Morgunblaðið - 27.08.2019, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það kostarumstang aðblása til G7
fundar æðstu
manna. Þótt þeir
séu aðeins 7 og
fundarborðið taki
þess vegna lítið pláss, þá koma
þeir ekki einir. Hundruð
manna fylgja þeim í fjölda flug-
véla. Utan um allan þann hóp
halda öryggisverðir, læknar og
sminkur og fleiri svo seint
verður upp talið. Næsta lag
gesta lýtur öðru húsbóndavaldi
en það eru fjölmennir hópar
fréttamanna auk tæknimanna
úr mörgum geirum, ekki síst
ljósvakamiðlum. Gestgjafa-
landið þarf mánuði og ár til að
skipuleggja sinn hlut. Það lok-
ar jafnvel flugvellinum í nánd
við fundarstaðinn nokkrum
stundum fyrir komu gestanna
og heldur honum lokuðum þar
til að sá síðasti þeirra fer. Ör-
yggisgæsla heimamanna sam-
anstendur af miklu liði her-
manna, lögreglu og sér-
þjálfuðum öryggisvörðum,
lögregluhundum og tilheyr-
andi. Margt annað mætti telja
til. Og það er ekki gefið að neitt
gagnlegt komi út úr slíkum
fundum. En bara það eitt að
ekkert fari úrskeiðis er hálfur
sigur. En það er hollt að valda-
mennirnir hittist með kast-
ljósið sameiginlega á sér.
Væntingar byggjast upp og það
knýr á um „árangur“ sem geri
stöðu alþjóðamála vænlegri.
Og hvaða einkunn fær þessi G7
fundur og verkstjórn Macrons
forseta?
Hvort sem honum líkar það
betur eða verr þá er Trump
Bandaríkjaforseti í aðal-
hlutverki á fundi eins og þess-
um af tveimur ástæðum. Hann
er forseti öflugasta ríkis ver-
aldar með ítök um hana alla og
hann er Trump, valdamaðurinn
sem spilar allt af fingrum fram.
Og þess utan er hann hinn
svarti senuþjófur hvar sem
hann dúkkar upp. Allt þetta
tryggir áhorf. Trump vekur
líka mesta athygli á þeim fundi
sem hann mætir ekki á. Stóll
hans var auður þegar að rætt
var um skógarbruna og lofts-
lagsmál. Skógarbruninn var
reyndar í hlutverki „dægur-
málsins“ sem oft er notað til að
punta upp á svona fundi. Það er
málið sem er heitast í um-
ræðunni dagana á undan. Og
það var rétt mat að eldar í
skógum Amasón var nú heit-
asta málið í öllum skilningi. Og
eina raunverulega ákvörðun
fundarins tengdist einmitt því.
Leiðtogarnir ákváðu að stofna
sjóð með 20 milljón evrum til að
taka á skógareldum. Það er
mun lægri upphæð en fundar-
hald kostaði í heild og mun eng-
um úrslitum ráða í málefnum
skógarelda.
Sumir fundarmanna guldu
þess að vera á út-
leið og spiluðu því
minni rullu sem því
nam. Donald Tusk
á þrjá mánuði eftir
á sínum stól. Mer-
kel kanslari hefur
sagt að hún sækist ekki eftir
endurkjöri að kjörtímabilinu
loknu. Einhver, sem enginn
veit hver er, án þess að fletta
því upp, hefur tekið við flokks-
forystu kristilegra. Búist er við
því að fylkiskosningar sem
bresta senn á í Þýskalandi
verði ekki góðar fyrir stjórn-
arflokkanna. Minni líkur
standa því til þess að stjórnar-
samstarfið haldi og/eða að
Merkel fái að verma stól kansl-
ara miklu lengur. Trudeau for-
sætisráðherra Kanada er í póli-
tískum mótbyr og ekki víst að
hann lifi kosningarnar af.
