Morgunblaðið - 27.08.2019, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 27.08.2019, Qupperneq 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2019 Sálm. 17.5-6 biblian.is Skref mín eru örugg á vegum þínum, mér skrikar ekki fótur. Ég hrópa til þín því að þú svarar mér, Guð,... ✝ Þóra Ólafs-dóttir fæddist á Akranesi 12. nóv- ember 1951. Hún lést á gjörgæslu- deild Landspítalans við Hringbraut 15. ágúst 2019. Foreldrar henn- ar voru Ólafur E. Sigurðsson, útgerð- armaður á Akra- nesi, f. 1926, d. 1964, og kona hans, Ástríður Sveinsdóttir, hús- móðir, f. 1926, d. 2010. Systur Þóru eru Helga Jóna, f. 1947, og Edda, f. 1950. Seinni maður Ástríðar var Magnús Sigurðs- son, f. 1930. Dætur hans eru Sig- ríður Margrét, f. 1959, Kristín eru Freyja, f. 2009, og Iðunn, f. 2011. Árið 1984 giftist Þóra seinni manni sínum, Aad Groeneweg, f. 1944. Aad hafði áður verið giftur Önnu Sverrisdóttur, f. 1945, sem þá átti soninn Sverri Ágústsson, f. 1965. Börn Þóru og Aads eru: 1) Harold, f. 1973. Eiginkona Bodil Groeneweg, f. 1969. Börn þeirra eru Pernille Björk, f. 2001, og Patrick Örn, f. 2004. Börn Bodil frá fyrra sam- bandi eru Kim og Camilla. 2) Íris Anna, f. 1979. Eiginmaður Þórarinn R. Pálmarsson, f. 1979. Börn þeirra eru Lilja Karitas, f. 2002, og Anna Kristín, f. 2006. Þóra starfaði lengst af hjá Sjálfstæðisflokknum, hjá LÍÚ og síðast hjá söluskrifstofu Þykkvabæjar í Garðabæ. Útför Þóru fer fram frá Akra- neskirkju í dag, 27. ágúst 2019, klukkan 11. María, f. 1964, og Herta Maríanna, f. 1965. Árið 1972 giftist Þóra fyrri manni sínum, Jóel Fr. Jónssyni, f. 1952. Synir þeirra eru: 1) Ólafur Þór, f. 1972. Eiginkona hans var Lára Óskarsdóttir, f. 1960. Sonur þeirra er Friðrik Þór, f. 2001. Núver- andi eiginkona Ólafs er Margrét Sif Hákonardóttir, f. 1968. Börn Margrétar eru Thelma Hlíf, f. 1995, og Jón Hákon, f. 2001. 2) Jón Pétur, f. 1978. Sambýlis- kona hans var Ásdís Sigurð- ardóttir, f. 1983. Dætur þeirra Eftir að hafa fylgt mömmu minni síðasta spölinn í þessu jarðlífi komst ég að því hversu mikil hetja hún var og hversu sterkan vilja hún hafði til að gera allt sem hún gat til að fá meiri tíma með sínum nánustu. Því miður dugði það ekki til, þrátt fyrir endalausa baráttu og dugn- að. Þessir kostir einkenndu mömmu sem var mér mikil fyr- irmynd í lífinu og sýndi mér oftar en ekki hvernig ætti að gera hlutina og hvernig best væri að leysa málin. Það má segja að mamma mín hafi sett stórt „M“ í „mig“ og gegndi hún lykilhlut- verki í að móta hver ég er og hvernig ég hugsa og geri hlutina. Hún var með einstaklega upp- örvandi og jákvætt viðhorf og kunni alltaf að segja réttu hlutina til að stappa í mann stálinu. Hún var einn af mínum mestu banda- mönnum og klettum í lífinu. Líklega var ég ekki nógu dug- legur að segja henni það og láta hana vita hversu miklu máli hún skipti mig og hversu mikið ég elskaði hana, en því miður gleymir maður sér stundum í amstri dagsins og þá lítur maður ekki upp til að segja ástvinum sínum hversu miklu máli þeir skipta. Mamma var ekki bara mamma, hún var líka amma eða heimsins besta amma að áliti barnabarnanna og svo var hún eiginkonan hans Aads og sinnti því hlutverki líka mjög vel eins og hennar var von og vísa. Alltaf var glatt á hjalla í kringum mömmu, hún var brosmild, hlát- urmild og notaði hvert tækifæri til að létta stemninguna. Hún var sannkallaður prakkari og er lík- legt að það sé skemmtilegra hin- um megin eftir að hún mætti í partíið þar. Þegar við vorum boðin í mat á Akranes til mömmu og Aads skipti aldrei máli hversu margir mættu eða hvenær við mættum, alltaf gat hún aðlagað matarboð- ið að fjölda og