Morgunblaðið - 27.08.2019, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 27.08.2019, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2019 Raðauglýsingar Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Uppboð verður haldið á skrifstofu Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, Hlíðasmára 1, 2. hæð, Kópavogi þriðjudaginn 3. september og hefst kl. 10:00. Boðið verður upp: Útgáfu-, dreifingar- og sýningarréttur í 11 ár á Karlakórnum Heklu. Útgáfu-, dreifingar- og sýningarréttur í 11 ár á Skilaboð til Söndru. Hvorki ávísanir né kreditkort eru tekin gild sem greiðsla, einungis debetkort eða peningar. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 26. ágúst 2019 Sýslumaðurinn á Suðurnesjum Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s. 458-2200 UPPBOÐ Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Uppboð verður á eftirfarandi ökutækjum fimmtudaginn 5. september nk. kl. 13, að Vatnsnesvegi 33, Keflavík. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 26. ágúst 2019 AJ213 BFF01 BN520 BT974 GMZ13 HAS02 HHK56 KK835 KUY25 LFM18 NAM87 NDM32 NK248 ON712 ON814 PE432 PUK03 RS375 RUV82 SN657 SS962 TK107 TY043 UZ304 VA164 VE979 VTE58 ZAA32 ZHL07 ZR601 ZZ922 Félagsstarf eldri borgara Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16. Brids kl. 12.15. Bónusbíllinn fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.30. Opin handavinnustofa kl. 9-16. Opið fyrir innipútt og 18 holu útipúttvöll. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni, allir velkomnir. S. 535-2700. Boðinn Fimmtudagur: Brids og kanasta kl. 13. Dalbraut 18-20 Félagsvist kl. 13.30. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi, spjall og blöðin við hring- borðið kl. 8.50. Frjálst í Listasmiðju kl. 9-16. Þátttökulistarnir eru í hol- inu, komdu og athugaðu hvort það er ekki eitthvað sem heillar þig að gera í vetur. Hádegismatur kl. 11.30. Hugmyndabankinn opinn kl. 9-16. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Tölvu- og snjallsímakennsla kl. 10.30. Opin handverksstofa alla virka daga. Heitt á könnunni fyrir hádegi. Hádegismatur kl. 11.30-12.30 alla daga vikunnar, kaffi kl. 14.30-15.30 alla virka daga. Verið hjartanlega velkomin á Vitatorg. Nánari upplýs- ingar í síma 411-9450. Garðabær Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45. Vatnsleikfimi kl. 7.30/15.15. Liðstyrkur Ásgarði kl. 11.15. Karlaleikfimi Ásgarði kl. 12. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 13 handavinna, kl. 13.30 alkort. Gullsmári Myndlistarhópur kl. 9-11.30. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45 og hádegismatur kl. 11.30. Brids í handavinnustofu kl. 13, gönguferð um hverfið með Önnu kl. 13.30 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Korpúlfar Botsía kl. 10 í Borgum, helgistund kl. 10.30 í Borgum, hádegisverður kl. 11.30, kaffiveitingar kl. 14.30-15.30, allir hjartanlega velkomnir. Minnum á kynningarhátíðina í Borgum miðvikudaginn 4. september kl. 13 þar sem félagsstarfið og starfsskráin í vetur verður kynnt. Allir hjartanlega velkomnir, fræðsla, skemmtun og tónlistaratriði. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upp- lestur kl. 11, kaffihúsaferð kl. 14, Uppl. í s. 4112760. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.10. Kaffispjall í krókn- um kl. 10.30. Brids í Eiðismýrir 30 kl. 13.30. Karlakaffi í safnaðar- heimilinu kl. 14. Munið vöfflukaffið og kynninguna á vetrarstarfinu í Félagsheimili Seltjarnarness nk. fimmtudag kl. 15. Skráningarblöð liggja frammi vegna ferðar í Grasagarðinn og Café Flóru þriðjudaginn 3. september. Frekari uppl. og skráning í s. 8939800. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið kl. 10-16. Heitt á könn- unni kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er kl. 11.30- 12.15, panta þarf matinn daginn áður. Bókabíllinn kemur kl. 13.15 og Bónusbíllinn kl. 14.40. Kaffi og meðlæti er til sölu kl. 14.30–15. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu sumarhúsahverfi í landi Vaðness í Grímsnes- og Grafnings- hreppi. Allar nánari upplýsingar gefur Jón í síma 896-1864 og á facebook- síðu okkar; vaðnes-lóðir til sölu. Bókhald NP Þjónusta Sé um að annast bókhaldslausnir o.þ.h. Hafið samband í síma 831-8682. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Ýmislegt Eco Fi M-XXL. Svart og hvítt Eco Si M-XXL. Svart og hvítt Tahoo Maxi S-4XL. Svart hvítt og húðlitt Laugavegi 178, sími 551-3366. Opið mán. - fös. kl. 10–18, Lokað á laugardögum í sumar. Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 Hreinsa þakrennur fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com mbl.is alltaf - allstaðar atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á Nauðungarsala Félag sjálfstæðismanna í Árbæ Opinn fundur Opinn fundur verður í kvöld þriðjudaginn27. ágúst kl. 17.30 í félagsheimili Sjálfstæðis- manna í Hraunbæ 102B (við hliðina á Skalla). Gestur fundarins er Brynjar Níelsson alþingismaður og fer hann yfir stjórnmálaviðhorfið m.a. 3 orkupakkann. Fundarstjóri er Björn Gíslason borgarfulltrúi Allir velkomnir! Stjórn Félags sjálfstæðismanna í Árbæ. ✝ Sigfús Guð-brandsson fæddist í Reykjavík 12. apríl 1950. Hann lést 9. ágúst 2019 á líknardeild Land- spítalans. Hann var sonur hjónanna Guðbrands O. Bjarnasonar, f. 7. janúar 1920, og Halldóru Sigfús- dóttur, f. 21. júlí 1930. Systur Sigfúsar eru María Anna, f. 11. ágúst 1954, og Jenný Ásgerður, f. 25. apríl 1962. Hún á eina dóttur, Halldóru Maríu, f. 4. ágúst 1985. Eiginkona Sigfúsar er Þórarna Jón- asdóttir, f. 2. maí 1951. Synir Sigfús- ar og Þórörnu eru Jón, f. 5. ágúst 1975, og Bjarni, f. 12. des- ember 1984. Eig- inkona Jóns er Freyja Valsdóttir, f. 12. mars 1978, og börn þeirra eru Vil- bergur Karl, f. 28. janúar 2009, Þór- arna Vala, f. 28. apríl 2012, og Valur Sigfús, f. 11. júní 2016. Útför Sigfúsar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 27. ágúst 2019, klukkan 13. Sigfús var eins skyldur okkur systrum og hægt er að vera án þess að vera systkini. Við erum systkinabörn í báðar ættir eða „mæðra- og bræðra“ eins og Brandur bróðir pabba orðaði það. Tengslin milli fjölskyldnanna voru að sama skapi sterk eins og best lætur hjá systkinum, ekki síst þar sem móðurfjölskyldan er stór, samheldin og ættrækin. Sigfús fór sér að engu óðslega í lífinu, hann var dagfarsprúður, hæglátur, vandaður og orðvar. Reyndar svo dagfarsprúður að stundum draup ekki af honum, og svo hæglátur að hann var gjarnan seinn til svara. Í fjölskyldunni var haft á orði að Sigfús svaraði á morgun því sem hann var spurður að í dag. En þegar svarið kom var það yfirvegað, ígrundað og gjarn- an lúmskt fyndið. Aldrei var fum eða fát á Sigfúsi, aldrei flanað að neinu. Sem elsta systkinið og eini bróðirinn, eða kannski bara af því að hann var traustur, hlýr og jarð- bundinn, varð hann ákveðin kjöl- festa. Hann var röggsamur og tók af skarið þegar svo bar undir og reyndist fjölskyldu sinni mikil stoð. Því trúir væntanlega enginn sem þekkti Sigfús á fullorðinsár- um að hann hafi verið fyrirferð- armikið barn en það mun vera óumdeilt. Hann mótmælti kröft- uglega með orðunum „ekki til kjurrtarans“ þegar Haddý ætlaði með hann í heimsóknir til yngri systur sinnar, mömmu okkar. Hin unga húsmóðir var enn óreynd í barnastússi og uppeldismantran var einfaldlega „kjurrt“ í