Morgunblaðið - 27.08.2019, Síða 13

Morgunblaðið - 27.08.2019, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2019 BAKARÍ / KAFFIHÚS / SALATBAR SÉRBAKAÐfyrir þig SALATBAR ferskur allan daginn Sunnumörk 2, Hveragerði, og Larsenstræti 5, Selfossi • Sími 483 1919, Almar bakari • Opið alla daga kl. 7-18 Oranienburg. AFP. | Hópur gesta á vegum þjóðernisflokksins AfD, Ann- ars kosts fyrir Þýskaland, olli hneykslun í fyrrasumar þegar hann skoðaði safn til minningar um fórnarlömb nasista í Sachsenhau- sen-fangabúðunum í austanverðu landinu. Nokkrir í hópnum byrjuðu að spyrja leiðsögumann safnsins beinskeyttra spurninga um loft- árásir bandamanna í síðari heims- styrjöldinni og ýjuðu að því að af- leiðingar þeirra hefðu verið sambærilegar við grimmdarverk nasista. „Eins og starfsfélagi minn sagði mér, skelfingu lostinn, voru þeir augljóslega þjálfaðir í rökræð- um og svo fór að lokum að þeir drógu í efa að gasklefarnir hefðu verið til og að fjöldamorðin hefðu verið framin í þeim,“ sagði Axel Dre- coll, yfirmaður safnsins. Stoltir af „afrekum þýskra hermanna“ Leiðsögumaðurinn sagði skilið við hópinn og gestunum var vísað út. Drecoll krafðist afsökunarbeiðni frá einum forystumanna AfD, Alice Weidel, sem skipulagði ferðina í Sachsenhausen, en hann bíður enn eftir svari. Fyrr í mánuðinum ákærðu yfirvöld í sambandslandinu Brandenborg einn gestanna fyrir að kynda undir kynþáttahatri. Forystumenn AfD hafa gagnrýnt þá afstöðu þýskra stjórnvalda síð- ustu áratugi að viðurkenna beri glæpi nasista og draga lærdóma af þeim. Alexander Gauland, annar leiðtoga þjóðernisflokksins, hefur sagt að Þriðja ríkið, tólf ára valda- tími nasista frá 1933 til 1945, sé að- eins „fugladritsflekkur“ á annars glæstri sögu Þýskalands og að Þjóð- verjar eigi að hafa rétt til að vera stoltir af „afrekum þýskra her- manna í heimsstyrjöldunum“. Björn Höcke, talsmaður þingflokks AfD í Þýringalandi (Thüringen), hefur gagnrýnt Helfararsafnið í Berlín, sem hann hefur lýst sem „minnis- varða um skömm“, og sagt að Þjóð- verjar þurfi að taka „180 gráðu snúning“ í afstöðu sinni til sögu Þýskalands. Langflestir sýna tilhlýðilega virðingu Búist er við að þýski þjóðernis- flokkurinn auki fylgi sitt í kosning- um til þinga þriggja sambandslanda á næstu vikum. Kannanir benda til þess að hann geti orðið stærstur á þingum Brandenborgar og Saxlands í kosningum sem fara fram á sunnu- daginn kemur og honum er einnig spáð miklu fylgi í Þýringalandi 27. október. Búist er við að hinir flokk- arnir taki höndum saman til að koma í veg fyrir að þjóðernisflokkurinn komist til valda í Brandenborg. Drecoll segir að söfn á borð við Sachsenhausen þurfi að laga sig að breyttum tímum til að verjast gagn- rýni þjóðernissinna og búa sig undir það að enginn þeirra sem lifðu af grimmdarverk nasista verði til frá- sagnar um glæpina því að senn líði að því að þeir hafi allir fallið frá. Hann segir að söfnin þurfi að nýta sér nýjustu margmiðlunartækni án þess að missa sjónar á því hlutverki sínu að fræða gesti um fortíðina og votta minningu fórnarlambanna virðingu sína. „Þetta er líka grafreit- ur. Við þurfum að minnast þeirra með reisn og ekki bara með geðs- hræringu – tárin fræða ekki.