Morgunblaðið - 23.08.2019, Side 4
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
H
vað gerir þú til að huga að
heilsunni?
„Ég huga mikið að sjálfsrækt
sem ég tel vera lykilinn að al-
mennri vellíðan og góðri heilsu.
Fyrir mig skiptir máli að vera í heiðarlegum
og nánum tengslum við mig sjálfa og minn
nánasta kjarna. Það er fátt eins gefandi og
nærandi og sönn vinátta. Þar datt ég í lukku-
pottinn, ég á sterkan bakhjarl í mömmu
minni, krakkarnir mínir eru frábærir ein-
staklingar og tilveran væri mun fátæklegri
ef ég ætti ekki vinkonur mínar.
Núna er ég að líka að einbeita mér að
þeirri list að losa mig úr óheilbrigðum sam-
skiptum og undan ábyrgð á flækjum og
hegðun annarra. Til þess er ég að læra að
sleppa hendinni af því sem ég hef ekki stjórn
á, takast frekar á við þá hluti eins og þeir
eru og afgreiða þá fyrir það sem þeir eru.“
Hvað þýðir góð heilsa fyrir þig?
„Ég tengi alltaf saman góða heilsu og and-
lega vellíðan. Grunnurinn er nægur svefn,
góð næring og hreyfing. Þennan grunn þarf
svo að krydda með einhverju sem maður hef-
ur gaman af. Ekki gleyma að leika sér. Núna
hef ég mjög gaman af því að hjóla og ganga
og þar vegur góður félagsskapur þungt. Þá
er ég alltaf að læra og vonandi gerir það mig
að betri manneskju.“
Hvað borðar þú daglega?
„Ég verð að viðurkenna að ég gæti tekið
betur til í mataræðinu. Ég hef aðallega átt
erfitt með að borða reglulega. Ég gleymi að
borða í amstri dagsins og svo fellur blóð-
sykurinn og viðbragðið lætur ekki á sér
standa. Gleypi eitthvað í mig – sem er við
höndina og án umhugsunar. Í dag reyni ég
að eiga soðið egg og skyr til að grípa í og
forðast brauð. Þessi litla tiltekt hefur hjálpað
mér mikið. Annars er ég sælkeri og elska að
borða góðan mat í gefandi félagsskap.
Ekkert jafnast til dæmis á við hvítlauks-
ristaðan humar, enda fæ ég vatn í munninn
bara við tilhugsunina.“
Hvernig æfir þú?
„Ég er svo heppin að eiga hund sem þarf
mikla hreyfingu. Ég fer í göngu daglega og
nýt samverunnar með Míu minni. Þess utan
reyni ég að æfa eða leika mér eitthvað á
hverjum degi, hvort sem það er að skokka,
ganga, hjóla eða fara í tíma í Hreyfingu.
Félagsskapur skiptir miklu í vali á æfingu og
leik, enda fátt sem jafnast á við að hitta góða
vinkonu.“
Hvernig hugsarðu?
„Ætli ég sé ekki eins og svo margir í
kringum mig, hættir til að ofhugsa hlutina.
Ég veit að hugarfar skiptir öllu og lykillinn
er að ná tökum á huganum. Til að ná betri
stjórn á hugsunum sínum er gott að ná fjar-
lægð og yfirsýn. Í fjarlægðinni fær maður
betri sýn á sitt nánasta umhverfi og nær
samhliða betri tökum á þeim aðstæðum sem
maður er í hverju sinni og hvernig best er að
bregðast við.“
Hvernig ferðu að því að vera besta útgáfan
af þér daglega?
„Ég ber ábyrgð á mér og minni líðan og
ég trúi því að ef ég ber umhyggju fyrir mér
og stýrist af kærleika fyrir mínum nánustu
verði ég besta útgáfan af mér. Þetta er samt
sem áður áframhaldandi ferli, maður nær
líklega seint endastöð í þessari bestun.“
Hvað viltu að lesendur viti?
„Verum góð við okkur, dæmum okkur ekki
hart, höfum frekar bara gaman af því að
vera til. Gerum raunhæfar kröfur til okkar.
Leyfum okkur að vera ófullkomin en samt
nóg.“
„Höfum
gaman
af því að
vera til“
Herdís Hallmarsdóttir lög-
maður er um þessar mundir í
EMBA-námi í Copenhagen
Business School. Hún elskar
útivist; að hjóla og ganga og
einbeitir sér einnig að þeirri list
að losa sig úr óheilbrigðum
samskiptum og undan ábyrgð
á flækjum og hegðun annarra.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2019
Stórhöfða 17 | metabolicreykjavik.is
OPIÐ ALLA DAGA VIKUNNAR
24 OPNIR TÍMAR Í TÖFLU O
rðið kulnun var án efa eitt af orð-
unum 2019 enda glíma margir
við það að vera útbrunnir.
Ástæður þess að fólk fer í kulnun eru fjöl-
margar en algengt er að fólk geri of mikið
og gætir ekki hófs. Helstu einkenni kuln-
unar eru kvíði, verkir, þreyta, hormóna-
ójafnvægi, doði, minnisleysi, óeðlileg
þyngdaraukning og depurð. Fólk vaknar
þreytt og er alveg búið á því. Það glímir
við tilfinningalega örmögnun, heilaþoku,
pirring og á erfitt með að sofna.
Inni á vef Kolbrúnar Björnsdóttir grasa-
læknis kemur fram að fólk sem er á
barmi lífsörmögnunar þurfi að passa upp
á að sofa nóg, setja mörk, forgangsraða
rétt, leika sér og gæta þess vel að dag-
leg rútína sé í jafnvægi. Hún hvetur fólk til
að breyta litlu hlutunum og sýna sam-
kennd. Hægt er að lesa meira um jurtir
sem geta hjálpað fólki í þessu ástandi
inni á www.jurtaapotek.is
Ertu á barmi lífsörmögnunar?
Ljósmynd/Thinkstock.