Morgunblaðið - 27.08.2019, Page 17

Morgunblaðið - 27.08.2019, Page 17
✝ Hrafnhildur Jó-hannsdóttir fæddist í Reykja- vík, 8. ágúst 1947. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 16. ágúst 2019. Foreldrar henn- ar eru Erna Vig- fúsdóttir, f. 24.6. 1929, og Jóhann Friðfinnsson, f. 3.11. 1928. Erna og Jóhann slitu snemma samvistum og ólst Hrafnhildur upp á heim- ili föðursystur Ernu í Reykja- vík, hjá þeim Þorbjörgu Vig- fúsdóttur, f. 17.7. 1905, d. 28.12. 1991, og Júlíusi Evert, f. 27.1. 1895, d. 23.5. 1981. Systkini hennar sam- feðra eru: Ást- þór, f. 21.6. 1955, Kristín, f. 11.1. 1960, Jó- hann Þorkell, f. 11.5. 1961, Dav- íð, f. 21.6. 1965, og Vigdís, f. 3.10. 1969. Systkini hennar sammæðra eru Birna Arnbjörnsdóttir, f. 11.3. 1952, og Ólafur Jón Arnbjörnsson, f. 10.12. 1953. Uppeldisbróðir hennar var Ólafur Júlíusson, f. 25.11. 1938, d. 18.12. 2010. Sambýlismaður Hrafnhild- ar er Valgarður Gunnars- son, f. 27.9. 1952. Sonur þeirra er Gunnar Steinn, f. 6.9. 1987, kærasta hans er Bergþóra Friðriksdóttir, f. 29.4. 1991. Með Árna Þór- arinssyni átti hún Pétur Hrafn, f. 11.1. 1974. Sam- býliskona hans er Hólm- fríður D. Jónsdóttir og dótt- ir þeirra Margrét Fríða, f. 10.5. 2017. Hrafnhildur stundaði nám við Ísaksskóla og síðar Gagnfræðaskóla Vestur- bæjar en árið 1966 fluttist hún til Danmerkur og lærði við lýðháskóla í Kaupmanna- höfn. Hún starfaði hjá bóka- forlaginu Gyldendal, dag- blaðinu Aktuelt og heim flutt 1971 hjá m.a. Iscargo, Bókaverslun Snæbjarnar, Eymundsson og síðast hjá Pósti og síma. Útför Hrafnhildar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 27. ágúst 2019, klukkan 15. Þegar ekkert verður meira sagt, ekkert fleira gert og engu breytt þá gerir það sorg- ina bærilegri að hún Hrafn- hildur stóra systir mín skildi eftir endalaust af góðum minn- ingum. Hvað ég átti góða stóru systur, og hvað ég kveið þessari stund. Hrafnhildur sem okkur þykir svo ofur vænt um. Hún var svo mikið uppá- halds og við hugsuðum aldrei alla leið að hún gæti horfið úr lífi okkar svo óvænt. Margs er að minnast frá liðnum áratugum. Ég smá- strákskarfur utan af landi sem ekkert kunni, en vissi fátt merkilegra en að eiga systur í Reykjavík. Heimsdömu, um- vafða ævintýraljóma. Heim- sókn á Bárugötuna til Þor- bjargar og Júlla, þar sem Hrafnhildur bjó ung stúlka. Fimmbíóferðir, læra um tón- list og bækur. Dagar í Kaup- mannahöfn, kynnast Kind of blue og Ibiza á hárréttu augnabliki. Þótt hafi verið nokkur ár á milli okkar og við ekki alin upp saman, þá stóð það ekki í vegi fyrir að hún leyfði mér að taka þátt í lífi sínu. Og árin liðu. Hrafnhildur eignaðist þá góðu drengi Pétur Hrafn og Gunnar Stein og bjó ásamt Valgarði sambýlismanni sínum á Öldugötunni og þang- að var ekki leiðinlegt að koma í heimsókn til góðra vina. Seinna áttum við Hrafnhildi að á sumrin, þegar hún aðstoðaði okkur Kötu vestur á Snæfells- nesi, svo fátt eitt sé talið. Vin- ir alla ævi. Hvað það er dýr- mætt. Margar samræðurnar áttum við og stundum ekki sammála, en það var í góðu lagi. Hún var svo skemmtileg