Morgunblaðið - 27.08.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2019
FALLEG OG VÖNDUÐ
LEIKFÖNG
úr náttúrulegum efnivið,
tré og silki
ERUM FLUTT
!
á Nýbýlaveg
8
– Portið
Nýbýlavegi 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is
bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14
Peysur
með stroffkraga
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Kr. 8.900
Fleiri litir og gerðir
Vegagerðin leggur áherslu á að
gatnamót Arnarnesvegar við
Breiðholtsbraut verði mislæg.
Þannig var vegurinn hugsaður í
upphaflegum áætlunum en
Reykjavíkurborg tók mislæg
gatnamót út af núgildandi aðal-
skipulagi.
Fyrri hluti Arnarnesvegar var
lagður fyrir nokkrum árum frá
Reykjanesbraut að gatnamótum
Rjúpnavegar. Seinni áfanginn á að
liggja þaðan, á milli Seljahverfis í
Reykjavík og Vatnsendahverfis í
Kópavogi og tengjast inn á Breið-
holtsbraut til móts við Fellahverfi.
Öryggismál fyrir íbúa
Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa
lagt áherslu á að koma þessari
framkvæmd á dagskrá en henni
var frestað við samþykkt núgild-
andi samgönguáætlunar og kemur
ekki að henni fyrr en eftir fimm ár,
í fyrsta lagi. Rök Kópavogs eru ör-
yggi íbúa í efri byggðum Kópa-
vogs, meðal annars vegna aðgengis
slökkviliðs, og bættar samgöngur í
gegnum sveitarfélagið.
Þegar fyrri áfanginn var lagður
var gert umhverfismat fyrir alla
leiðina. Jónas Snæbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri þróunarsviðs Vega-
gerðarinnar, segir að grófar áætl-
anir séu til um lagningu vegarins
en vinna við for- og verkhönnun sé
framundan. Hann segir að Vega-
gerðin leggi áherslu á að gatna-
mótin við Breiðholtsbraut verði
mislæg, eins og upphaflegar áætl-
anir gerðu ráð fyrir.
helgi@mbl.is
Gatnamót
verði mislæg
Hafinn er undirbúningur að hönnun
framhalds Arnarnesvegar
Lo
ft
m
yn
di
r e
hf
.
Lenging vegar
1,5 km
Fyrirhuguð lenging
Arnarnesvegar að
Breiðholtsbraut
Hvörf
Kórar
Salir
Seljahverfi
Vatnsenda-
hæð
KÓPAVOGUR
REYKJAVÍK
Fell
Breiðholtsbraut
Arnarnesvegur
V
atn
sen
d
aveg
u
r
Ar
na
rn
es
ve
gu
r
Menntastofnanir og menningarsetur
sem staðsett eru á landsbyggðinni
hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið
heima í héraði og er engum blöðum
um það að fletta að menntun íbúa á
þessu stöðum, þar
sem framhalds-
skólar og/eða há-
skólar starfa, er
marktækt meiri
meðal íbúa en þar
sem þá er ekki að
finna. Þetta er
meðal þess sem
lesa má út úr víð-
tækum rannsókn-
um sem Vífill
Karlsson, hagfræðingur hjá Samtök-
um sveitarfélaga á Vesturlandi og dós-
ent við Háskólann á Akureyri, vinnur
að þessa dagana. Kynnti hann þær á
málþingi Háskólans á Hólum á dög-
unum.
Vífill er m.a. að rannsaka áhrif
mennta- og menningarsetra á mennt-
unarstig heima í héraði og samspil
þeirra og samfélagsins í dreifbýlinu.
