Morgunblaðið - 27.08.2019, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 27.08.2019, Qupperneq 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2019 Reykjavík Menn létu ekki rigninguna á sig fá og unnu af krafti við að byggja nýtt hús við Bæjarháls í gær. Steypudælan dældi steypu í mótin og byggingakranarnir hífðu og slökuðu til skiptis. Hari Nú ber nýrra við á hinu háa Alþingi, fregnir berast af því að þingmenn hlaðnir eldmóði að klára þriðja Orkupakkann rífist við gesti sína og skammi þá fyrir að hafa móðgað sig með röngum skoðunum að þeirra mati. Sú var tíð- in að mikilvægt þótti eins og enn í nefndarstarfi Alþingis að fá fram með- og mót-mælendur til að fjalla um kost og löst á þing- málum. Muni ég þetta rétt komu gestir og fluttu sitt mál og sátu svo og svöruðu oft skeleggum spurn- ingum þingmanna um málið en öll efnisleg umræða eða rökræða fór fram milli þingmanna eftir að gestir hurfu af fundi. Nú berast fregnir af því að nánast sé ráðist að gestum með svigurmælum, þeir sagðir móðga háttvirta þingmenn með „heimsku“ sinni og það sé and- styggilegt að hlusta á málflutning þeirra. Svona framkoma er ekki boðleg en um þetta hafa borist fréttir í sumar og þingmenn ráðist að gestunum í fjölmiðlum eftir fundina eða á fasbókinni. Þetta eflir ekki virðingu Alþingis eða auðveld- ar þá mikilvægu vinnu sem Alþingi er falin, að hlusta á öll rök með og móti og leiða mál til lykta. Fram- koma af þessu tagi ber vott um skort á sjáfsvirðingu og þá einnig sjálfstrausti því sá sem hefur það til að bera kemur ekki fram með þess- um hætti. Mig minnir að umdeild mál lentu oft í frysti og frekari vinnslu en nú er öldin önnur „vér einir vitum“ og umræðu er lokið og skítt með þjóð- ina, hún veit ekkert. Þá kemur manni annað mál í hug, Icesave, megnið af þingheimi álykt- aði gegn almannaviljanum þar og varð tvisvar undir í þjóðaratkvæða- greiðslu og svo vann Ísland málið fyrir EFTA-dómstólnum. Íslenska ríkið var sýknað af öllum kröfum ESA. Mikill meirihluti á Alþingi er því ekki vissa um sanngjarna niðurstöðu eða rétta, ekki einu sinni að niðurstaðan standist dómstóla- meðferð. Orkupakka- málið er svo vanreifað að það er skylda Al- þingis að taka það til endurskoðunar, bæði vegna almannaviljans og ekki síður vegna þess að hina færustu sérfræðinga greinir á um afleiðingar máls- ins. Farsæll stjórnmálaleiðtogi keyrir aldrei svona umdeilt mál áfram. „Víðar er Guð en í Brussel.“ Og margir telja að þar snúist allt um markaðinn og dansinn kringum gullkálfinn. Fólkið vill ekki ana út í ófæru, tilfinningin er sú að það sé að gerast og rökræðan er meingöll- uð og málið ekki tilbúið til loka- afgreiðslu á Alþingi því almennt segir fólkið eins og einn oddviti rík- isstjórnarflokkanna sagði svo eftir- minnilega: „Hvað í ósköpunum ligg- ur mönnum á að komast undir sameiginlega raforkustofnun Evr- ópu á okkar einangraða landi með okkar eigið raforkukerfi? Hvers- vegna í ósköpunum hafa menn áhuga á því að komast undir boð- vald þessa stofnana?“ Þarna liggur hundurinn grafinn, ca. 75% fólksins í landinu eru þarna stödd og reiðin kraumar í rík- isstjórnarflokkunum eins og eldur í iðrum jarðar. Hvað gerist eftir 2. september n.k.? Verður niðurstaðan ögrun við þjóðina, lýðræðið og við almenna skynsemi. Stopp, kjörnir fulltrúar Alþingis, gefið tíma og andrúm! Eftir Guðna Ágústsson » Orkupakkamálið er svo vanreifað að það er skylda Alþingis að taka það til endurskoð- unar. Guðni Ágústsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Þingmenn atyrða gesti Alþingis Íslenskum stjórn- málamönnum og emb- ættismönnum ber að setja hagsmuni Ís- lands og Íslendinga í fyrsta sæti í öllum mikilvægum málum og sérstaklega þeim sem snúa að stefnumark- andi málum sem varða verðmætar auðlindir landsins. Náttúru- auðlindir Íslands, svo sem hrein endurnýjanleg orka, hreinar sjávarafurðir, lífrænar land- búnaðarafurðir og íslenska vatnið, munu aðeins hækka í verði vegna mikllar eftirspurnar á nýrri öld náttúru- og umhverfisverndar. Um- hverfisvernd, náttúruvernd og snjallar hugmyndir munu verða helstu þættir samkeppnishæfni á 21. öldinni. Ísland hefur nóg af hreinni endurnýjanlegri orku, hreinu vatni og náttúruauðlindum sem gera Ísland að einu ríkasta og verðmætasta landi heims. Ísland varð frjálst og fullvalda ríki 