og víðsýn, hún Hrafnhildur, meira að segja þótt hún hljómaði stundum svolítið hornótt. Það var reynsla mín af henni stóru systur að ef hún sagði að eitt- hvað væri ekki í lagi, þá var hægt að treysta því að það væri ekki í lagi. Eftir að hafa rætt málin við hana brást ekki að þar kvaddi bjartsýnni og betri maður. Þegar ný kynslóð bættist í fjölskylduna var því eins farið. Allir sóttu í að vera hjá Hröbbu. Nú finnst mér sem ég hafi komið eitthvað svo allt of sjaldan í seinni tíð og látið landshorn og álfur bera á milli. Þegar Hrafnhildur er ekki lengur verða öll orð eitthvað svo fátækleg. Vonandi bar ég gæfu til að segja henni einhvern tímann hversu undurvænt mér þótti um hana og hvað hún gaf mér mikið. Þakkarskuld, sem ég mun aldrei geta endurgreitt. Við ótímabær leiðarlok langar mann til að öskra á óréttlætið sem tilveran ber á borð með því góða, en það er ekki til neins. Henni Hrafn- hildi hefði sennilegast ekki þótt það í lagi. Hjá mínu fólki er hennar sárt saknað. Þeir syrgja yndis- lega frænku sem var á pari við bestu ömmu, drengir Svan- hildar dóttur minnar. Enn ein kynslóðin sem kynntist því að fá að vera í návist hennar, því miður allt of skamma stund. Við minnumst alls þess sem prýddi yndislega konu og við vorum svo lánsöm að fá að njóta lífsins með um stund og munum héðan í frá njóta vængjasláttar hennar í hjart- anu. Fyrir það er ég þakk- látur. Það er ekki svo lítið sem hún skildi eftir handa okkur. Elsku vinir og frændur, Val- garður, Gunnar Steinn, Pétur Hrafn og fjölskylda ykkar, hugur okkar Kötu er hjá ykk- ur á sorgarstundum. Ykkar missir er mikill. Ástþór Jóhannsson. Fyrir hálfri öld lágu leiðir fimm síðhærðra táningspilta saman sem úr varð traust vin- átta alveg fram á þennan dag. Fljótt fjölgaði í hópnum þegar piltarnir hver af öðrum kynnt- ust mökum sínum. Hrafnhild- ur var síðust í hópinn fyrir þó nærri 40 árum. Það kom fersk- ur blær með henni og hún var á margan hátt lífsreyndari. Skörp en ákveðin var hún fljót að láta til sín taka. Það var stutt í húmorinn og þegar henni fannst karlremban í okkur vera úr hófi gengin þá svarði hún fullum hálsi og tók okkur aftur niður á jörðina. Þar kom eyjablóðið í henni sterkt fram. Í þjóðfélagsum- ræðunni var hún réttsýn og þoldi ekki órétti. Á þessum langa tíma hefur margt verið gert, mikið hlegið og óspart gert grín hvert að öðru. Unglingsárin rifjuð upp og sömu gömlu sögurnar úr bernskunni sagðar með reglu- legu millibili og alltaf hlegið jafn mikið. Fastar samveru- stundir eins og þrettándagleði, sumardagurinn fyrsti og margar utanlandsferðir fórum við saman þar sem Hrafnhild- ur naut sín einstaklega vel. Hún var endalaust þakklát fyrir vinskapinn og var ófeim- in við að segja okkur það. Það lýsir henni vel og yljar í minn- ingunni. Nú þegar komið er að leið- arlokum viljum við þakka Hrafnhildi fyrir trausta og innilega vináttu og að hafa auðgað okkar líf í gegnum tíð- ina. Elsku Valgarður, Pétur og Gunnar Steinn, innilegar sam- úðarkveðjur. Minningin um Hrafnhildi mun lifa og vonandi hjálpa ykkur á þessum erfiða