Útspil Macrons forseta að
láta fljúga með utanríkis-
ráðherra Írans á fundinn í Bi-
arritz virðist ekki endilega hafa
lukkast, þótt ekki megi útiloka
að sagan sé enn ekki öll sögð.
Þá er það Boris Johnson.
Hann var nýi strákurinn í
bekknum í þetta sinn. Og hann
er allt önnur Ella en May. Í
raun gat May sent hvern sem
er fyrir sig úr ráðuneytinu á
svona fundi því að hún vék sjálf
aldrei frá þeim talpunktum
sem voru ákveðnir daginn sem
hún tók við embætti forsætis-
ráðherra. Embættismenn í
Downingstræti töldu það
merkja að May væri traust-
verðug og vönduð í hvívetna.
Sir Humphrey svaf því rólegur
hvert sem May þvældist. Hann
telur hins vegar það með öllu
óvíst nú að Boris Johnson hafi
lesið talpunkta May, sem þó
var búið að skrifa upp á ný á
ókrumpað blað með splunku-
nýrri dagsetningu.
Í gærmorgun kastaði Boris
sér til sunds og svamlaði í
kringum klettinn Roche Ronde
sem er tvöhundruð metra frá
landi. Sir Humphrey óttast
mest að í það eina skipti hafi
Boris haft talpunktana góðu
með sér.
Þess vegna gaf hann Tusk,
Merkel og Macron ekki hænu-
fet eftir og hótaði að snuða
þrenninguna um 39 milljarða
punda yrðu þau til þess að
Bretar færu samningslausir út
úr ESB, sem Boris telur raunar
sjálfur að sé álitlegur kostur.
En verst þótti Sir Humphrey
að horfa upp á hve glaður og
reifur foræstisráðherrann var
og lék við hvern sinn fingur.
Hafði hann á orði við Bernard
Woolby að þar hefði Johnson
farið svívirðilega illa með
mæðu- og uppgjafarsvip sem
embættismenn sem stjórna
landinu í raun og það réttilega
höfðu lagt nótt og dag við að
fullkomna, svo lengra varð ekki
komist.
Það var óvenju
fróðlegt að fylgjast
með G 7 fundunum
í þetta sinn}
Að loknum G7
Ö
flugt menntakerfi er forsenda
framfara og það kerfi er borið
uppi af kennurum sem með
sínum störfum leggja grunn að
annarri fagmennsku í sam-
félaginu. Rúmlega 550 nýnemar hófu nám
sitt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
í vikunni, en kennaranám er einnig í boði
við þrjá aðra háskóla hér á landi. Umsókn-
um um kennaranám fjölgaði verulega milli
ára, alls um rúmlega 200 á landinu öllu.
Hlutfallslega var aukningin mest hjá
Listaháskóla Íslands þar sem umsóknum
um nám í listkennsludeild fjölgaði um 170%
milli ára, en umsóknum um grunnnám í
grunnskólakennarafræðum við Háskóla
Íslands fjölgaði um 45%. Karlkyns umsækj-
endum fjölgar í þeim hópi en um helmingi
fleiri karlar sóttu um grunnskólakennaranám í
Háskóla Íslands en í fyrra og þrefalt fleiri í nám í
leikskólakennarafræðum. Þá fjölgaði einnig
umsóknum um nám leiðsagnakennara. Það er mér
mikið fagnaðarefni að vísbendingar eru um að að-
gerðir sem við réðumst í sl. vor til þess að fjölga
kennurum séu þegar farnar að skila árangri.
Auk mikillar fjölgunar umsókna um kennaranám er
staðfest að vel gekk að útvega kennaranemum á loka-
ári launaðar starfsnámsstöður. Til þess að mæta
áskorunum framtíðarinnar þurfum við enn
fleiri fjölhæfa og drífandi kennara og það
er einkar ánægjulegt að fleiri íhugi nú að
starfa á þeim vettvangi.
