Morgunblaðið - 27.08.2019, Side 24
24 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2019
Diklofenak Apofri hlaup, 11,6 mg/g, inniheldur diclofenac tvíetýlamín
sem er bólgueyðandi og dregur úr verk. Diklofenak Apofri er notað til
meðferðar á staðbundnum verk í tengslum við meiðsli í vöðva eða lið.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun lyfsins.
Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu
og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
DIKLOFENAK APOFRI HLAUP
- BÓLGUEYÐANDI OG DREGUR ÚR VERK -
GOLF
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Eins og fram kom í frétt í blaðinu í
gær fagnaði Rory McIlroy sigri á Tour
Championship, lokamóti PGA-
mótaraðarinnar í golfi. Um leið varð
hann stigameistari á mótaröðinni á
þessu keppnistímabili og fær fyrir
sinn snúð 15 milljónir dollara eða lið-
lega 2 milljarða.
Ef til vill skiptir upphæðin ekki öllu
máli fyrir Norður-Írann á þessum
tímapunkti á ferlinum. Bandaríska
tímaritið Golf Digest segir að McIlroy,
auðævi hans og umsvif, séu metin á
liðlega 150 milljónir dollara.
Sigurinn gegn bestu kylfingum
heims skiptir ef til vill meira máli.
McIlroy hefur að mestu leikið af-
skaplega vel á þessu ári. Öðruvísi
verða menn ekki stigameistarar á
PGA. En hann náði þó ekki fram sínu
besta þegar mestu máli skipti. Eða þar
til á Tour Championship. Hann sigraði
ekki á risamóti á árinu frekar en síð-
ustu ár. Sérstaklega var sárt fyrir
hann að kasta frá sér möguleikum sín-
um á sigri á The Open á heimavelli á
Royal Portrush strax á fyrsta keppn-
isdegi.
Auk þess hefur það gerst nokkrum
sinnum að hann leiki ekki vel á lokadegi
á stórum mótum. Var hann í síðasta
ráshópi með Tiger Woods á Tour
Championship í fyrra. Þá sigraði Tiger
á mótinu. Sigur sem hafði mikið að
segja fyrir Tiger sem um hálfu ári síðar
vann Masters. Þá lék McIlroy illa eins
og hann hefur sjálfur bent á.
Fyrir mánuði börðust McIroy og
Koepka um sigurinn á World Golf
Championships í Memphis. McIlroy
var með eitt högg í forskot fyrir loka-
daginn en lék á 71 höggi á meðan
Koepka lék á 65. Nú snérist dæmið við
og McIlroy hafði betur gegn Koepka á
lokadegi í mikilvægu móti. McIlroy við-
urkenndi að hann upplifði þetta þannig
að hann hefði náð að kvitta fyrir.
„Ég var að keppa við efsta kylfing
heimslistans og í Memphis hafði hann
betur. Það má alveg segja að ég hafi
viljað ná fram einhvers konar hefndum.
Að spila eins og ég gerði gegn Brooks
og vinna FedEx-úrslitakeppnina er
mögnuð tilfinning,“ sagði McIlroy við
blaðamenn.
Sérstaklega sætt
að vinna Koepka
McIlroy hefði getað greitt reikn-
ingana þótt hann hefði ekki unnið
AFP
Sigur Rory McIlroy sýndi svipbrigði þegar sigurinn var í höfn.
Vængir Júpíters verða fulltrúar Ís-
lands í forkeppni Meistaradeildar
Evrópu í innifótbolta, futsal, en
keppni í riðli liðsins hefst í dag.
Leikið er á Kýpur. Vængir Júpíters
mæta Pinerola Bratislava frá Slóv-
akíu í fyrsta leik í dag, því næst
heimamönnum í Omonia á morgun
og svo liði Gazi-háskólans frá Tyrk-
landi á föstudaginn.
Lið Vængja Júpíters, sem leikur í
3. deild Íslandsmótsins í fótbolta,
var einnig með í forkeppni Meist-
aradeildarinnar í fyrra og tapaði þá
öllum þremur leikjum sínum.
Vængir Júpíters
leika á Kýpur
Ljósmynd/@fcvaengir
Kátir Hluti leikmannahóps Vængja
Júpiters sem hélt til Kýpur.
Valdís Þóra Jónsdóttir komst af ör-
yggi áfram á 2. stig úrtökumótsins
fyrir LPGA-mótaröðina í golfi með
því að enda í 21.-28. sæti á 1. stigs
móti í Kaliforníu um helgina. Þar
með er ljóst að þær Valdís og Ólafía
Þórunn Kristinsdóttir leika báðar á
2. stigi úrtökumótsins, í Flórída 14.-
17. október. Þaðan komast 15-25
efstu kylfingar á lokastig úrtöku-
mótsins.
Ólafía er með takmarkaðan
keppnisrétt á LPGA í ár en hún
leikur á næsta móti sem hefst í
Portland á fimmtudag.
Valdís og Ólafía
leika á 2. stigi
Ljósmynd/Tristan Jones
Góð Valdís Þóra Jónsdóttir stefnir á
að spila á LPGA í fyrsta sinn.
