Morgunblaðið - 27.08.2019, Qupperneq 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2019
1:0 Hákon Ingi Jónsson 8.
1:1 Birkir Valur Jónsson 18.
2:1 Valdimar Þ. Ingimundarson 28.
2:2 Ásgeir Marteinsson 51.
3:2 Geoffrey Castillion 54.
I Gul spjöldSam Hewson, Daði Ólafsson,
Andrés Már Jóhannesson, Ólafur
Ingi Skúlason (Fylki), Ásgeir Börkur
Ásgeirsson, Arnþór Ari Atlason, Val-
geir Valgeirsson (HK).
I Rauð spjöldValdimar Þór Ingumundarson
(Fylki).
FYLKIR – HK 3:2
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson, 3.
Áhorfendur: 911.
MM
Geoffrey Castillion (Fylki)
M
Stefán Logi Magnússon (Fylki)
Ólafur Ingi Skúlason (Fylki)
Daði Ólafsson (Fylki)
Andrés Már Jóhannesson (Fylki)
Valdimar Þór Ingimundarson
(Fylki)
Helgi Valur Daníelsson (Fylki)
Birkir Valur Jónsson (HK)
Ásgeir Marteinsson (HK)
Arnþór Ari Atlason (HK)
Valgeir Valgeirsson (HK)
1:0 Patrick Pedersen 7.
1:1 Hilmar Árni Halldórsson 28.
1:2 Sölvi Snær Guðbjargarson 57.
2:2 Andri Adolphsson 83.
I Gul spjöldSebastian Hedlung, Haukur
Páll Sigurðsson (Val), Alex Þór
Hauksson, Jósef Kristinn Jósefsson,
Baldur Sigurðsson (Stjörnunni).
Dómari: Helgi Mikael Jónasson, 4.
Áhorfendur: 820.
VALUR – STJARNAN 2:2
M
Kristinn Ingi Halldórsson (Val)
Ívar Örn Jónsson (Val)
Andri Adolphsson (Val)
Patrick Pedersen (Val)
Haraldur Björnsson (Stjörnunni)
Hilmar Árni Halldórsson (Stjörnunni)
Sölvi Snær Guðbjargarson (Stjörn-
unni) Eyjólfur Héðinsson (Stjörn-
unni)
Lúkas Kostic er tekinn við þjálfun 1.
deildar liðs Hauka í fótbolta karla og
stýrir liðinu í síðustu fjórum leikjum
tímabilsins. Búi Vilhjálmur Guð-
mundsson hætti með liðið um helgina
en hann tók við af Kristjáni Ómari
Björnssyni snemma á leiktíðinni. Lúk-
as, sem stýrði Haukum 2015-2016,
tekur við liðinu í harðri fallbaráttu.
Portúgalski markvörðurinn Rafael
Veloso hefur yfirgefið knattspyrnulið
ÍBV. Þetta kemur fram á vef Fótbolt-
a.net. Veloso lék sjö deildarleiki með
ÍBV í sumar.
Körfuknattleiksdeild Hauka hefur
samið við Gerald Robinson um að
leika með liðinu næstu tvö ár. Rob-
inson er 35 ára gamall og hefur bæði
bandarískan og hollenskan ríkisborg-
ararétt. Hann lék með Haukum tíma-
bilið 2010-2011 og kom svo aftur til Ís-
lands og lék með Hetti á Egilsstöðum í
1. deildinni frá ársbyrjun 2014 og fram
á vor. Robinson fór til Njarðvíkur fyrir
síðasta tímabil en þeim samningi var
sagt upp og gekk hann þá til liðs við ÍR
þar sem hann fór alla leið í úr-
slitaeinvígið um Íslandsmeistaratit-
ilinn. Robinson, sem kemur til með að
aðstoða Flenard Whitfield undir körf-
unni hjá Haukum,
skoraði 16,4 stig
að meðaltali fyr-
ir ÍR á síðustu
leiktíð og
tók 9,3
fráköst.
Eitt
ogannað
Ólafs Eiríkssonar, sem var í banni, og
var nokkuð öflugur sóknarlega.