Þótt því sé stundum haldið fram að
með því að setja skóla á framhalds- og
háskólastigi á fót á landsbyggðinni sé
verið að mennta fólk til að flytja á
brott er málið ekki svo einfalt. Könn-
un sem byggt er á í yfirstandandi
rannsókn sýnir að vísu að viljinn til
þess að flytja á brott er nokkuð miklu
meiri meðal menntafólks en annarra
íbúa að sögn Vífils en engu að síður er
greinilegt að menntunarstigið meðal
íbúanna er eftir sem áður hærra þar
sem þessar stofnanir er að finna og
fer vaxandi. Sumir flytja brott en
menntað fólk snýr stundum til baka
og aðrir koma líka í stað þeirra sem
flytja endanlega brott. Hefur t.d. átt
sér stað greinileg fjölgun bæði há-
skólamenntaðs fólks og iðnaðar-
manna á Vesturlandi á seinustu árum
þar sem rannsóknin hefur verið lengst
í framkvæmd.
Ánægðari með menninguna
Íbúakannanirnar sem Vífill er að
vinna úr í yfirstandandi rannsókn
voru gerðar á árunum 2016 og 2017 og
náðu til um 6.000 svarenda á stórum
hluta landsbyggðarinnar. Eru yfirleitt
4-5.000 svör við þeim spurningum sem
lagðar voru fyrir og má lesa mjög
marktækar niðurstöður og vísbend-
ingar út úr rannsókninni. „Ég er m.a.
að vinna úr svörum við spurningum
um hversu ánægðir menn voru með
menninguna á staðnum þar sem þeir
bjuggu og áhrif menntunar á þá af-
stöðu, aðgengi að náttúruperlum og
fjölbreyttri náttúru og hversu ánægð-
ir þeir eru með atvinnuöryggi, at-
vinnuúrvalið á staðnum, með tækifæri
til eigin atvinnurekstrar og með laun-
in. Einnig voru menn spurðir hversu
hamingjusamir þeir væru og hvort
þeir væru að hugsa um að flytja
brott,“ segir Vífill.
Meðal þess sem kemur á daginn er
að íbúar sem eru með meiri menntun
eru almennt ánægðari með þá menn-
ingu og aðgengi að fjölbreyttri nátt-
úru sem fyrir hendi er og eru að jafn-
aði hamingjusamari en aðrir. Hins
vegar kom enginn marktækur munur
í ljós á atvinnuöryggi íbúa eftir mis-
munandi menntun þeirra eða hversu
ánægðir eða óánægðir þeir eru með
laun sín.
Hafa rannsóknir Vífils líka bent til
þess að íbúar víða um land séu al-
mennt ánægðari með menningu
heima fyrir eftir því sem þeir eru
eldri, með meiri menntun eða hafa bú-
ið lengi í viðkomandi sveitarfélagi.
Byggðarlög um allt land standa
frammi fyrir miklum breytingum á
atvinnuháttum sem oft eru kallaðar
fjórða iðnbyltingin. Vífill segir að
starfsemi mennta- og menningar-
stofnana muni skipta miklu máli í að
fleyta dreifðum byggðum inn í fjórðu
iðnbyltinguna. Þörfin fyrir meiri
þjónustustörf fari vaxandi í dreifbýl-
inu með áherslu á virði menningar og
nátttúruperla. ,,Ef menn vilja gera
sér meiri mat úr ferðaþjónustunni
verður að tengja saman menningu og
ferðaþjónustu í ríkari mæli en verið
hefur til þess að auka virðisaukann í
þeirri grein. Við erum að tala um
menningu, listir og hönnun og fleira í
þeim dúr og því hljóta þessar mennta-
stofnanir að verða mikill styrkur fyrir
allt landið til sjávar og sveita,“ segir
hann. omfr@mbl.is
Menntastofnanir
styrkja byggðirnar
Vinnur að stórri rannsókn á áhrifum menntunar í dreifbýli
Vífill Karlsson
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Reykjadalur, ofan við Hveragerði,
hefur sem fyrr verið vel sóttur af
ferðamönnum í sumar. Umhverfis-
stofnun var þar með landvörslu og er
það talið hafa bætt umgengni ferða-
manna, sem orðin var mjög slæm og
svæðið farið að láta á sjá. Talið er að
um 1.000 manns komi daglega að
jafnaði og ársumferðin sé í kringum
300 þúsund.