tíma. Þar sýndi hún þann mikla sveigjanleika sem hún bjó yfir sem skilaði sér í meiri gleði og stemningu þar sem alltaf var reynt að gera það besta úr hlutunum. Með fráfalli mömmu hefur bjartur logi í lífi mínu slokknað, en þegar fram líða stundir mun ég ná að tendra hann aftur að hluta með þeim ótal minningum sem ég á tengdum henni. Af sviðinu er stiginn mikill stuðbolti sem kunni svo sannar- lega að lifa lífinu og var alltaf til staðar fyrir alla sem í kringum hana voru. Ég vil bara segja takk mamma mín fyrir að hafa gert mig að því sem ég er í dag og hafa margoft vísað mér rétta veginn í lífinu og hjálpað mér að rata á rétta staði. Mun ég leita huggunar hjá henni „Möggu þinni“ eins og þú kallaðir hana Möggu okkar. Við munum passa upp á Friðrik Þór sem stoltur mun halda nafni þínu lifandi og njóta allra þeirra góðu ráða sem þú gafst áður en þú kvaddir okk- ur. Ólafur Þór Jóelsson. Elsku amma Tóta. Það er svo skrýtið að þú sért farin, við mun- um sakna þín mjög mikið. Þú gerðir allt til þess að hjálpa okk- ur, kenna okkur og lagðir þig sérstaklega fram við að prakk- arast og gera eitthvað skemmti- legt með okkur. Þú elskaðir að hlusta á okkur og heyra sögur af því hvað við vorum að bralla. Það var svo gaman að ferðast með þér, hvort sem það var fyrir norðan eða í útlöndum. Það hefðu sennilega ekki margar ömmur farið í brjálaðasta tækið í tívolíinu með barnabörnunum sínum, við hlógum endalaust í þeirri ferðinni. Við vorum svo sannarlega heppnar að eiga þig sem ömmu, takk fyrir allar ynd- islegu stundirnar – minningar um þær munu alltaf lifa með okkur. Elsku amma þú ert hetja, nú skaltu fara í þinn heim. Og veifa skaltu foreldrum tveim, þegar þú stígur til himna. (Anna Kristín) Lilja Karitas og Anna Kristín. Elsku Þóra mín. Það voru ekki létt spor þegar nærfjöl- skyldan þín gekk út í fallegu og kyrrlátu nóttina af gjörgæslu- deildinni þegar yfir lauk, eftir ótrúlega báráttu sem þú háðir af öllum mætti. Einstök manneskja með mikla réttlætiskennd, skipulögð og orðheppin enda laðaðir þú að þér börn sem fullorðna. Hugurinn reikar upp á Akra- nes þar sem okkar vegferð hófst á Neðri-Skaganum við gott at- læti, og á ég góðar minningar frá æsku okkar þriggja. Þú yngst af okkur, kát og uppátækjasöm og oft höfum við systur rifjað upp og skemmt okkur yfir því. Faðir okkar lést aðeins 38 ára gamall og þá fluttum við til Reykjavíkur með móður okkar. Veturinn á eftir var okkur ekki auðveldur. Fyrir rúmum þremur árum flytur þú á Akranes með Aad þínum og heilsuleysi fer að herja á þig en þú sýndir mikla þraut- seigju. Glæsilegt heimilið á Akranesi og bústaðurinn Gamla- Borg við Vesturhópsvatn voru þér mikið kær og dvölduð þið Aad þar öllum stundum, enda datt maður inn í algjöran æv- intýraheim þegar þangað var komið. Snillingur í matargerð, flott dekkuð borð og mikil alúð lögð í hvert smáatriði sem ekki verða leikin eftir. Elsku Þóra, símtölin verða ekki fleiri, ég mun sakna þeirra. Læknum og hjúkrunarfólki gjörgæslu Landspítalans við Hringbraut og Heilbrigðis- stofnunar Vesturlands Akra- nesi eru færðar þakkir fyrir alla alúð og fagmennsku. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Elsku Þóra mín þú ferð örugglega með alla gleði þína inn í Sumarlandið. Ég fel þig góðum Guði. Edda. Það eru margar minningar sem koma upp í hugann þegar hugsað er um Þóru frænku eða Tótu eins og hún var oft kölluð. Frænka sem alltaf hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Það var alltaf gott að koma heim til Tótu frænku. Hvort sem það var beint úr skólanum þegar ég var yngri, þá gaf hún mér að borða og ég lærði við eldhúsborðið hjá henni, eða þegar maður kíkti til hennar í Gömlu Borg. Alltaf var tekið vel á móti manni með bros á vör og hún hætti helst ekki fyrr en maður hafði þegið veit- ingar hjá henni. Það var alltaf líflegt í kringum Tótu og þannig vildi hún hafa það. Að taka á móti gestum og bjóða fólki í mat, það fannst henni gaman. Ef það var veisla í fjölskyld- unni kom Tóta yfirleitt að und- irbúningi eða skipulagi á ein- hvern hátt. Ekkert verkefni var of stórt í þeim efnum. „Hva’, við reddum þessu“ sagði hún oft þegar eitthvað var að vefjast fyrir okkur í skipulagi eða fram- kvæmd. Hjálpsemi var eitt af því sem einkenndi Tótu, alltaf boðin og búin að hjálpa með hvað sem var. Ef það voru einhverjar framkvæmdir í gangi tók hún að sér að gefa öllum að borða og það stundum svo mikið að lítið varð úr annarri vinnu. Tóta tók að sér ýmis verkefni eins og til dæmis að fara með mig í búðir fyrir jólin þegar ég var unglingur að kaupa jólaföt á mig. Ég held að okkur hafi báð- um þótt það jafn skemmtilegt og komum heim alsælar með jóladressið að sýna mömmu: Hermannabuxur og -jakka ásamt peysu sem var eins og skákborð. Mamma var ekki eins kát með jóladressið. Skemmtilegar minningar um Tótu munu ylja okkur í framtíð- inni. Elsku Aad, Óli, Jónsi, Halli, Íris og fjölskyldur, innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Ásta Ásgeirsdóttir. Það er erfitt að hugsa til þess og erfitt að sætta sig við það að þú sért farin, eftir stutt og óvænt veikindi. Frá því að ég var lítil stelpa hefur þú alltaf tekið mér opnum örmum, ég og Halli bróð- ir vorum heppin að fá þig sem aukamömmu, ég var bara fimm ára þegar ég kynntist þér. Það var alltaf gaman þegar ég kom í heimsókn, ég fékk sérstakt dek- ur enda eina stelpan í systkina- hópnum. Ég minnist þess að oft vorum við að greiða hvor annarri eða lakka neglurnar hvor á ann- arri – svona ef þú varst ekki að strauja. Mér fannst samt skemmtilegast þegar við fórum í Sædýrasafnið eða út úr bænum, þá sérstaklega í bústaðinn. Það var svo auðvelt að vera með þér, þú varst alltaf kát, létt og með húmorinn á réttum stað. Eftir að ég varð fullorðin og eftir að við Doddi eignuðumst stelpurnar kynntist ég nýrri Þóru, þá varstu amma Tóta eða Tóta tjúttamma. Þú blómstraðir í ömmuhlutverk- inu og mér þótti svo vænt um það hvað þú gafst þig alla í það hlut- verk. Öll minnigabrotin sem þú skapaðir með okkur og stelpun- um skína af gleði, kærleika, prakkaraskap og gríni. Ég er þakklát fyrir allar stundirnar sem við höfum átt saman, þótt ég vildi að þær hefðu orðið fleiri. Áhrifin sem þú skilur eftir í huga mínum og hjarta eru dýrmæt, þeirra áhrifa mun gæta svo lengi sem ég lifi. Ég mun sakna þín elsku Þóra mín. Hvíl í friði. Þín Íris Anna. Elsku vinkona okkar, Þóra Ólafsdóttir, hefur nú kvatt þetta líf. Vinátta okkar hófst þegar við gengum í Lionshreyfinguna. Fljótlega buðu Þóra og Aad okk- ur í sumarbústaðarferð í Skorra- dal, sem síðan varð kveikjan að matarklúbbnum okkar, sem stað- ið hefur í rúm 30 ár. Og það var Þóra sem var duglegust að halda hópnum saman. Við eigum óendanlega margar góðar og skemmtilegar minning- ar um samveru okkar með Þóru og Aad, sem við munum geyma með okkur. Sólarlandaferðir og ferðir með Lionsklúbbnum okk- ar, sem hafa verið fjölmargar öll þessi ár. Þóra var falleg kona, einstak- lega hjálpsöm, glaðleg og gest- risin og voru þau hjónin afar samrýnd. Síðasta samverustund okkar með Þóru var þegar hún hélt stelpuboð á heimili sínu um miðj- an júní sl. og ekki datt okkur þá í hug að það yrði okkar síðasta samvera með henni. Þóru verður sárt saknað af vinahópnum. Elsku Aad, við vottum þér, börnum ykkar, systrum Þóru og fjölskyldum ykkar