Morgunblaðið - 27.08.2019, Side 22

Morgunblaðið - 27.08.2019, Side 22
22 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2019 30 ára Högni er fæddur í Reykjavík og uppalinn á Egils- stöðum. Hann býr nú í Keflavík. Hann er verk- efnastjóri hjá Ice- landair, er með BS í viðskiptafræði frá HÍ og MA í viðskiptafræði frá Heriot-Watt háskóla í Edinborg í Skotlandi. Hann er þá stúdent frá Fjölbrautaskóla Suð- urnesja. Maki: Fanney Þórunn Kristinsdóttir, f. 1991, hárgreiðslukona frá Keflavík. Börn: Einar Helgi, f. 2015, og Berglind Mía, f. 2018. Foreldrar: Helgi Jensson, f. 1962, sýslu- fulltrúi, býr á Egilsstöðum, og Kristín Björg Albertsdóttir, f. 1963, fram- kvæmdastjóri í Sólheimum, Grímsnesi. Högni Helgason Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þér finnast alls kyns áhrif steðja að þér svo þú átt erfitt með að vinna úr þeim. Vertu staðföst/fastur og þá fer allt vel að lokum. 20. apríl - 20. maí  Naut Það liggur vel á þér í dag. Háttvísi, nærgætni, einlægni og þokka stafar af þér. Þér er lagið að sannfæra hvern sem er. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert skapandi og skemmtileg/ ur og átt auðvelt með að kenna öðrum eitt og annað. Hlustaðu vel og gefðu af sjálfri/ um þér. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Láttu ekkert koma þér úr jafnvægi því flestir er ekki þess virði. Mundu að það er undir þér komið að gera rútínuna þína nógu skemmtilega. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ættir að hugsa vel um hvert þú vilt stefna í starfi. Láttu stoltið ekki hindra þig í að leita aðstoðar annarra. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Einhvern veginn hefur það þróast þannig að þú ert með puttann í næstum hverju sem er á þínum vinnustað. Hlust- aðu á góðar ábendingar um viðskipti. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert staðráðin/n í að leggja mikið á þig til þess að auka tekjurnar núna. Vertu lítillát/ur og réttlát/ur því það mun tryggja þig hvað sem öðru líður. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þótt það sé ágætt að hafa nóg að gera verður þú að varast að taka að þér of mörg verkefni í einu. Gættu þess að missa ekki yfirsýnina. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er ekkert vit í öðru en að hafa alla hluti á þurru þegar taka þarf ákvörðun í mikilvægu máli. Haltu vöku þinni og gerðu því viðeigandi ráðstafanir. 22. des. - 19. janúar Steingeit Einhver mun koma þér svo á óvart að þú verður að játa þá staðreynd að aldrei skyldi dæma eftir útlitinu einu sam- an. Mundu að orða allt á einfaldan hátt. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú færð tækifæri til að gera það sem þú hefur aldrei komið nálægt áð- ur. Ekki búast við göfuglyndi af einhverjum sem hefur aldrei sýnt það áður. 19. feb. - 20. mars Fiskar Rannsóknir þínar leiða margt ánægjulegt í ljós. Haltu þig við áætlanir þínar og fáðu alla þá í lið með þér sem þú mögulega getur. reyndar slæm spá fyrir daginn en það er bara gott: Þá get ég verið meira inni,“ segir Jóna glettin. „En ég hlakka til að eyða stóra deginum með þessum fjöruga hópi. Ég gæti ekki hugsað mér betra fólk til að gleðjast með mér í dag.“ Fjölskylda: Maki Jónu er Gunnar Egilsson, tali nú ekki um barnahópinn … þar er hver höndin upp á móti annarri: Ég hrósa happi á meðan ekki brjót- ast út slagsmál!