Það er forgangsmál okkar að efla starfs-
umhverfi kennara hér á landi og auka
gæði skólastarfs. Í því tilliti munu ný lög
um menntun, hæfni og ráðningu kennara
og skólastjórnenda við leik, grunn og
framhaldsskóla taka gildi í janúar á næsta
ári. Með þeim er lögfestur hæfnirammi um
menntun og hæfni kennara og skólastjórn-
enda, í takt við alþjóðlega þróun, sem lýsir
betur þeirri hæfni sem kennarar þurfa að
búa yfir til samræmis við þá ábyrgð sem
felst í starfi þeirra. Lögin eru mikilvægt
skref í þá átt að tryggja betur réttindi og
starfsöryggi kennara óháð skólastigum og
sveigjanleika innan skólakerfisins.
Frumvarpið eykur ennfremur ábyrgð skólastjórn-
enda til þess að velja inn þá kennara sem búa yfir
þeirri hæfni, þekkingu og reynslu sem þeir leitast
eftir hverju sinni. Þannig er stuðlað að aukinni við-
urkenningu á störfum kennara og faglegu sjálfstæði
þeirra sem aftur verður til þess að efla skólaþróun og
fjölga tækifærum fyrir skólafólk.
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Pistill
Mikilvægasta starfið
Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Enn eru nokkur svæði viðvegakerfi landsins þarsem farsímasamband erlítið sem ekkert eða hætt
er við að símtöl slitni. Ástandið hefur
stöðugt batnað á undanförnum árum
og stóru símafélögin varið tals-
verðum fjárhæðum til að bæta sam-
bandið og fjölga sendum. Hafa þau
einnig getað sótt í Fjarskiptasjóð til
að styrkja sambandið á strjálbýlli
svæðum.
Á vef Póst- og fjarskiptastofn-
unar getur að líta kort með svo-
nefndum GSM-mælingum við vega-
kerfi landsins. Meðfylgjandi kort
miðast við mælingar sem fóru að-
allega fram á árunum 2015-2017 en
var síðan uppfært á síðasta ári. Var
mældur styrkur merkja fyrir GSM,
3G og 4G. Þegar rýnt er í kortið sést
að enn eru nokkur svæði á hringveg-
inum með stopult samband, t.d. í
Norðurárdal í Borgarfirði og Norð-
urárdal í Skagafirði, kringum Varma-
hlíð í Skagafirði, á nokkrum stöðum á
Austfjörðum, í Jökuldal og á Möðru-
dalsöræfum. Enn eru nokkur
skuggasvæði á Vestfjörðum, á Skaga
og skiljanlega víða á hálendinu.
Með yfir 99% dekkun
Guðmundur Jóhannsson, sam-
skiptafulltrúi Símans, segir fyrir-
tækið sífellt vera með í skoðun út-
breiðslu dreifikerfisins. Að hans sögn
nær farsímakerfi Símans til 99,4%
íbúa á landinu öllu. Um 40 nýjar 4G
stöðvar hafa bæst við á þessu ári hjá
Símanum og segir Guðmundur að
þessa dagana sé verið að vinna í Döl-
unum og Austurlandi.
„Í Dölunum verður gangsett í
Haukadal, Laxárdal og Hörðudal á
næstu dögum. Á Austurlandi er ný-
komið 4G á Staðarborg í Breiðdal og
í Norðurdal Breiðdals. Einnig er ný-
kominn í gang 4G sendir sem þjónar
syðri hluta Fagradals. Í Mjóafirði er
verið að setja upp 4G sendi sem verð-
ur gangsettur þegar að ljósleiðari er
klár þangað. Í Jökuldal er verið að
uppfæra stöðvar á Skjöldólfsstaða-
hnúk og Háurð í 4G og einnig á
Fljótsdalsheiði, þessar stöðvar fara í
gang á næstu dögum,“ segir Guð-
mundur.