allra, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Kristín og Örn, Sigríður og Magnús, Jóna og Helgi, Hugrún og Pétur Már, Elísabet og Örn. Í örfáum orðum viljum við minnast okkar kæru vinkonu Þóru Ólafsdóttur. Við vorum fyrst kynnt fyrir Þóru þegar Aad hélt upp á 40 ára afmælið sitt árið 1984. Okkur var strax ljóst að alvara lá að baki kynningu hans á nýju kærustu sinni, eða eiginkonu en þau höfðu gift sig þann sama dag. Aad hafði verið góðvinur okkar hjóna um árabil eða frá því að við bjuggum í Hollandi. Þóra var fljót að heilla okkur með sinni góðu nærveru, skemmtilegu framkomu, hlýleika og dillandi hlátri. Þóra og Aad komu bæði með börn úr fyrri samböndum. Það var aðdáunarvert að fylgjast með hversu vel gekk að sameina fjöl- skyldurnar með ástúð og um- hyggju að leiðarljósi. Sá staður sem var Þóru líklega kærastur var sumarbústaðurinn þeirra hjóna við Vesturhópið. Á þessum yndislega stað var stór- fjölskylda hennar samankomin. Það var dásamlegt að sækja Þóru og Aad heim og áttum við margar eftirminnilegar stundir þar við uppbyggingu, leik og samveru. Alltaf var fjör í kring- um Þóru hvort sem í Vesturhóp- inu eða þegar þau heimsóttu okk- ur hjónin í sumarbústaðinn okkar í Efstadal. Gaman er minnast hennar í ferðalögum okkar erlendis en við fórum tvisvar til Flórída og dvöldum þar í nokkrar vikur í senn. Við bjuggum saman, borð- uðum góðan mat, ókum um ríkið þvert og endilagt og skemmtum okkur konunglega, enda var Þóra frábær ferðafélagi. Síðasta ár var Þóru erfitt en hún barðist við veikindi sem illa gekk að greina. Það er óendan- lega ósanngjarnt að kona í fullum blóma sé hrifsuð frá okkur svona fljótt. Það verður ljúfsárt að rifja upp allar þær yndislegu minn- ingar sem við sköpuðum saman en í senn munum við sakna þess að þær geti ekki orðið fleiri eins og við gerðum ráð fyrir. Elsku Aad, Óli, Jónsi, Halli, Íris, Helga, Edda og fjölskyldur, við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. Minningin um Þóru mun lifa í hjarta okkar allra. Þínir vinir, Nanna, Kristmundur (Gotti) og fjölskylda. Það var fallegt ágústkvöld, fjölskyldan samankomin á gjör- gæslunni til að kveðja okkar elsku Þóru. Friðsæl og falleg stund en erfið. Ljósakrossinn á Hallgrímskirkjuturninum blasti við út um gluggann og veitti mér ró. Þóra fæddist á Akranesi, yngst okkar þriggja systra og ólst þar upp við gott atlæti til 14 ára aldurs. Þóra var líflegur krakki og unglingur og uppá- tækjasöm. Við andlát föður okk- ar flytur fjölskyldan til Reykja- víkur og Þóra fer í Hagaskólann. Þar undi hún sér vel, eignaðist þar góðar vinkonur fyrir lífstíð. Það er ekki hægt að minnast elsku Þóru systur án þess að nefna Þórð föðurbróður okkar. Þóra var skírð í höfuðið á honum og alla tíð var einstakur kærleik- ur með þeim, enda kölluðu strák- arnir hennar Þóru hann alltaf afa Dúdda. Þóra og Aad voru vinmörg og höfðingjar heim að sækja. Þegar von var á gestum, ég tala nú ekki um þegar veislur voru í undir- búningi, þá var Þóra í essinu sínu. Gormabókin góða tekin fram, spáð og spekúlerað um fjölda gesta og hvað ætti að bjóða upp á og helst leggja á borð tím- anlega. Þóra var mjög skipulögð í öllu svona. Ég naut oft góðs af hennar góða skipulagi, þá voru ófá símtölin okkar á milli og oft mikið hlegið. Stundum kom þessi góða setning: „Hvað, ertu ekki búin að leggja á borð, hvaða kæruleysi er þetta Helga mín. Á ég að koma og hjálpa þér?“ Eitt sinn þegar ég átti von á gestum í bústaðinn og búin að leggja á borð kemur Þóra yfir til okkar, lítur yfir borðið og segir: „Ætl- arðu virkilega að nota þennan dúk, áttu ekki einhvern skárri?