1. desember 1918, sem er einn merkasti áfangi í sjálfstæðisbaráttu landsins sem hafði þá staðið í hart- nær eina öld. Margir virðast hafa gleymt þeirri miklu baráttu, þraut- seigju og fórn sem brautryðjend- urnir ruddu fyrir þá sem nú njóta ávaxta erfiðisins. Nú er rétti tíminn til að hagsmunagæslan sé undir for- ystu stoltra Íslendinga sem hafa trú á Íslandi og tækifærum Íslands sem eru ótrúlega mörg horft til fram- tíðar. Mikilvægasta hagsmunamál Ís- lands á núverandi öld er að gæta hagsmuna einstakra náttúru- auðlinda landsins sem eru ómenguð fiskimið, heitt og kalt vatn, endur- nýjanleg orka og hreinar landbún- aðarafurðir. Atlaga erlendra aðila að eignarrétti Íslands og Íslendinga mun aukast jafnt og þétt og þess vegna er mikilvægt að Ísland tryggi eignarrétt sinn þar sem verðmæta- sköpun á eftir að aukast. Í ljósi þessa þurfa íslenskir stjórnmála- menn og embættis- menn að gæta al- mannahagsmuna og setja hagsmuni Íslands alltaf í fyrsta sæti. Á undanförnum ár- um hefur undirlægju- háttur og einhver skortur á stolti á Ís- landi meðal stjórn- málamanna og emb- ættismanna aukist til muna. Íslenska emb- ættismannakerfið hef- ur blásið út og verið upptekið við að setja upp gífurlegt kerfi reglugerða og eftirlitsstofnana vegna EES í því skyni að aðlaga Ísland að regluverki ESB sem felur í sér meira ríkisbákn og að hagsmunir Íslands eru ekki alltaf í fyrsta sæti. Í forystusveit ríkisstjórna vantar forystumenn sem hafa sömu ástríðu og þeir stjórnmálamenn sem færðu land- helgi Íslands í 200 mílur og tóku slaginn við erlendar þjóðir og gættu hagsmuna Íslands í hvívetna. Það er skortur á slíkum höfðingjum í dag og þess vegna hefur undirlægju- háttur aukist og staðfesta minnkað til muna, sem er mikið áhyggjuefni. Staðfesta, stolt og framsýni eru þeir þættir sem munu skapa tækifæri Íslands í samskiptum við aðrar þjóðir. Við skoðun málaflokka eins og t.a.m. á sviðum orkumála, sjávar- útvegsmála og nýtingar auðlinda landsins þarf að ganga út frá hags- munum Íslands og setja Ísland allt- af í fyrsta sæti. Sú krafa mun aðeins aukast og því skiptir miklu máli að stjórnmálaflokkar og embættis- menn tileinki sér ný vinnubrögð á nýrri öld. Vinnubrögð undirlægju- semi, stefnuleysis og skorts á framtíðarsýn annarrar en að taka upp lög og reglugerðir frá öðrum ríkjum og á sama tíma tala niður Ís- land í samskiptum við aðrar þjóðir eru algerlega ólíðandi. Við þurfum forystumenn sem standa í lappirnar og hafa samningatækni til að ná hagstæðum samningum við aðrar þjóðir. Miðstýring og undirgefni hefur ekki gefist þjóðum vel og geta Grikkir og fleiri þjóðir Evrópu vitn- að um það. Ísland á að stefna á við- skipti við leiðtogaþjóðir heimsins á jafningjagrundvelli og hafa hags- muni Íslands alltaf í heiðri. Stolt og snjallt Ísland á 21. öldinni Samkeppnishæfni Íslands hefur aldrei verið meiri í samanburði við önnur lönd vegna einstakrar stað- setningar landsins, öflugs lífeyris- kerfis og náttúruauðlinda sem munu eingöngu hækka í verði. Hug- vit og snjallar hugmyndir eru hluti af nýsköpun sem er í fjölbreyttu og hugmyndaríku umhverfi frum- kvöðla. Í umræðu um alþjóða- viðskipti meðal stjórnmálaflokka og embættismanna virðist sem Evrópa sé eina heimsálfan sem Ísland eigi viðskipti við. Samt eru Bandaríkin efnahagsvélin sem keyrir áfram efnahagskerfi heimsins en virðast ekki njóta sannmælis í umræðu um alþjóðaviðskipti, þrátt fyrir að flest bestu fyrirtæki heims séu banda- rísk. Það þarf hugafarsbreytingu á Íslandi sem opnar augu manna fyrir því að það eru til fleiri heimsálfur en Evrópa og margar eru þær mjög öflugar í efnahagslegu tillti. Aukin samskipti við Bandaríkin og Kína hljóta að teljast mikil tækifæri og vonandi fara þeir sem mest aðhyll- ast ríkisstyrktan landbúnað Evr- ópusambandsins og telja að Evrópa sé fyrirheitna landið að opna augun fyrir miklu stærri og öflugri mörk- uðum sem munu verða framtíð- armarkaðir Íslands horft til langs tíma. Eftir Albert Þór Jónsson »Mikilvægasta hags- munamál Íslands á núverandi öld er að gæta hagsmuna ein- stakra náttúruauðlinda landsins. Albert Þór Jónsson Höfundur er viðskiptafræðingur, með MCF í fjármálum fyrirtækja og 30 ára starfsreynslu á fjármálamarkaði. albertj@simnet.is Hagsmunir Íslands í fyrsta sæti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.