tíma. Skátagengið, Garðar og Sigríður, Stefán og Hulda, Björn J. og Guðrún, Björn H. og Berglind. Hrafnhildur Jóhannsdóttir HINSTA KVEÐJA Ég horfi til baka yfir rúma hálfa öld, okkar vin- skap, tengsl fjölskyldunn- ar og kynslóðanna og þakka englunum þann ör- lagaríka dag sem við urð- um vinkonur. Þessi vænt- umþykja hverfur ekki þó ég geti ekki lengur hringt til að heyra rödd þína, hlegið með þér og að kald- hæðni þinni, eða strokið þér um mjúkan vangann. Gæfa mín eru þó tengslin við Valla og strákana þína og að geta fylgst með ömmugullinu þínu dafna. Missir þeirra er mikill, en öll eigum við dýrmætar minningar um þig sem lina óbærilegan söknuð. Hvíl í friði, elsku vinkona mín. Við Gunnar, Kalli og Zakki þökkum þér tryggðina og einstakan vinskap og vottum að- standendum okkar dýpstu samúð. „Þar sem þú eitt sinn varst er gjá í veröldinni, sem ég arka stöðugt kringum á daginn og hryn ofan í á nóttunni, ég sakna þín óendanlega.“ (Edna St. Vincent Millay) Toby Sigrún Herman. MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2019 ✝ Jóna Sigur-björg Jóhannesdóttir Wedholm fæddist í Pétursborg á Búðum, Fá- skrúðsfirði, 24. október 1924. Hún lést á Hrafn- istu, Laugarási, 15. ágúst 2019. Foreldrar hennar voru Guð- finna Árnadóttir, f. 26.9. 1899, d. 17.7. 1971, og Samúel Jó- hannes Michelsen, f. 3.10. 1891, d. 18.1. 1969. Systkini Jónu eru: Þórunn, f. 1.12. 1915, d.12.3. 1989, Guðrún, f. 13.2. 1922, d. 4.11. 2015, Ingibjörg, f. 9.5. 1923, d. 16.3. 1924, Jak- ob. f. 7.3. 1926, d. 27.4. 1985, Friðrik, f. 15.5. 1927, d. 2.5. 1981, Árni, f. 10.11. 1929, d. 12.11. 1929, Sverrir, f. 11.11. 1930, d. 20.6. 2000, Ása, f. 16.5. 1933, d. 4.9. 1979, Vignir, f. 27.6. 1935, d. 8.8. 1997, Er- lendur, f. 10.10. 1937, og Jó- hannes, f. 16.6. 1944. Jóna ólst upp á Gimli á Búð- areyri við Reyðarfjörð frá sex ára aldri hjá móðurbróður sín- um Jóni Elísi Árnasyni og konu hans Guðrúnu Bjarneyju Valdórsdóttur. Þar eignaðist ii) Ólöf, f. 21.1. 1980, maki Guðmundur Kristjánsson, þau eiga Kristján, Soffíu Margréti og Gunnar Gylfa. iii) Erlen Björk, f. 19.2. 1981, gift Kristni Ottasyni, þau eiga Almar, Agnesi og Otta Þór. 3) Regína, f. 13.12. 1957, gift Birni Gunnlaugssyni. Börn þeirra: i) Jóna Karen, f. 26.3. 1981, maki Albert Ásvaldsson. Þau eiga Stellu og Erik Ása. ii) Stella, f. 9.7. 1986, d. 10.4. 2005. iii) Gunnlaugur, f. 13.9. 1991, maki Ji Yeon Kim. Jóna og Gunnar bjuggu á Eskifirði þar til þau fluttu í Tjarnarból 6 á Seltjarnarnesi 1972. Hún vann á sínum yngri ár- um ýmis störf, t.d. við Lands- símann á Reyðarfirði og síðar á Eskifirði. Meðan dæturnar uxu úr grasi var hún heima- vinnandi húsmóðir en vann við síldarsöltun á síldarárunum og síðar í Bókabúð Pönt- unarfélags Eskfirðinga. Eftir að fjölskyldan flutti suður vann hún í Pharmaco, síðar sem upplýsingafulltrúi á Landspít- alanum og loks á bókhalds- deild skrifstofu Ríkisspítala þar sem hún endaði starfsævi sína. Jóna bjó í Tjarnarbóli tæp 50 ár þar til hún flutti á Hrafnistu í Reykjavík þar sem hún lést. Útför Jónu fer fram frá Sel- tjarnarneskirkju í dag, 27. ágúst 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. hún þrjú uppeld- issystkini: Erlu, f. 24.5. 