mjög ákveðnum tón þegar hann hreyfði við hlutum. Í huga okkar margra var ná- lægð Sigfúsar við afa og ömmu alltaf talsverð, ef til vill meiri en okkar hinna. Amma María prjón- aði mikið og þessi líka reiðinnar býsn á Sigfús. Einhverju sinni var Sigfús í glænýjum vaðstígvélum og aðspurður hvar hann hefði fengið þetta forláta skótau svaraði hann vafningalaust „amma prjón- aði þetta“. Þegar fram liðu stundir reyndist Sigfús okkur góður frændi, ekki amalegt að fá að vera með í Roy Rogers leikjunum þar sem sófaarmarnir voru reiðskjót- ar, eða vera fullgildur þátttakandi í að býtta leikaramyndum. Sem unglingur vann Sigfús í búðinni á Nönnugötu hjá Sigfúsi afa. Það var gott veganesti og kannski er það þess vegna sem eitthvað í fari Sigfúsar minnti alltaf á afa, ekkert kom þeim nöfnum úr jafnvægi. Sigfús var gæfumaður í einka- lífi og starfi. Hann og Tóta voru jafn samhent og þau voru ólík. Það var skemmtilegt að heim- sækja þau til Noregs á námsárun- um og kynnast Jóni frænda en Bjarni var þá ófæddur. Seinna meir gat líka verið fjörugt í fjöl- skylduboðunum, hjónin höfðu með sér ákveðna verkaskiptingu, Tóta var skrafhreifin en Sigfús naut samvistanna helst með sem fæstum orðum. Fjölskyldan stækkaði til muna þegar Jón festi ráð sitt og barnabörnin þrjú voru mikill gleðigjafi. Síðustu árin hafa örlögin skammtað fjölskyldunni umtalsverð áföll þegar bæði hjón- in glímdu við erfið veikindi á sama tíma. En saman tókust þau stór- fjölskyldan á við þær áskoranir af þeirri festu og óttaleysi sem ein- mitt einkenndi Sigfús sjálfan. Við kveðjum kæran frænda með þakklæti og vottum fjölskyldunni innilega samúð. Sigrún, Gerða og Aldís. Sigfús Guðbrandsson ✝ María Alexandrovna Mitrofanovafæddist í Smolensk í Rússlandi 28. febrúar 1925. Hún lést í Breiðholti 17. júlí 2019. Foreldrar hennar voru Alexandr Iv- anovitsj Palkovskij og Alexandra Semjo- novna Palkovskaja frá Úkraínu. Eignmað- ur hennar var Júrij Mitrofanov frá Siverskiy í Rússlandi og saman áttu þau eina dóttur, Marinu, sem býr með fjöl- skyldu sinni á Íslandi. Útför Maríu hefur farið fram í kyrrþey. María var frontovik, hermaður í Rauða hernum sem sigraði nas- ista í seinni heimsstyrjöldinni. Fá- ir sem ég hef kynnst hafa lifað jafn viðburðaríka ævi. María var þátt- takandi í mörgum af stórviðburð- um mannkynssögunar. Hún fædd- ist í Smolensk árið 1925 og í gegnum lífið var hún þátttakandi í mörgum stórviðburðum mann- kynssögunar. Hún missti föður sinn á tímum hreinsana sem kenndar eru við Stalín. Hann hafði það eitt unnið sér til sakar að hafa verið prestur. Síðan þegar Þjóð- verjar réðust á Sovétríkin var hún einn af milljónum sjálfboðaliða sem fylltu raðir Rauða hersins og sigruðu óvininn að lokum. En jafn- vel á efri árum hafði sagan ekki sleppt af henni takinu. Þegar Lettland hlaut sjálfstæði varð það hlutskipti Maríu að verða ríkis- fangslaus í eigin landi. Það varð úr að hún flutti með fjölskyldu sinni til Íslands og eyddi efri árum sín- um í Breiðholti. Þannig var hún líka einn af nýju íbúum Íslands. Leiðir okkar lágu saman fyrir ánægjulega tilviljun og þegar ég áttaði mig á því að ég hafði kynnst hermanni úr seinni heimsstyrjöld- inni bað ég um að fá að taka við hana viðtal. Það fékk ég og þau urðu að lokum nokkur og úr varð að ég fékk þann heiður að skrá sögu hennar á bók. Það gerir mig dapran að María er ekki lengur á meðal okkar. En hennar var ævi vel lifuð og hún ferðaðist í gegnum stórbrotnari sögu en við flest get- um ímyndað okkur. Falleg og heillandi kona sem auðgaði líf þeirra sem fengu að kynnast henni. Gísli Jökull Gíslason. María Mitrofanova

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.