“ segir Jóna hlæj- andi. Að sögn Jónu verður afmælisdag- urinn spennandi og búið að ráðgera eitt og annað. Dagskráin endar með sameiginlegum kvöldverði. „Það er J óna Sigurlaug Friðriks- dóttir er fædd 27. ágúst 1969 á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hún ólst upp á Svalbarðsströnd í Suður- Þingeyjarsýslu, gekk í Barnaskóla Svalbarðsstrandar til tólf ára aldurs og lauk grunnskólagöngu í Hrafna- gilsskóla í Eyjafirði. Eins og Jóna orðar það, tók það hana 25 ár að ljúka stúdentsprófi, „sem hlýtur að vera einhvers konar met,“ segir hún. Hún er með BA-gráðu í fjöl- miðlafræði frá Háskólanum á Ak- ureyri og viðbótardiplómu í safna- fræði frá Háskóla Íslands. Jóna tók við stöðu safnstjóra á Iðnaðarsafn- inu á Akureyri í vor en þar áður hafði hún starfað þar sem safnvörð- ur í fimm ár. Jóna hefur annars fengist við ým- islegt í gegnum tíðina, enda byrjaði hún að sögn að vinna átta ára göm- ul. Þá fór hún með móður sinni og vann eftir hádegi á kjúklingaslát- urhúsi. Unglingur vann hún hjá Kaupfélagi Svalbarðseyrar, í kart- öfluverksmiðjunni, í kjötdeildinni og sláturhúsinu. Þá vann Jóna hjá Sambandsverksmiðjunum á Ak- ureyri (Álafossi), í kjörbúðum KEA, í heimaþjónustu Akureyrarbæjar og á tannlæknastofu. Jóna var þá kúa- bóndi í ellefu ár, ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum. Jóna kveðst ekki mikið fyrir að vera alvarleg og hún nýtur sín að sögn best í góðra vina hópi. „Ég er svo lánsöm að eiga marga virkilega góða vini, suma þeirra allt frá því í barnaskóla,“ segir Jóna. Hún segist hins vegar vera farin að „togast á við aldurinn“ og finnst nú allra best að vera heima í rólegheitum með eiginmanninum. Jóna ver afmælisdeginum á Spáni í faðmi fjölskyldunnar. Með henni þar eru eiginmaður hennar, börnin fjögur, tengdabörnin þrjú og son- arsonurinn. „Mér fannst þetta á einhverjum tímapunkti frábær hug- mynd, svona notalegt fjölskyldufrí eins og maður sér á samfélags- miðlum að aðrir gera. Raunveru- leikinn er hins vegar sá að ég kann best við mig í kuldanum heima á Ís- landi og er raunar alveg að bráðna úr hita hér í landi sólarinnar, svo ég sölumaður, f. 14. desember 1966. Foreldrar hans eru hjónin Stefán Egill Jónsson, bóndi á Syðri- Varðgjá í Eyjafjarðarsveit, f. 10. október 1927, d. 23. apríl 2015, og Þórdís Þórólfsdóttir, húsfreyja á sama stað og verkakona, f. 4. mars 1932, d. 24. ágúst 1984. Börn Jónu eru 1) Helga Margrét Jóna Sigurlaug Friðriksdóttir, safnstjóri á Iðnaðarsafninu á Akureyri — 50 ára Fjölskylda Jóna og börnin, daginn sem hún útskrifaðist með BA-gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri. Í fríi, eins og á samfélagsmiðlunum Stigið á pall Börn Jónu flytja lag í brúðkaupi. Textanum var snarað á ís- lensku með Google Translate og að sögn Jónu var útkoman „skelfileg“. Jóna hefur verið safnstjóri á Iðnað- arsafninu á Akureyri frá því í vor. 60 ára Lárus er fæddur í Reykjavík, uppalinn á Suð- urnesjum og býr nú í Hafnarfirði. Hann er leiðsögumaður og er með BS í jarðfræði frá 1984 og MS í um- hverfis- og auðlindafræði frá 2010. Eiginkona: Kristín Stefánsdóttir, f. 1964, úr Reykjavík, förðunarmeistari og snyrti- fræðingur. Börn: Svanberg Rúnar, f. 1989, Ástvald- ur, f. 1991, Stefán Örn, f. 2003, og Jó- hann Örn, f. 2005. Foreldrar: Ástvaldur Eiríksson, f. 1938, eldvarnarsérfræðingur, var varaslökkvi- liðsstjóri á Keflavíkurflugvelli um árabil, og Katla Ólafsdóttir, f. 1936, d. 2012, húsmóðir, síðast bús. á Álftanesi. Lárus Rúnar Ástvaldsson Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.