Lagði hann upp bæði mörk Vals með
eitruðum fyrirgjöfum. Í fyrra skiptið
á Patrick Pedersen sem kom Val í 1:0
með snyrtilegri afgreiðslu á lofti og
sínu sjöunda marki í sjö leikjum. Í
síðara skiptið með sendingu á Andra
Adolfsson sem lúrði á fjær.
Hilmar Árni Halldórsson var besti
leikmaður Stjörnumanna í gær-
kvöldi. Hann nýtti sér svæðið á milli
varnar- og miðlínu Valsmanna upp á
10 í báðum mörkum Garðbæinga,
jafnaði metin með rakettu á móti
vindi sem Hannes Þór Halldórsson
landsliðsmarkvörður réð ekkert við
og óð svo upp að teig Stjörnumanna
og þræddi knettinum á Sölva Snæ
Guðbjargarson, sem skoraði í sínum
öðrum leik í röð.
Eitt stig á hvort lið gerir það að
verkum að baráttan um Evrópusætið
er enn galopin. Stjarnan hefur 28 stig
í 3. sæti en Valur 25 stig í 5. sæti.
peturhreins@mbl.is
Háspenna í Árbænum
Fylkismenn eru á góðri leið með að
halda sæti sínu í efstu deild eftir 3:2-
sigur liðsins gegn HK á Würth-
vellinum í Árbænum í gær. Hákon
Ingi Jónsson, Valdimar Þór Ingi-
mundarson og Geoffrey Castillion
skoruðu mörk Fylkismanna í leikn-
um en Birkir Valur Jónsson og Ás-
geir Marteinsson skoruðu mörk HK-
inga.
Á 58. mínútu sauð upp úr þegar
Valdimar Þór Ingimundarsyni og
Valgeiri Valgeirssyni lenti saman
með þeim afleiðingum að Valdimar
fékk beint rautt spjald. Þá fengu þeir
Andrés Már Jóhannesson, Ólafur
Ingi Skúlason og Ásgeir Börkur Ás-
geirsson allir gult spjald fyrir sinn
þátt í átökunum en leikstjórn og
frammistaða Egils Arnars Sigur-
þórssonar, dómara leiksins, var KSÍ
ekki til sóma og í raun ekki boðleg
fyrir lið sem spila í efstu deild.
Varnarleikur Árbæinga var ekkert
til að hrópa húrra yfir og þá voru
miðjumenn liðsins afar lengi í gang.
Það var hins vegar Geffreoy Castill-
ion sem reið baggamuninn fyrir
Fylkismenn í gær. HK-ingum gekk
ekkert að ráða við hann og hann plat-
aði varnarmenn liðsins hægri vinstri í
leiknum. Að ná að klára leikinn, ein-
um leikmanni færri í hálftíma, er al-
vöru karakter og Árbæingar geta
gengið stoltir frá borði.
HK-ingar voru ólíkir sjálfum sér í
leiknum og það voru klaufleg ein-
staklingsmistök sem kostuðu þá stig-
in. Það var ekki sami þéttleiki í liðinu
og í undanförnum leikjum og að ná
ekki að pota inn marki, manni fleiri í
30 mínútur, er bara lélegt. Þá var
Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari
liðsins, huglaus á hliðarlínunni en
hann beið fram á 87. mínútu með að
gera tvöfalda sóknarskiptingu, einum
manni fleiri og marki undir.
Fylkismenn eru nú sjö stigum frá
fallsæti þegar fjórar umferðir eru
eftir. Þrátt fyrir að liðið sé nokkuð
öruggt um sæti í deildinni er áttunda
sætið ekkert til að stæra sig af og lið-
ið ætlaði sér mun meira í sumar. HK-
ingar hafa komið öllum á óvart með
frábærri spilamennsku á stórum
köflum í sumar. Það hlaut hins vegar
að koma að því að blaðran spryngi og
nú verður forvitnilegt að sjá hvernig
Kópavogsliðið mætir til leiks í næsta
leik eftir slæmt tap. bjarnih@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Hari
Einvígi Eiður Aron
Sigurbjörnsson og
Þorsteinn Már Ragnarsson
takast á á Hlíðarenda.
Einbeiting Höskuldur
Gunnlaugsson sækir að
Þórði Þorsteini Þórð-
arsyni í Kaplakrika.