til þess vatnsorku úrÁlafossi. Verksmiðjan
átti stóran þátt í stofnun og vexti byggðar íMosfellsbæ
Álafoss , Álafossvegi 23 Mosfellsbæ, Laugavegi 4-6, alafoss.is
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is