Að hans sögn hefur með nýrri
tækni verið hægt að fækka sendum,
sem nái yfir stærra svæði og leysi þá
af hólmi minni senda. Þannig hafi t.d.
náðst samband lengra út á sjó. „Við
höfum einblínt á þéttbýlið og helstu
ferðamannastaði en það verður alltaf
erfitt að dekka ákveðin svæði. Þar
skortir innviði, eins og rafmagn og
ljósleiðara, en með tíð og tíma og
betri tækni þá mun þetta leysast,“
segir Guðmundur.
Stórbatnað við þjóðveginn
Útbreiðslan á farsímakerfi
Vodafone nær til yfir 99% lands-
manna, sé miðað við búsetu. Bára
Mjöll Þórðardóttir, forstöðumaður
samskiptasviðs, segir Vodafone hafa
lagt mikla áherslu á útbreiðslu kerf-
isins víða um land. Í fyrsta sinn nái
4G kerfið til stærra svæðis og fleiri
íbúa en 3G kerfið.
Bára segir Vodafone hafa bætt
verulega í hraðagagnasamband á
þjóðvegi 1, t.d. á milli Reykjavíkur og
Akureyrar. Sambandið þar hafi stór-
batnað sl. tvö ár með uppfærslu úr
2G í 4G. Að sögn Báru hefur t.d. sam-
bandið í Árneshreppi batnað veru-
lega með nýjum sendastað á Finn-
bogastaðafjalli. „Á þessu ári höfum
við t.d. verið að uppfæra í 4G á sunn-
anverðum Vestfjörðum og á ferða-
mannastöðum eins og við Dettifoss.
Einnig höfum við í samstarfi við
Neyðarlínuna verið að bæta samband
á ákveðnum vegköflum á þessu ári,
t.d. með nýjum sendastöðum á Snæ-
fellsnesi og Holtavörðuheiði, í Land-
eyjum, Fljótshlíð og Þórsmörk. Líka
á norðanverðum Kili og með þéttingu
á ýmsum þéttbýlisstöðum eins og
Reykjavík, Akureyri og Keflavík.“
Góð dekkun en
ennþá skuggasvæði
Gott samband
Samband gæti slitnað
Slæmt eða ekkert samband
Styrkur GSM-sambands á vegum landsins
Heimild: Póst- og fjarskiptastofnun.
Mælingar eru frá árunum 2015-2018.
Kortið sýnir meðaltal styrkleika GSM-merkis.
Reykjavík
Akureyri
Þorleifur Jónassson, for-
stöðumaður tæknideildar Póst-
og fjarskiptastofnunar, segir
mælingar stofnunarinnar fyrst
og fremst ganga út á að mæla
samband þannig að hægt sé að
ná neyðarsambandi, og sjá
þannig út hvar sé hægt að ná
sambandi við Neyðarlínuna,
112.
Þorleifur segir að í saman-
burði við nágrannalöndin, og
með tilliti til þess hve Ísland sé
strjálbyggt, sé staðan hér á
landi mjög góð þegar komi að
fjarskiptasambandi, hvort sem
það sé dreifbýli eða þéttbýli.
Alltaf sé hægt að gera betur.
Símafélögin hafi uppfyllt sínar
kvaðir og vel umfram það.
Bendir Þorleifur jafnframt á að
við úthlutun tíðnisviða til síma-
fyrirtækja hafi ekki verið lagðar
sérstakar kvaðir á félögin að
dekka allt vegakerfi landsins.
„Fyrirtækin eru sífellt að
skoða sína dekkun og þar ræð-
ur markaðurinn mestu,“ segir
Þorleifur, og bætir við að Fjar-
skiptasjóður hafi aðstoðað við
að byggja upp símasamband á
strjálbýlli svæðum.
Uppfyllt kvað-
ir og vel það
SÍMAFYRIRTÆKIN