Morgunblaðið - 27.08.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.08.2019, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 7. Á G Ú S T 2 0 1 9 Stofnað 1913  200. tölublað  107. árgangur  GOLF ER GÓÐUR KOSTUR FYRIR ÆSKUFÓLK PÓLITÍSKT LISTAVERK Á SPENNISTÖÐ HEFUR ORT FRÁ ÞVÍ HÚN MAN EFTIR SÉR FRUMKVÆÐI ÍBÚA 28 LJÓÐABÓK LÆÐUNNAR 10SÉRBLAÐ UM GOLF A ct av is 91 10 13 Omeprazol Actavis 20mg, 14 og 28 stk. Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og auka- verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is Óréttmætt og óboðlegt  Sjávarútvegsráðherra telur ólíklegt að gripið verði til viðskiptaþvingana  Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins reiðubúinn að funda með Íslendingum Noregur, Færeyjar og Evrópusam- bandið breyttu um aðferðir og byðu Íslendingum að taka þátt í ákvörðun- um um úthlutun. „Það er með öllu óréttmætt og ég læt ekki bjóða okkur Íslendingum það að gerð sé krafa á eitt ríki að draga einhliða úr veiðum á sameiginlegum veiðistofni,“ segir Kristján. Chris Davies, formaður fiskveiði- nefndar Evrópuþingsins, segist von- ast til að hitta fulltrúa íslenskra stjórnvalda áður en fiskveiðinefndin ræðir mögulegar viðskiptaþvinganir. Hann var spurður af hverju hótanir um viðskiptaþvinganir beindust ein- göngu að Íslendingum og Grænlend- ingum en ekki Rússum: „Þótt Ísland sé sjálfstætt strand- ríki er það einnig aðili að EES og sannast sagna myndi ég vonast eftir betra og nánara sambandi milli Evr- ópusambandsins og Íslands en vænta mætti við Rússland. Mér er sagt að Ísland selji fisk til Rússlands á meðan ESB heldur uppi refsiaðgerðum til að mótmæla ólögmætri innlimun á hluta af öðru landi. Það er auðvitað Íslands að móta sína stefnu og að líkindum mun það selja viðbótarmakrílinn sem áætlað er að veiða með sama hætti.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra telur ólík- legt að fiskveiðinefnd Evrópuþingsins grípi til viðskiptaþvingana gegn Ís- landi og Grænlandi vegna makríl- veiða. Hann segir það ekki í höndum einstakra þingmanna Evrópuþings- ins að hóta slíku. Nær lagi væri að MReyna áfram að ná … »2 Dýralæknir Matvælastofnunar taldi rétt að binda enda á þjáningar grindhvals við Seltjarn- arnes í gær. Björgunarsveitarmenn reyndu ítrekað að beina hvalnum frá landi en hann sótti þangað jafnharðan aftur. Hann virtist vera las- legur, rispaður og með stórt kýli við sporðinn. Landhelgisgæslan var kölluð til og var hvalurinn aflífaður á sjötta tímanum í gær. Honum var síð- an sökkt í sæ. »6 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Lóga þurfti grindhval við Seltjarnarnes Dómari í Oklahomaríki í Bandaríkj- unum komst að þeirri niðurstöðu í gær að bandaríska stórfyrirtækinu Johnson & Johnson bæri að greiða ríkinu 572 milljónir dollara (um 71,6 milljarða króna) í bætur fyrir þátt sinn í útbreiðslu ópíóðalyfjafarald- urs innan þess. Fram kemur í frétt AFP að far- aldurinn hafi kostað hundruð þús- unda mannslífa vegna ofneyslu ópíóðalyfja. Dómarinn sagði John- son & Johnson hafa átt þátt í „al- mannaplágu“ með blekkjandi kynn- ingu sinni á vanabindandi verkjalyfjum sem innihéldu ópíóða. Framganga Johnson & Johnson stofnaði, að sögn dómarans, heilsu og öryggi þúsunda íbúa Oklahoma í hættu. Samkvæmt dómnum skal verja bótafénu í þágu einstaklinga, fjölskyldna og samfélaga sem orðið hafa fyrir barðinu á ópíóðalyfja- faraldrinum. Dómurinn þykir marka tímamót og hefur verið fylgst náið með mála- ferlunum en um tvö þúsund hliðstæð mál hafa verið höfðuð gegn tugum lyfjaframleiðenda, heildsala og smá- sala í Bandaríkjunum. Johnson & Johnson hyggst áfrýja dómnum. hjorturjg@mbl.is Gert að borga 72 milljarða  Bætur fyrir tjón vegna ópíóðalyfja AFP Lyf Johnson & Johnson var sektað fyrir þátt sinn í ópíóðafaraldrinum. Arnarvarp á landinu hefur ekki gengið jafn vel síðustu öldina og einmitt nú í ár, segir Kristinn Haukur Skarphéðinsson, fugla- fræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Alls 56 arnarungar komust á legg í sumar, en alls settust 87 arnarpör upp í óðulum sínum í sum- ar sem flest eru við Breiðafjörðinn. Alls 65 paranna urpu og 39 þeirra komu ungum á legg. „Veðráttan síðustu mánuði hefur verið sérstaklega góð og það tel ég skýra hve arnarstofninn dafnar vel núna,“ segir Kristinn Haukur í samtali við Morgunblaðið í gær. „Annað sem ég tel líka skýra hve vel arnarstofninn stendur nú er að fuglinn fær að vera í friði á óðulum sínum og verður ekki fyrir neinu teljandi raski.“ Áætla má að nú á haustdögum séu ríflega 300 fuglar í íslenska arnarstofninum. Pörin, þ.e. arar og össur, eru samtals um 180. Ungar ársins eru 65 og svo geldfuglar sem verpa á næstu árum. Þeir gætu ver- ið um 100. Þetta þýðir að stofninn er sterkur miðað við fyrri ár. »4 sbs@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Haförn Flýgur í forsal vindanna. Arnarstofninn er sterkur og 56 ungar á legg í sumar  Veðráttan í sumar skýrir hvað stofninn stendur vel  Ekki sér enn fyrir endann á viðræðum rík- isins og viðsemj- enda þess í stéttarfélög- unum um endurnýjun kjarasamninga. Mikil vinna og fundahöld hafa verið í gangi að undanförnu og halda áfram næstu daga. Stór hluti viðræðnanna snýst um breytingar á vinnutíma en þær eru afar flóknar. Sverrir Jónsson, formaður samn- inganefndar ríkisins (SNR), segir viðræðurnar ganga vel fyrir sig. Nefndin er með á sjöunda tug við- semjenda og eru samningar þeirra allra lausir. »4 Flóknar viðræður um vinnutímamál Kjaramál Fundað er hjá sáttasemjara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.