Morgunblaðið - 27.08.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.08.2019, Blaðsíða 32
Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 Laura Ashley á Íslandi 40-70% afsláttur af völdum vörum ÚTSALA Opið virka daga kl. 10-18, lokað laugardaga Hljómsveitin Gaukshreiðrið kemur fram á djasskvöldi Kex hostels í kvöld kl. 20.30. Sveitina skipa Sölvi Kolbeinsson á saxófón, Mika- el Máni Ásmundsson á gítar, Anna Gréta Sigurðardóttir á píanó, Birgir Steinn Theódórsson á kontrabassa og Magnús Trygvason Eliassen á trommur. Aðgangur að tónleik- unum er ókeypis. Gaukshreiðrið leikur djass á Kex hosteli ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 239. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Breiðablik hélt lífi í titilbaráttunni í úrvalsdeild karla í fótbolta með 4:2-sigri á FH eftir að hafa lent 2:0 undir snemma leiks. Blikar eru sjö stigum á eftir toppliði KR. Þrjú stig skilja nú að Stjörnuna í 3. sæti og Fylki í 8. sæti, en Stjarnan gerði 2:2-jafntefli við Val í dramatískum leik í gær og fjörið var ekki minna í 3:2-sigri Fylkis á HK. »26 og 27 Blikar berjast enn við KR um titilinn ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Ísland kemur vel út þegar árang- ur yngri landsliða í Evrópu í handknattleik í sumar er skoð- aður. Evrópska handknattleiks- sambandið, EHF, tók saman lista yfir árangur þjóða í yngri landsliðum bæði karla og kvenna. Þegar allt er lagt saman er Ísland í 8. sæti. Ef aðeins er horft til árangurs yngri karlalandsliðanna er Ísland í 2.-4. sæti ásamt Spánverjum og Svíum. Eru þær þjóðir með 156 stig og aðeins tveimur stigum á eftir Ungverjum. »25 Handboltastrákar Íslands í 2.-4. sæti Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sunna Olafson Furstenau hefur ver- ið áberandi sem stjórnarmaður í Þjóðræknisfélagi Íslendinga í Norð- ur-Ameríku, INLofNA, undanfarinn áratug og þar af sem forseti 2016- 2018. 17. júní síðastliðinn stóð hún að stofnun Þjóðræknisfélags Íslend- inga í Bandaríkjunum, INLUS, í þeim tilgangi að tengja fólk, félög og fyrirtæki í Bandaríkjunum traustari böndum og þannig styrkja og efla ís- lenska arfleifð. INL var stofnað í Kanada fyrir rúmri öld og fór fyrsta ársþingið fram í Winnipeg 1919. Þjóðræknis- félag Íslendinga, ÞFÍ, var stofnað 1. desember 1939 og var 80 ára afmæl- isþing haldið í fyrradag. Félögin hafa unnið vel saman og Sunna segir að engin breyting verði þar á. INLUS sé hluti fjölskyldunnar og öllum opið og þátttaka þar hafi engin áhrif á þátttöku í INLofNA eða ÞFÍ. „Þetta snýst fyrst og fremst um mis- munandi skattareglur í sambandi við frjáls framlög í Kanada og Banda- ríkjunum,“ segir hún. Bandarísk Íslendingafélög hafa alla tíð verið í miklum minnihluta í INLofNA. Sunna vekur athygli á því að fólk af íslenskum ættum búi í öll- um ríkjum Bandaríkjanna og með stofnun INLUS vilji hún ná til þessa hóps. Einstaklingarnir þurfi ekki að vera meðlimir í einstökum sam- tökum heldur hafa áhuga á ein- hverju sem tengir þá við Ísland og íslenska menningu. „Við einblínum ekki eingöngu á Íslendingafélögin heldur líka á einstaklinga, fjöl- skyldur og fyrirtæki, sem hafa áhuga á einhverju sem tengist Ís- landi.“ Kynningarstarf INLUS er með heimasíðu (www.INLUS.org) og stjórn félags- ins hefur gefið út upplýsingabækl- ing, sem dreifa á víða í Bandaríkj- unum, meðal annars á norrænum viðburðum. „Við viljum að Ísland og íslensk málefni verði sýnilegri á þessum vettvangi en nú er,“ segir hún og vísar til þess að hún sjái fyrir sér þátttöku af íslenskum meiði með ýmsum hætti, meðal annars með ferðakynningum, íslensku listafólki og svo framvegis. Sunna bendir á að erfitt hafi verið að fá styrki frá INLofNA til málefna í Bandaríkjunum, en INLUS hafi þegar veitt skólastyrk til íslensku- náms við Háskóla Íslands og komi til með að styrkja bandaríska þátttak- endur í Snorraverkefninu á Íslandi, verkefni sem miðar að því að tengja ungmenni vestra af íslenskum ætt- um við Ísland. Samfélagsmiðlar gegna mikil- vægu hlutverki í starfi INLUS. Sunna segir að þeir verði óspart not- aðir til þess að ná til fólksins og netið nýtist vel til ýmissa samskipta. „Til- gangurinn er að tengja fólk með svipuð áhugamál eins og til dæmis prjónaskap eða bóklestur með það í huga að rækta íslenska garðinn í Bandaríkjunum.“ Morgunblaðið/Eggert Forystukonur Bevery-Arason Gaudet, forseti INLofNA, Hulda Karen Daníelsdóttir, formaður ÞFÍ, og Sunna Pam Furstenau, forseti INLUS, á afmælisþinginu á Icelandair Hotel Natura um helgina. Rækta íslenska garð- inn í Bandaríkjunum  Sunna Olafson Furstenau hefur stofnað þjóðræknisfélag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.