Pepsi Max-deild karla
FH – Breiðablik........................................ 2:4
Valur – Stjarnan....................................... 2:2
Fylkir – HK............................................... 3:2
Staðan:
KR 18 12 4 2 36:20 40
Breiðablik 18 10 3 5 38:24 33
Stjarnan 18 7 7 4 31:27 28
FH 18 8 4 6 26:28 28
Valur 18 7 4 7 33:29 25
HK 18 7 4 7 26:22 25
ÍA 18 7 4 7 24:23 25
Fylkir 18 7 4 7 29:31 25
Víkingur R. 18 5 7 6 26:27 22
KA 18 6 3 9 24:29 21
Grindavík 18 3 9 6 14:20 18
ÍBV 18 1 3 14 14:41 6
Þýskaland
C-deild:
Zwickau – Kaiserslautern...................... 4:0
Andri Rúnar Bjarnason var ekki í leik-
mannahópi Kaiserslautern.
Svíþjóð
Falkenberg – Hammarby ....................... 0:2
Aron Jóhannsson lék allan leikinn með
Hammarby.
Staðan:
Djurgården 21 14 5 2 37:12 47
AIK 21 13 4 4 32:16 43
Hammarby 21 12 5 4 49:28 41
Malmö 21 11 8 2 35:14 41
Häcken 21 12 4 5 33:17 40
Gautaborg 21 10 8 3 33:18 38
Norrköping 21 10 7 4 35:19 37
Elfsborg 21 7 6 8 28:34 27
Örebro 21 7 4 10 32:35 25
Östersund 21 4 9 8 20:33 21
Kalmar 21 3 9 9 17:29 18
Sirius 21 5 3 13 23:40 18
Helsingborg 21 4 6 11 19:36 18
Falkenberg 21 3 7 11 18:42 16
Eskilstuna 21 3 5 13 18:42 14
Sundsvall 21 2 6 13 20:34 12
B-deild:
Norrby – Brage........................................ 1:3
Bjarni Mark Antonsson lék allan leikinn
með Brage.
Noregur
Bodö/Glimt – Vålerenga ........................ 4:0
Oliver Sigurjónsson var ekki í leik-
mannahópi Bodö/Glimt
Matthías Vilhjálmsson lék fyrstu 69 mín-
úturnar með Vålerenga.
Staða efstu liða:
Bodø/Glimt 19 13 3 3 45:27 42
Molde 19 12 4 3 44:20 40
Odd 19 10 5 4 28:22 35
Rosenborg 19 9 5 5 30:24 32
Brann 19 8 5 6 25:21 29
Vålerenga 19 7 5 7 33:29 26
Kristiansund 19 7 5 7 24:21 26
Viking 19 7 5 7 29:30 26
Lillestrøm 19 7 4 8 25:29 25
Haugesund 19 6 6 7 27:23 24
Tromsø 19 6 3 10 23:38 21
Stabæk 19 5 5 9 20:26 20
Ítalía
Inter – Lecce .............................................4:0
KNATTSPYRNA
Í næsta mánuði munu forráðamenn félaganna sem leika í ensku úrvals-
deildinni í knattspyrnu hittast og ræða þann möguleika að seinka lokun fé-
lagaskiptagluggans.
Félagaskiptaglugganum á Englandi var lokað hinn 8. ágúst síðastliðinn,
degi áður en fyrsti leikur tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni fór fram á An-
field þegar Liverpool fékk nýliða Norwich í heimsókn.
Árið 2017 samþykktu úrvalsdeildarfélögin að glugganum yrði lokað áð-
ur en tímabilið hæfist, einfaldlega svo að liðin gætu einbeitt sér að knatt-
spyrnu, en ekki félagaskiptum. Glugginn í stærstu deildum Evrópu er
ennþá opinn og honum verður ekki lokað fyrr en 2. september næstkom-
andi. Félög í Evrópu geta því ennþá keypt leikmenn sem leika í ensku úr-
valsdeildinni en Christian Eriksen, leikmaður Tottenham, og Paul Pogba,
leikmaður Manchester United, eru báðir eftirsóttir af stórum liðum í Evr-
ópu. Eriksen hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid og eiga flestir
von á því að hann yfirgefi Tottenham áður en félagaskiptaglugganum
verður lokað en Daninn verður samningslaus næsta sumar.
Meirihluti félaganna í ensku úrvalsdeildinni þarf að samþykkja reglu-
breytingarnar og eiga flestir von á því að þær gangi í gegn. sport@mbl.is
Ósætti með sumargluggann
Romelu Lukaku skoraði í fyrsta
leik sínum í ítölsku A-deildinni í fót-
bolta þegar Inter Mílanó vann 4:0-
sigur á Lecce í 1. umferð í gær-
kvöld. Hann hefur skorað í fyrsta
leik fyrir hvert af fjórum síðustu fé-
lögum sínum.
Lukaku, sem kom til Inter frá
Manchester United í þessum mán-
uði, skoraði þriðja mark Inter á 60.
mínútu. Marcelo Brozovic og Stef-
ano Sensi höfðu komið Inter í 2:0 í
fyrri hálfleik. Antonio Candreva
skoraði fjórða markið.
Enn á ný með
mark í fyrsta
AFP
Frumraun Belginn Romelu Lukaku
er kominn í búning Inter Mílanó.