Morgunblaðið - 27.08.2019, Síða 23
DÆGRADVÖL 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2019
„ÞAÐ SELDIST – EN SVO HÆTTU
KAUPENDURNIR VIÐ. NÚ HREYFIST ALLT
Á SNIGILSHRAÐA.”
„HANN ER BÚINN AÐ TROÐA MAT Í HANN Í
47 ÁR!”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að skilja
skylduverkin eftir
ókláruð þar til á
morgun.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÞAÐ ER HEITT
ÚTI
FRÁBÆRT, NÚNA
ER MÉR KALT
ÉG HYGGST NOTA
ÁSTRÍÐUGLÆP SEM
MÁLSVÖRN FYRIR
ÞIG!
HVERNIG GETUR
ÞAÐ AÐ RÆNA
VÍNKJALLARA
HERTOGANS VERIÐ
ÁSTRÍÐUGLÆPUR?
ÉG MUN FÆRA RÖK FYRIR ÞVÍ AÐ ÞÚ
HAFIR STURLAST VIÐ TILHUGSUNINA
UM AÐ VARIR ANNARRA SNERTU
FLÖSKUSTÚTANA!
Jóhannesdóttir hjúkrunarfræð-
ingur, f. 15. mars 1990. 2) Leó Jó-
hannesson verkamaður, f. 15. des-
ember 1991. Maki hans er Júlía
Mist Sigurgeirsdóttir sjúkraliði, f.
2. júlí 1996. Barn Leós er Ester
Jóna, f. 28. janúar 2015. 3) Ómar
Berg Jóhannesson verkamaður, f.
26. júlí 1996. Maki hans er Karen
Hrund Kristjánsdóttir verkakona, f.
29. nóvember 2001. Barn þeirra er
Adrían Berg, f. 9. september 2017.
4) Kristrún Jóhannesdóttir söng-
kona, f. 14. janúar 1998. Maki henn-
ar er Mikael Ragnarsson versl-
unarmaður, f. 20. janúar 1999.
Systkini Jónu eru: Soffía Frið-
riksdóttir, f. 2. júlí 1958. Maki henn-
ar er Stefán Gunnar Þengilsson;
Kristjana Friðriksdóttir, f. 17. júlí
1959. Maki hennar er Sigurdur
Steingrímsson; Steinþór Frið-
riksson, f. 9. febrúar 1963. Maki
hans er Hrafnhildur Lilja Jónsdótt-
ir;Hildur Petra Friðriksdóttir, f. 2.
desember 1966. Maki hennar er Jón
Pétur Bjarnason, f. 11. febrúar
1961.
Foreldrar Jónu eru Friðrik Jón
Leósson, pípulagningamaður í Höfn
á Svalbarðsströnd, f. 5. nóvember
1933, d. 21. maí 1995, og Ásdís Ás-
geirsdóttir, bóndi og verkakona í
Höfn, f. 2. nóvember 1928.
Jóna Sigurlaug
Friðriksdóttir
Hólmfríður Þorgrímsdóttir
húsfreyja á Hallbjarnarstöðum
og Rauf og á Húsavík
Einar Jónsson
bóndi Hallbjarnarstöðum
og Rauf á Tjörnesi, síðar
verkamaður á Húsavík
Jóna Sigurlaug Einarsdóttir
húsfreyja í Hrappsstaðaseli á Akureyri
Ásdís Ásgeirsdóttir
bóndi og verkakona í Höfn
Ásgeir Kristjánsson
bóndi í Hrappsstaðaseli í Bárðardal,
síðar verkamaður á Akureyri
Guðrún Sigmundsdóttir
húsfreyja í Grjótárgerði og
Stóru-Tungu
Kristján Jónsson
bóndi í Grjótárgerði og Stóru-Tungu í Bárðardal
Baldvina Anna Hallgrímsdóttir
húsfreyja á Þinghóli
Friðrik Jóhannes Sigurjónsson
bóndi á Þinghóli í Glæsibæjarhr.,
Eyj., síðar verkamaður í
Vestmannaeyjum
Þóra Guðrún Friðriksdóttir
húsfreyja, síðast í Kópavogi
Leó Guðmundsson
bifreiðarstjóri og pípulagningamaður á Akureyri
Margrét Jóhannesdóttir
húsfreyja á Háa-Hamri
Guðmundur Guðmundsson
bóndi á Háa-Hamri í Eyjafi rði
Úr frændgarði Jónu Sigurlaugar Friðriksdóttur
Friðrik Jón Leósson
pípulagningamaður í Höfn
á Svalbarðsströnd
Eftir að hafa horft á fréttirnar áfimmtudag orti Hjelgi R. Ein-
arsson:
Donald (dæmalausi)
Sem nafnanum Andrési Önd
engin héldu’ onum bönd.
Á toppnum er valt.
Það trompaðist allt
er ágirntist annarra lönd.
Vorir frændur fíla nú granir,
þó flestu séu þeir vanir.
Auðmjúkir velja
ekkert að selja.
Þar í því liggja nú Danir.
Sigurlín Hermannsdóttir skrifar
svo á Leir um fugla hér og þar:
„Það er svo með flokkunarfræðina,
Wikipedia segir mér að flokkurinn
’mófuglar’ nái líka yfir vaðfugla.
Það hentar vísunni minni að trúa
því“:
Súla og már eru sjófuglar,
sandlóa og stelkurinn mófuglar.
Svo eru aðrir
með alls engar fjaðrir
mér sýnist að þeir séu þó fuglar.
Ólafur Stefánsson sló á létta
strengi og spurði: „ER lóan ekki
mjófugl? Syngja menn ekki: sofnar
lóa löng og mjó? – mér heyrist það.“
Fía á Sandi svaraði: „Þessir vað-
fuglar haga sér allt öðruvísi hérna:“
Aldrei er sandlóan úti í mó
alltaf sést tjaldurinn niður við sjó
í mónum sést lóa
margoft með spóa
en sundhaninn á sundi hló.
Og nú sendi Ólafur Stefánsson
Fíu kveðju norður:
Hvort er sem að heyrist mér,
hávær glösin klingja.
Skyldu vera að skemmta sér,
skáldin Þingeyinga?
Pétur Stefánsson yrkir:
Hérna brátt að hausti líður,
hníga blóm í mold og sand.
Austanvindur afar stríður
er að blása vítt um land.
Ekki hygg ég hugur fylgi máli
þegar Halldór Guðlaugsson yrkir:
Þegar frúnni finnst um stund
fátt sér gleði veiti
spennt í huga fer á fund
að finna Gróu á Leiti
Ingólfur Ómar Ármannsson yrkir:
Kyrrðin vefur byggð og ból
blikar loftið tæra,
Degi hallar sígur sól
senn í djúpið væra.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af Donaldi dæmalausa
og flokkunarfræði fugla