Morgunblaðið - 27.08.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.08.2019, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2019 Góð þjónusta í tæpa öld 10%afslátturfyrir 67 áraog eldri Flugvallarþjónusta BSR sér um að skutla þér út á flugvöll og aftur heim þegar þú ferð til útlanda. 5-8 manneskjur 19.500 kr. 1-4 manneskjur 15.500 kr. Verð aðra leið: 1:0 Steven Lennon 11. 2:0 Atli Guðnason 17. 2:1 Viktor Ö. Margeirsson 23 2:2 Höskuldur Gunnlaugsson 57. 2:3 Thomas Mikkelsen 62. 2:4 Thomas Mikkelsen 72. I Gul spjöldBrandur Olsen., Pétur Við- arsson. (FH), Viktor Örn Margeirs- son. (Breiðabliki). I Rauð spjöldDavíð Þór Viðarsson. (FH). FH – BREIÐABLIK 2:4 Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, 7. Áhorfendur: 1.030. M Cédric D’ulivo (FH) Atli Guðnason (FH) Steven Lennon (FH) Elfar Freyr Helgason (Breiðabliki) Viktor Ö. Margeirsson (Breiðabl.) Alfons Sampsted (Breiðabliki) Guðjón P. Lýðsson (Breiðabliki) Thomas Mikkelsen (Breiðabliki) KAPLAKRIKI/HLÍÐ- ARENDI/ÁRBÆRINN Guðmundur Hilmarsson Pétur Hreinsson Bjarni Helgason Rauða spjaldið sem Davíð Þór Við- arsson, fyrirliði FH, fékk að líta á 54. mínútu var vendipunkturinn í viður- eign FH og Breiðabliks í Kaplakrika. FH-ingar voru þá 2:1 yfir og búnir að vera mun sterkari aðilinn. Davíð braut á Brynjólfi Darra Willumssyni sem var slopinn einn í gegn og Vil- hjálmur Alvar, dómari leiksins, var fljótur að rífa rauða spjaldið á loft. Manni fleiri gengu Blikarnir á lag- ið. Þeir jöfnuðu þremur mínútum eft- ir að Davíð Þór fór af velli þegar Höskuldur Gunnlaugsson skallaði boltann í netið og danski sóknar- maðurinn Thomas Mikkelsen innsigl- aði sigur Kópavogsliðsins þegar hann skoraði tvívegis á tíu mínútna kafla. FH-ingar hófu leikinn með látum og komust í 2:0 á fyrstu 17 mínútum leiksins og það benti allt til þess að FH væri á leið að landa sínum fjórða sigri í röð. Steven Lennon opnaði markaveisluna og lagði svo upp mark fyrir Atla Guðnason sem skoraði þar með sitt fyrsta deildarmark í sumar. Viktor Örn Margeirsson minnkaði muninn fyrir Blika á 23. mínútu og FH-ingar voru 2:1 yfir þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. FH-liðið var töluvert sterkara liðið í fyrri hálfleik og hefði með smáheppni getað verið með meira forskot. Með sigrinum styrkti Breiðablik stöðu sína í öðru sæti deildarinnar og Kópavogsliðið heldur í veika von um að sækja að toppliði KR og koma sér í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn en Blikar eru nú sjö stigum á eftir vesturbæjarstórveldinu. Blikarnir voru mjög værukærir og opnir í varn- arleik sínum lengi vel í fyrri hálfleik en eftir að þeir urðu manni fleiri í byrjun seinni hálfleiks gáfu þeir vel í og gengu yfir FH-liðið. FH-ingar léku fyrsta klukkutím- ann virkilega vel en eftir brottvísun fyrirliðans hrundi leikur liðsins gjör- samlega. Þeir náðu engu skipulagi og hvorki aftasta varnarlínan né Daði markvörður litu vel út í mörkum Blikanna. gummih@mbl.is Reiði í leikslok Það voru nánast allir reiðir í leiks- lok á Hlíðarenda í gærkvöldi er Valur og Stjarnan gerðu 2:2-jafntefli í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu. Valsmenn voru súrir eftir að Patrick Pedersen klúðraði vítaspyrnu á 88. mínútu. Stjörnumenn voru æfir vegna marks sem dæmt var af þeim á 72. mínútu og hefði komið þeim í 3:1 í leiknum. Það var reyndar ekki rætt um neitt annað en þetta atvik. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörn- unnar, var manna reiðastur. „Ég er brjálaður,“ voru fyrstu viðbrögð Rúnars í samtali við Morgunblaðið en hann bankaði upp á hjá dómurunum eftir leik og vildi útskýringu. Hljóðaði hún á þá leið að aðstoðardómarinn hefði ekki séð hvort Þorsteinn Már Ragnarsson, sem skoraði markið, hefði snert boltann og því ekki flagg- að. Eftir að Helgi Mikael Jónasson, dómari leiksins, komst svo að því að Þorsteinn hefði skorað markið var það dæmt ógilt. Bakvörðurinn sparkvissi, Ívar Örn Jónsson, byrjaði leikinn í stað Bjarna Rauða spjaldið vendipunktur  Allt á suðupunkti á Hlíðarenda  Dómarasýning í Árbænum Morgunblaðið/Árni Sæberg Á flugi Ólafur Ingi Skúlason í baráttunni við Ásgeir Marteins- son í Árbænum. KNATTSPYRNA 2. deild karla: Vogaídýfuvöllur: Þróttur V. – Tindastóll .18 HANDKNATTLEIKUR Reykjavíkurmót karla: Origo-höllin: Valur U – Þróttur ................19 Austurberg: ÍR – Fram ........................19.30 Reykjavíkurmót kvenna: Dalhús: Fjölnir – Fylkir ............................20 Í KVÖLD!  Húsvíkingurinn Atli Barkarson er genginn til liðs við Frederikstad í Nor- egi eftir tveggja ára dvöl hjá Norwich City á Englandi. Þessi 18 ára knatt- spyrnumaður lék með unglingaliði Norwich og var heiðraður sérstaklega fyrir frammistöðu sína á síðustu leik- tíð. Atli, sem á að baki 24 leiki fyrir yngri landslið Íslands, vildi komast í lið þar sem hann gæti spilað „fullorðins- fótbolta“ en honum er ætlað að hjálpa Fredrikstad í toppbaráttu norsku 2. deildarinnar, þar sem níu umferðir eru eftir.  Manchester United verður án vinstri bakvarðarins Lukes Shaw næsta mánuðinn vegna meiðsla hans í læri. Þeir Anthony Martial meiddust báðir í 2:1-tapinu gegn Crystal Palace á laugardag en óvíst er hve alvarleg meiðsli Martials eru. Eitt ogannað Danmörk Bikarkeppni, 16-liða úrslit: Ringsted – SönderjyskE..................... 30:26  Sveinn Jóhannsson skoraði þrjú mörk fyrir SönderjyskE en Arnar Birkir Hálf- dánsson komst ekki á blað. 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.