Friðlýsing Reykjadals hefur verið í
undirbúningi á vegum Umhverfis-
stofnunar en engar ákvarðanir verið
teknar enn um framtíðaruppbygg-
ingu á svæðinu. Samstarfshópur hef-
ur verið að störfum, skipaður fulltrú-
um Umhverfisstofnunar, Hvera-
gerðisbæjar, Ölfuss og Landbúnaðar-
háskólans í Hveragerði, áður Garð-
yrkjuskóla ríkisins.
Eyþór H. Ólafsson, forseti bæjar-
stjórnar í Hveragerði, á sæti í starfs-
hópnum, en bærinn var kominn af
stað með vinnu við hönnun á bíla-
stæði í Reykjadal, sem er innan
marka sveitarfélagsins. Eyþór segir
vinnu samstarfshópsins hafa verið
langt komna sl. vor en lítið gerst í
sumar.
Hafa fært sig til við ána
Sjálfur baðstaðurinn í Reykja-
dalsá, sem hefur verið hvað eftirsótt-
astur, er í landi Ölfuss. Þar hefur ver-
ið komið upp stígum og pöllum til að
vernda svæðið við ána.
Sigurður Ósmann Jónsson, skipu-
lags- og byggingarfulltrúi Ölfuss,
segir veðrið í sumar hafa gert það að
verkum að svæðið láti minna á sjá en
oft áður. Hins vegar séu ferðamenn
farnir að færa sig út fyrir afmarkað
svæði til að leita í heitan lækinn. Áin
sé orðin vatnslítil á köflum og þar sé
ásóknin minni.
„Við ætlum okkur að laga stíginn
betur og bæta við pöllum. Ferða-
menn eru enn að skilja þarna eftir
hvítan pappír, freyðivínsflöskur og
önnur ílát.
Einnig hefur verið vandamál að
fólk skilur eftir sig fatnað, meðal ann-
ars handklæði merkt hótelum sem
það skilur eftir að baði loknu,“ segir
Sigurður.
Hann bætir við að Ölfus hafi einnig
látið skoða aðkomu að Reykjadal hin-
um megin frá, þ.e. frá Ölkelduhálsi,
en ekkert verið ákveðið um það.
Allt í biðstöðu
Eyþór segir að væntanlega verði
rekstur bílastæðisins boðinn út en
eftir er að klára viðræður við Reykja-
dalsfélagið sem er með lóðir á svæð-
inu og áform um uppbyggingu í
ferðaþjónustu. Einnig eru uppi áform
um að reisa salernisaðstöðu og að-
stöðu fyrir landvörð.
„Þetta er allt í biðstöðu,“ segir Ey-
þór en hönnunin gerir ráð fyrir 120
bílastæðum, með möguleika á stækk-
un. Yrði rukkað í stæðin til að rekstur
þeirra standi undir sér.
„Umferðin þarna hefur ekkert
minnkað og 120 stæði því eflaust ekki
nóg. Við höfum átt gott samstarf við
Ölfus um uppbyggingu þarna, viðhald
stíga og annað sem þarf að gera,“
segir Eyþór.
Umgengnin hefur
skánað í Reykjadal
Mikil aðsókn ferðamanna Friðlýsing í undirbúningi
Morgunblaðið/RAX
Reykjadalur Vinsæll áningarstaður ferðamanna, einkum erlendra.
Sex ára fangelsisdómi Héraðs-
dóms Suðurlands yfir Hafsteini
Oddssyni fyrir stórfellda líkams-
árás í Vestmannaeyjum í sept-
ember 2016 hefur verið áfrýjað til
Landsréttar.
Þetta staðfestir Lúðvík Berg-
vinsson, skipaður verjandi Haf-
steins, í samtali við mbl.is
Lúðvík segir aðspurður að tek-
in hafi verið ákvörðun um áfrýjun
strax í kjölfar þess að dómurinn
var kveðinn upp í lok júlí.
Hafsteinn var dæmdur fyrir að
hafa ráðist á konu fyrir utan
skemmtistaðinn Lundann í Vest-
mannaeyjum, sparkað í hana og
kýlt. Þá afklæddi hann hana enn
fremur samkvæmt dómsorði.
Sex ára dómi áfrýj-
að til Landsréttar