1932, d. 16.4. 2010, Pál Þór, f. 5.9. 1940, d. 20.2. 2014, og Árna Valdór, f. 13.2. 1945. Hún gekk í Grunnskóla Reyðarfjarðar og fór síðan í Alþýðu- skólann á Eiðum. Jóna giftist Gunn- ari Wedholm Stein- dórssyni 25.1. 1947, sjómanni og síðar sýsluskrifara á Eski- firði og tollfulltrúa í Reykja- vík, f. 17.11. 1922, d. 7.3. 2000. Dætur Jónu og Gunnars eru: 1) Bjarney Kristín, f. 15.8. 1946, gift Gunnari Vilhelmssyni. Börn þeirra: i) Hrund, f. 3.10. 1969, d. 29.5. 2014, gift Einari Magnúsi Magnússyni, dóttir þeirra Auður, f. 31.8. 2004, d. 31.8. 2004. ii) Arnar, f. 14.5. 1972, kvæntur Guðlaugu Norð- dahl Elliðadóttur. Þau eiga: Loga, Vöku og Melkorku, maki Sveinn Fannar Daníelsson, og barn þeirra Sigurður Daníel. 2) Soffía, f. 13.10. 1950, d. 26.10. 2016, gift Helga Björns- syni. Börn þeirra: i) Gunnar, f. 16.2. 1975, kvæntur Þóru Björk Eysteinsdóttur, þau eiga Helga Val og Baltasar Mána. Í dag kveðjum við ömmu okk- ar. Missirinn er mikill en við er- um heppin að hafa haft hana svona lengi hjá okkur. Þrátt fyrir háan aldur var hún með allt á hreinu fram á síðasta dag. Hún fylgdist vel með því sem fram fór hjá stór- fjölskyldunni sem og öllu sem gekk á í þjóðfélaginu. Amma var ákaflega vel lesin og tæknivædd. Hún keypti sína fyrstu tölvu þegar hún hætti að vinna og það var ein fyrsta tölv- an sem við munum eftir að hafa séð í heimahúsi. Hún eignaðist sína fyrstu spjaldtölvu þegar hún var að nálgast nírætt og notaði hana jafnt til þess að hlusta á hljóðbækur og halda sambandi við barnabörnin sem bjuggu erlendis. Hún var mikil handavinnu- kona og eigum við margar góðar minningar af henni og móður okkar þar sem þær sátu saman hlæjandi og hekluðu milliverk. Amma var hlý og róleg kona sem tókst á við lífið og áföll af æðruleysi og yfirvegun. Það var alltaf svo yndislegt að koma til hennar í Tjarnarból og síðar á Hrafnistu og ræða um daginn og veginn. Móttökurnar voru ávallt höfðinglegar og áhuginn sem hún sýndi okkur og fjöl- skyldum okkar var einlægur. Takk fyrir allar minningarnar elsku amma, minning þín lifir. Gunnar, Ólöf og Erlen Björk. Jóna tengdamóðir mín, sem ég kallaði alltaf Diddu, hefur kvatt þennan heim eftir langa og viðburðaríka ævi. Didda og tengdafaðir minn Gunnar Wedholm voru góð- hjörtuð og samhent hjón. Þau tóku þá stóru ákvörðun að flytja árið 1972 til höfuðborgarinnar frá æskustöðvum sínum á Aust- fjörðum, fallegu heimili á Eski- firði og vinum til að vera í meiri nálægð við dætur sínar. Yngsta dóttirin Regína var þá að hefja nám í Menntaskólanum í Reykjavík. Eldri dæturnar Soffía og Bjarney voru þá þegar fluttar úr foreldrahúsum og báðar búsettar í Reykjavík. Kynni okkar Diddu hófust ár- ið sem hún flutti að austan en þá vorum við Soffía að byrja í sambúð. Frá fyrstu stundu var nærvera og kærleikur hennar og Gunnars okkur Soffíu og síð- ar einnig börnum okkar og barnabörnum afar dýrmæt. Á ég og fjölskylda mín margar góðar og eftirminnilegar