“ Um 200.000 manns var haldið í Sachsenhausen-fangabúðunum á ár- unum 1936 til 1945 – gyðingum, póli- tískum föngum frá Þýskalandi og fleiri Evrópulöndum, hommum og fólki í fleiri hópum sem nasistar höt- uðu. Að minnsta kosti 40.000 fang- anna voru drepnir eða dóu af völdum hungurs og slæmra aðstæðna í fangabúðunum. Ár hvert koma um 700.000 manns í safnið til að skoða það, tvöfalt fleiri en fyrir áratug. Drecoll segir að mikill meirihluti gestanna sýni fórnarlömbum nasista tilhlýðilega virðingu. Drógu hópmorð í efa  Safnstjóri Sachsenhausen-búðanna hefur áhyggjur af tilhneigingu þjóðernissinna til að afneita glæpum nasista AFP Glæpa nasista minnst Safnstjórinn Axel Drecoll sýnir gestum Sachsenhausen-búðirnar í Oranienburg í austan- verðu Þýskalandi. Þar er nú safn til minningar um fórnarlömb nasista í útrýmingarbúðum á valdatíma þeirra. Donald Trump Bandaríkjaforseti reyndi að draga úr spennunni í við- skiptadeilunum við Kínverja á loka- degi leiðtogafundar G7-ríkjanna í franska strandbænum Biarritz í gær. Leiðtogar á fundinum höfðu lagt að Trump að hætta við að hækka tolla á kínverskar vörur og sagt að tolla- stríðið skaðaði efnahag heimsins. Trump virtist bjartsýnn á að samn- ingaviðræður við Kínverja bæru árangur. „Allt er mögulegt,“ svaraði forsetinn þegar hann var spurður hvort til greina kæmi að fresta eða af- lýsa boðuðum tollahækkunum. For- setinn sagði að kínversk stjórnvöld hefðu hringt í bandaríska embættis- menn kvöldið áður til að biðja um að samningaviðræður hæfust að nýju. Talsmaður kínverska utanríkisráðu- neytisins vefengdi þetta og kannaðist ekki við að kínverskir embættismenn hefðu hringt í bandarísk stjórnvöld. Spennan í viðskiptadeilunum jókst um helgina eftir að Kínverjar til- kynntu á föstudaginn var að þeir hygðust leggja nýja tolla á bandarísk- an varning að andvirði 75 milljarða bandaríkjadala. Stjórn Trumps svar- aði með því að boða að tollar á kín- verskan varning að andvirði 250 millj- arða dala yrðu hækkaðir úr 25% í 30% 1. október. Hún kvaðst einnig ætla að hækka tolla á annan kínverskan varn- ing að andvirði 300 milljarða dala úr 10% í 15%. Yfirlýsingar Trumps um málið voru misvísandi um helgina. Hann kvaðst á sunnudag hafa „bakþanka“ um hækkun tolla á kínverskan varn- ing en Hvíta húsið gaf út yfirlýsingu nokkrum klukkustundum síðar þar sem fram kom að forsetinn sæi aðeins eftir því að hafa ekki hækkað tollana meira. Meiri sáttatónn var í Trump í gær og hann sagði að Bandaríkin og Kína myndu hefja viðræður um viðskipta- deilurnar „mjög bráðlega“. Lofa aðstoð vegna skógarelda Emmanuel Macron, forseti Frakk- lands, sagði að leiðtogafundurinn hefði verið mjög árangursríkur. Trump tók í sama streng, sagði að Macron hefði staðið sig „frábærlega“ í hlutverki sínu sem gestgjafi og fundarstjóri. Macron sagði að leiðtogarnir hefðu m.a. náð samkomulagi um skatta á tæknirisa, mál sem bandarísk og frönsk stjórnvöld hafa deilt um. Árangur hefði einnig náðst í viðræð- um um kjarnorkuáætlun Írans og grundvöllur væri nú fyrir því að Trump ætti fund um málið með Hass- an Rouhani, forseta Írans. Trump kvaðst myndu samþykkja fund með Rouhani „ef aðstæðurnar væru rétt- ar“ og sagði að svo virtist sem það væri „raunhæft“ að ætla að þeir gætu komið saman á næstu vikum. Leiðtogarnir samþykktu að verja 20 milljónum bandaríkjadala, jafn- virði 2,5 milljarða króna, í aðstoð við að slökkvistarfið í Amason-regnskóg- unum vegna elda sem hafa geisað þar síðustu mánuði. Þeir samþykktu einn- ig að styðja áætlun um aðgerðir gegn skógareyðingu á Amason-svæðinu sem ráðgert er að boða í næsta mán- uði. bogi@mbl.is Sáttatónn í Trump á leið- togafundi G7  Boðar nú viðræður við Kínverja og ljær máls á fundi með forseta Írans AFP Þétt handtak Donald Trump og Emmanuel Macron takast í hendur á blaða- mannafundi í Biarritz í gær þegar leiðtogafundi G7-ríkjanna lauk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.