“ Mín vildi hafa allt í stíl. Ófáir eru pakkarnir sem hún pakkaði og skreytti á sinn flotta hátt og skrifaði á kortin með sinni fal- legu rithönd. Þóra var sérlega hjálpsöm, gjafmild, skipulögð og vildi allt fyrir alla gera. Gamla-Borg við Vesturhóps- vatn, sumarbústaður Þóru og Aads, var þeirra líf og yndi. Þar vildu þau helst alltaf vera. Þar sem við Ásgeir erum í næsta bústað við hliðina var oft mikill samgangur, bara nokkur skref á milli og oft mikið hlegið og grín- ast. Það verður tómlegt í Vest- urhópinu án þín elsku Tóta mín. Við Þóra vorum alltaf mjög nánar og góðar vinkonur, töluð- um saman í síma daglega og stundum tvisvar á dag. Ef það kom fyrir að félli úr dagur þá fékk ég að heyra það frá henni. „Ég hélt ég ætti systur.“ Það var aldrei lognmolla í kringum þig elsku systir, þú hafðir þitt góða skap og alltaf stutt í glensið. Kærleiksríkari, skemmtilegri og betri systur er ekki hægt að óska sér og er ekki sjálfgefið og fyrir það verð ég ævarandi þakklát. Allar góðu minningarnar munu lifa. Elsku fallega og góða systir mín, við Ásgeir þökkum þér öll góðu árin sem við áttum saman og munum ávallt minnast þín með hlýhug, þakklæti og virð- ingu fyrir allt það sem þú varst okkur. Elsku Aad, Óli, Jónsi, Íris, Halli og fjölskyldur, síðustu vik- ur hafa verið ykkur erfiðar en þið hafið staðið þétt saman. Hjartans samúðarkveðjur til ykkar allra. Helga Jóna. Við kynntumst Þóru Ólafs- dóttur í gagnfræðaskóla þegar hún flutti með móður sinni og systrum frá Akranesi til Reykja- víkur. Á skólasetningu í Haga- skóla mætti stórglæsileg stúlka með stór falleg augu og löng augnhár. Þóra sagði raunar sjálf að það væri ekkert grín að hafa svona stór augu, það væri svo erfitt að opna þau á morgnana, um leið og hún spreyjaði á sig Cartier-ilmvatni sem var hennar einkenni alla tíð. Þóra féll strax auðveldlega inn í hópinn og heill- aði alla með glaðværð sinni og gríni. Á þeim tíma áttum við það sameiginlegt að hugsa aðallega um föt, stráka, hljómsveitir, bíó- ferðir, böll og trú á lífið. Síðar kom að því að stofna heimili. Við eignuðumst flestar börn á svip- uðum tíma og þá breyttust áhugamálin yfir í bleyjur, pela og annað sem tilheyrir ungbörnum. Þetta sameiginlega lífshlaup efldi vinskapinn. Við stofnuðum saumaklúbb meðan við vorum í gagnfræðaskóla og hittumst mánaðarlega og gerum enn, ekki til að sauma heldur til að njóta samvista og tala um gleði og sorgir lífsins. Þar var margt planað og brallað og með hverju árinu varð þessi samvera dýr- mætari. Hjá Þóru voru klúbbarn- ir einstaklega rausnarlegir og skemmtilegir. Þóra var vandvirk og myndarleg, allt sem hún tók sér fyrir hendur gerði hún með gleði og rausnarskap. Hún hafði einstaka hæfileika til að láta öll- um líða vel. Þóra bjó lengst af í Reykjavík, Garðabæ og Hafnar- firði en taugarnar lágu alltaf upp á Skaga og þangað flutti hún með Aad sínum fyrir nokkrum árum og þar ætluðu þau að njóta efri áranna. En margt fer öðruvísi en ætl- að er. Við minnumst vinkonu okkar með þakklæti og söknuði og vott- um Aad, Óla Þór, Jóni Pétri, Helgu, Eddu, Harold, Írisi og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Helga, Margrét, Jóna, Elín og Sólveig. Til Þóru Sól úti, sól inni, sól í hjarta, sól í sinni. Sól í sálu þinni. Kæra Þóra vinkona. Nú er komið að leiðarlokum, svo alltof fljótt. Við kynntumst fyrst á vinnustað endur fyrir löngu. Mynduðum fljótt, allir starfs- menn, góða vináttu sem átti þátt í að alltaf var gaman að fara í vinnuna. Árin liðu mörg því starfsferillinn spannaði fjölda ára. Þóra var hrókur alls fagnaðar. Fallegu augun hennar, stór og skær, brostu á móti eins og sólin Þóra Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.