Morgunblaðið - 27.08.2019, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2019
Lesið vandlega upplýsingarnar á umbúðumog fylgiseðli fyrir
notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari
upplýsingumumáhættu og aukaverkanir.
Sjá nánari upplýsingar um lyfið áwww.serlyfjaskra.is
Ofnæmið burt!
Zensitin
10mg töflur -10, 30 og 100 stk
Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220Hafnarfjörður | www.wh.is
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Þreföldun hefur orðið í sölu rafrænna
námsbóka nú í ágúst hjá netverslun-
inni Heimkaup.is, miðað við sama
mánuð á síðasta ári, að sögn Sigurðar
Pálssonar verkefnastjóra. Hann seg-
ir að stefnt sé að því að selja yfir sex
þúsund bækur í ár. Til samanburðar
seldust að hans sögn um tvö þúsund
bækur allt árið í fyrra. „Í gær [í
fyrradag] seldi ég
til dæmis 150 ein-
tök af bók um
Python-forritun-
armálið, og þar
með er sú bók
orðin sú sölu-
hæsta á árinu hjá
okkur,“ segir Sig-
urður.
Á Heimkaup.is
eru sex þúsund
titlar í boði, en
Sigurður segir að í gegnum sam-
starfsaðila verslunarinnar, Vital
Source, sem útvegar kerfisgrunninn
sem bækurnar fara í gegnum, hafi
Heimkaup.is aðgang að 600 þúsund
titlum. Helsti vandinn var að sögn
Sigurðar að ná að flokka bækurnar
nógu vel og skilmerkilega svo auðvelt
væri fyrir nemendur og aðra að finna
það sem þeir leita að, en þetta hafi
Heimkaup.is nú leyst. Hann segir að
reglulega bætist við nýjar bækur og
nýir flokkar. „Ég var til dæmis að
taka inn þúsund titla frá fyrirtæki
sem sérhæfir sig í bókum um líkams-
rækt og heilsu. Ég vinn með World
Class-líkamsræktarstöðinni í mark-
aðssetningu bókanna, og læt prentuð
eintök liggja frammi á stöðvunum til
kynningar.“
Önnur nýjung sem Heimkaup.is
hafa bryddað upp á í markaðssetn-
ingu námsbókanna er að vinna náið
með nemendafélögum í háskólum
landsins. Hefur það nú þegar gefið
góða raun að sögn Sigurðar. Félögin
kynni bækur inni í lokuðum Face-
book hópum, en á móti bjóði Heim-
kaup.is tímabundna afslætti af bók-
um og fari í leiki þar sem hægt er að
vinna gjafabréf í versluninni.
Framlegðin hefur batnað
Spurður að því hver framlegðin sé
af bóksölunni segir Sigurður að hún
hafi batnað með betri samningum við
útgefendur. Heimkaup er með samn-
ing við 20 útgefendur, þar af marga
þá stærstu í heiminum á þessu sviði,
að hans sögn. „Með bættri framlegð
get ég lækkað verð.“
Sigurður bendir á að prentaðar
bækur séu orðnar dýrar í saman-
burði við rafbækur, og fyrir því séu
ýmsar ástæður. Prentkostnaður hafi
hækkað, dreifingarkostnaður sé mik-
ill og þá kosti sitt að halda lager.
„Rafbækurnar búa, auk þess að vera
mun ódýrari, yfir augljósum kostum
fram yfir þær prentuðu. Þar má
nefna glósutækni, fullkomna leit, að
láta lesa bókina fyrir sig, og marg-
miðlunarefni.“
Sem dæmi um kosti rafbókarinnar
þá nefnir Sigurður að hann gefi kenn-
urum gjarnan rafrænt kennaraein-
tak til kynningar. Þeir geti þá glósað í
það eintak, og ef nemendur eru einn-
ig með rafrænt eintak getur kennar-
inn deilt glósunum með nemendum.
Þessi eiginleiki hefur að sögn Sigurð-
ar orðið til þess að sala hefur aukist.
„Þetta brúar bilið á milli nemenda og
kennara og myndar sterkari tengsl.“
100 íslenskar bækur
Eitt hundrað íslenskar bækur eru í
boði á Heimkaup.is. „Ég er með 50-
60 bækur frá Bjarti & Veröld, og svo
er ég að byrja að vinna með Forlag-
inu. Tæknilega get ég unnið með öll-
um íslenskum útgefendum.“
Sigurður nefnir Háskólann á
Akureyri sérstaklega sem spennandi
markað fyrir rafbækur. „Það er af því
að þar eru svo margir í fjarnámi, og
þá kemur rafbókin sterkt inn.“
Sigurður segist hafa staðið í
ströngu í allt sumar enda sé for-
gangsmál að hafa allar bækur að-
gengilegar um leið og skólarnir
byrja.
Þreföldun í rafbókum
Lager Auk þess að selja áþreifanlegan varning selur Heimkaup rafbækur.