minn- ingar frá samverustundum okk- ar bæði á suðvesturhorni lands- ins og í sumarbústaðnum í Landbrotinu. Sameiginlegur áhugi okkar Diddu á ljóðlist og íslensku máli var oft tilefni góðrar og gjarnan langrar umræðu. Ekki vorum við alltaf sammála en ágrein- ingur okkar í milli á þessum vettvangi var til þess eins að krydda líflegar samræður og var hann oftast leystur með uppflettingum í ljóða- eða orða- bókum. Mörg af þjóðskáldum okkar voru okkur báðum kær en Páll Ólafsson skipaði sérstakan sess í hjarta okkar beggja. Um- fram mig gat Didda þó státað af því að vera skyld karlinum. Didda sem var heimakær var einnig afar róleg kona og yfir- veguð. Kom það vel í ljós á erf- iðum stundum í lífi hennar. Al- varlegum veikindum sínum á árunum 1986 til 1992 mætti hún af æðruleysi og hafði loks betur í baráttunni við illvígan sjúk- dóm. Fráfall Gunnars árið 2000 markaði eðlilega sín spor í lífi hennar. Þá eins og við fráföll annarra ættingja og ástvina bar hún tilfinningar sínar ekki á torg. Didda hélt andlegri heilsu til hinstu stundar en líkamlegur þróttur hennar fór þverrandi síðustu ár. Á kveðjustundu er mér virð- ing og þakklæti efst í huga. Hafðu þökk fyrir allt og allt, Didda mín. Blessuð sé minning tengda- móður minnar. Helgi. Þegar við hjónin litum inn hjá Jónu Sigurbjörgu, mágkonu minni fyrir skömmu, virtist svo að hún væri að ná sér eftir þrá- láta vanheilsu. En sú var ekki raunin. Jóna hefði orðið 95 ára í október næstkomandi og var hún lengst af við góða heilsu. Hún giftist 1947 bróður mínum Gunnari Wedholm Steindórssyni sem lést 7. mars 2000. Fyrstu 25 árin bjuggu þau á Eskifirði en fluttu suður, nánar tiltekið á Seltjarnarnesið, árið 1972. Eftir það vorum við sveitungar og samskiptin urðu tíðari og nánari og er margs að minnast. Það var mikið áfall þegar Gunnar lést en Jóna tók því með æðru- leysi sem hún sýndi einnig við fráfall dóttur sinnar og tveggja barnabarna. Jóna var afar hlý og ljúf í öll- um samskiptum og hafði afar góða nærveru. Hún var bók- hneigð, las mikið og fylgdist vel með þjóðfélagsumræðunni. Hún hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum en flíkaði þeim ekki nema henni þætti ástæða til. Eftir að hún lét af störfum fyrir aldurssakir fór hún að sinna ættfræði, sem hún hafði áður mikinn áhuga á. Jóna var afar minnisgóð og var haf- sjór af fróðleik um ættfræði og önnur fræði sem hún hafði kynnt sér. Jóna reyndist bróður mínum góður lífsförunautur og annaðist fjölskyldu sína svo mikill sómi var að. Heimsóknir okkar í Tjarnarbólið voru ávallt ánægjulegar bæði hvað gestrisni varðaði og svo kom maður aldr- ei að tómum kofunum hjá Jónu í umræðum um menn og málefni. Jónu verður sárt saknað. Við færum dætrum hennar, tengda- börnum og afkomendum þeirra okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Ég og fjölskylda mín eigum góðar endurminningar um Jónu sem við erum þakklát fyrir. Megi góður guð blessa minn- ingu Jónu Sigurbjargar Jóhann- esdóttur. Örn Marinósson. Jóna S. Jóhannes- dóttir Wedholm Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.