Heimkaup.is stefna að því að selja sex þúsund rafrænar námsbækur á þessu ári
Gera samstarfssamninga beint við nemendafélög í háskólum landsins
Netverslun
» Heimkaup er með samninga
við 20 útgefendur rafbóka, og
þar á meðal eru margir þeir
stærstu í heiminum.
» Háskólinn á Akureyri er góð-
ur markaður fyrir rafbækur
vegna mikilla vinsælda fjar-
náms.
Sigurður
Pálsson
milljónum króna, sem jafnframt olli
því að framlegðin dróst saman um
33 milljónir króna milli ára.
Aðrar tekjur og rekstrargjöld
héldust nokkuð óbreytt milli ára.
Alls nam tap Würth fyrir tekjuskatt
tæplega 74 milljónum króna á árinu
2018.
Eigið fé fyrirtækisins undir lok
árs 2018 var um 319 milljónir króna.
Þá voru heildarskuldir 653 milljónir
króna. Eiginfjárhlutfallið var því um
33%.
Würth á Íslandi er að fullu í eigu
Würth International AG.
Tap Würth á Íslandi nam nær 59
milljónum króna á árinu 2018. Það
er umtalsverð aukning frá árinu áð-
ur þegar tapið var ríflega 32 millj-
ónir króna. Þetta kemur fram í árs-
reikningi fyrirtækisins fyrir árið
2018.
Rekstrartekjur Würth drógust lít-
illega saman milli ára og námu um
812 milljónum króna í fyrra. Árið
áður hafði sú upphæð numið tæp-
lega 818 milljónum króna. Á sama
tíma og rekstrartekjur drógust sam-
an hækkaði kostnaðarverð seldra
vara milli ára. Nam aukningin um 27
Nær 60 milljóna króna tap á rekstri
Tap Würth á Íslandi jókst milli ára
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Framkvæmdastjóri Haraldur Leifsson hefur stýrt rekstri Würth á Íslandi.
● Vöru- og þjónustujöfnuður við útlönd
var jákvæður um 9,4 milljarða króna á
öðrum fjórðungi þessa árs. Til sam-
anburðar var jöfnuðurinn neikvæður
um 0,5 milljarða króna á sama tíma ár-
ið 2018, á gengi hvors árs. Þetta kemur
fram í bráðabirgðatölum sem birtar
voru á vef Hagstofunnar.
Umreiknaður viðskiptajöfnuður var
óhagstæður um 42,7 milljarða króna.
Þjónustujöfnuður var aftur á móti hag-
stæður um 52,1 milljarð króna.
Heildarútflutningstekjur á öðrum
ársfjórðungi þessa árs, vegna vöru- og
þjónustuviðskipta, námu 329,2 millj-
örðum króna. Heildarinnflutningur á
vörum og þjónustu nam 319,8 millj-
örðum króna.
Verulega jákvæður vöru-
og þjónustujöfnuður
27. ágúst 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 124.61 125.21 124.91
Sterlingspund 152.21 152.95 152.58
Kanadadalur 93.51 94.05 93.78
Dönsk króna 18.469 18.577 18.523
Norsk króna 13.852 13.934 13.893
Sænsk króna 12.849 12.925 12.887
Svissn. franki 126.18 126.88 126.53
Japanskt jen 1.1681 1.1749 1.1715
SDR 170.66 171.68 171.17
Evra 137.71 138.49 138.1
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.6201
Hrávöruverð
Gull 1495.5 ($/únsa)
Ál 1745.0 ($/tonn) LME
Hráolía 60.11 ($/fatið) Brent
● Fremur rautt var
um að litast í
Kauphöll í gær þar
sem Skeljungur
og Heimavellir
voru einu félögin
sem hækkuðu.
Þannig hækkuðu
bréf síðarnefnda
félagsins um 1,7% í
afar takmörkuðum viðskiptum upp á
1,2 milljónir króna og þá hækkaði Skelj-
ungur um 0,25% í viðskiptum sem
námu tæpum 12,2 milljónum.
Bréf Símans stóðu í stað í ríflega 638
milljóna króna viðskiptum og þá reynd-
ust engin viðskipti með bréf Kviku
banka og Eimskipafélagsins.
Mest lækkuðu bréf Haga eða um
2,6% í tæplega 193 milljóna við-
skiptum. Þá lækkuðu bréf Festar um
1,6% í tæplega 62 milljóna viðskiptum.
Brim lækkaði um 1,4% í 19,9 milljóna
króna viðskiptum og Arion banki fór
niður um 1,2% í tæplega 30 milljóna
króna viðskiptum.Talsverð viðskipti
voru með bréf Marels eða tæpar 246
milljónir króna og lækkuðu bréf félagins
um ríflega 1%.
Aðeins tvö félög hækk-
uðu í Kauphöllinni
STUTT