Morgunblaðið - 23.08.2019, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2019
Í Mýrinni í Garðabæ er í boði vatnsleikfimi ætluð fólki
með ýmis konar líkamleg óþægindi sem hamla fólki í
hreyfingum. Í vatninu verður allt svo miklu auðveld-
ara og hægt að gera eitt og annað sem ekki er gott á
þurru landi. Leikfimin hentar vel fólki með gigtar-
sjúkdóma, verki í baki, stirðleika í liðum og ýmis
önnur einkenni.
Þetta er hressandi leikfimi semmiðar að því að auka
úthald og styrk, liðka og veita ánægju af hreyfingu.
Við bæði göngum og hlaupum í vatninu, gerum
æfingar fyrir stóra sem smáa vöðva og njótum þess
að vera í skemmtilegum félagsskap. Æfingarnar eru
bætandi fyrir líkamann og nærandi fyrir sálina.
Næstu námsskeið byrja
11. september.
Margir hópar í boði.
Langar þig að prófa hressandi
VATNSLEIKFIMI?
Nánari upplýsingar veitir
Guðríður Jóna, íþróttakennari
netfang g-jona@internet.is
facebook - Mýrin vatnsleikfimi
Fjölbreytt og
hressandi G
uðni segir neysluna vera fíkn og að fjarvera
sé eina raunverulega fíknin, hvort sem við
notum efni, áfengi, mat eða afþreyingu til að
yfirgefa okkur sjálf og hverfa. Til að tengjast
þurfum við að næra okkur á líkama og sál,
læra að þiggja blessanir tilverunnar, vera þakklát. Það sé
ákvörðun sem flestir ættu að taka. Að vakna til vitundar er
tilgangurinn okkar hér á jörðinni.
Guðni Gunnarsson hefur komið sér vel fyrir í Rope
Yoga-setrinu í Garðabæ. Þegar ég heimsæki hann á fal-
legu skrifstofunni hans er eins og tíminn standi í stað.
Ég byrja á því að spyrja hann um fortíðina og æskuna.
„Ég átti yndislega móður sem kenndi mér allt um ást og
þakklæti ásamt fyrirlitningu og vanmætti. Mamma er
minn meistari. Hún var heiðarleg og hjartahlý kona sem
gaf mér allt sem hún átti og jafnvel meira. Hún kenndi
mér ást í gegnum það hvernig hún elskaði og síðan fyr-
irlitningu og vanmátt í gegnum það sem hún hafði ekki
stjórn á.“
Móðir Guðna skildi við þessa jarðvist þegar hann var 20
ára að aldri í sjálfsköpuðu slysi þegar hún féll af svölum úr
mikilli hæð. Það tók hann mörg ár að skilja að þessa móður
hafði hann valið og allt sem hún gerði var reynsla sem
hann þurfti að læra af. Enda trúir hann því að við veljum
okkur foreldra til að öðlast þann þroska sem við höfum val-
ið okkur að ná í þessari jarðavist. Guðni sjálfur var alinn
upp við kristin gildi og heiðarleika. Hann segir að for-
eldrar sínir hafi kennt honum fyrst og fremst að vera góð
manneskja.
Lærði að vera góðmenni
Faðir hans kenndi honum einnig ýmislegt en notaðist
mest við málshætti sem hann sáði í undirmeðvitund hans.
Það var síðan í gegnum afa sinn, Guðna, sem hann lærði að
vilja vera góðmenni.
„Ég hef alltaf haft mikla stjórn í lífinu og haft aga. En
þegar ég varð 40 ára að aldri stóð ég frammi fyrir því að
velja hvað mig langaði að gera við restina af lífinu. Hvort
ég vildi mig viljandi eða ekki og hver væri tilgangur minn í
þessari jarðvist. Þá var ég búsettur í Los Angeles, sem ég
flutti til 35 ára eftir að hafa nýverið skilið við fyrri eig-
inkonu mína sem ég átti einn son með,“ segir hann og bæt-
ir við:
„Þegar við viljum okkur, þá fyrirgefum við okkur og af-
neitum eineltinu á okkur sjálf. Við getum ekki fyrirgefið í
fortíðinni heldur fyrirgefið í núinu, stigið inn í kærleikann
og afsalað okkur vanmætti og ótta gagnvart lífinu.
Að fyrirgefa er að sleppa, láta frá sér viðhorf eða sögu
sem skilgreinir tilvist þína, yfirleitt á neikvæðan hátt. Það
ert þú sem sleppur þegar þú sleppir og fyrirgefur; þú
frelsast úr viðjum hryllingssögunnar sem þú samdir og
viðhélst með því að endursegja aftur og aftur til að þjóna
skortdýrinu. Fyrirgefningin er forsenda frelsis og rýmis
og rýmið er áunnin heimild, traust og styrkur sem gerir
þér kleift að láta frá þér skjöldinn og opna hjartað, vera
einlægur og aðgengilegur orkunni og ljósinu – að vera full-
valda valfær skapari.“
Ákvað að snara heiminn
Guðni notaði umbreytingarsálfræði á þessum tímamót-
um í lífinu. Hann sagði skilið við allt sem þjónaði ekki til-
ganginum, m.a. lagði hann áfengi og önnur hugbreytandi
efni á hilluna. Hann ákvað að snara heiminn með rope
yoga og hélt stóra veislu til að halda upp á vegferðina.
Hvernig var að skilja við áfengi?
„Ég er feiminn að eðlisfari og hafði neytt áfengis til að
tengjast öðrum og gera mig aðgengilegri fyrir fólkið í
kringum mig. Ég var ekki í stjórnleysi en þetta þjónaði
mér illa. Þegar ég lét af þessu fann ég hvernig ég varð
meira til staðar í lífinu. Mér fannst hins vegar fólk verða
meira upptekið af þessu en ég var, svo ég fann mér leið til
að útskýra þetta með orðum. Ég sagði við fólk að ástæða
þess að ég væri hættur að drekka væri út af hjartanu og
lagði lófann á hjartað um leið og ég útskýrði þetta. Ég gaf
síðan fólki frelsi til að túlka hvað ég væri að meina. Ég vildi
hætta að drekka til að hlúa að hjartanu og opna hjarta-
stöðina en fólk spurði mig vanalega ekki meira út í það.“
Seinna las Guðni áhugaverða setningu í bók sem lagði
áherslu á að það væri ekki annarra að skemmta honum.
,,Það var þá sem ég ákvað að taka ábyrgð á eigin skemmt-
un og minnka útsækni mína á þessu sviði.“
Það er áhugavert að ræða við Guðna um neyslu því hann
segir að við séum neytendur. „Eðli málsins samkvæmt
þýðir þetta að við séum að neyta og þar af leiðandi „í
neyslu“. En það þýðir líka að við höfum val og vald til að
neita því sem er verið að selja okkur á hverjum tíma, öllu
dótinu og lausnunum sem er ýtt að okkur og við erum
hvött til að kaupa í nafni skortins til að verða betri mann-
eskjur. Sem neytendur höfum við alltaf neitunarvald.
Neytandinn hefur öll völd. Um leið og við segjum nei
stoppar vitleysan. Markaðskerfið er því ekki sökudólgur,
ekki frekar en brennivín og skyndibiti. Þetta er ekki vin-
sæl fullyrðing en ég stend við hana: Það er ekki til fitandi
matur og fyllandi brennivín, aðeins fitandi fólk og fyllandi
manneskjur.
Ég þekki ekki marga einstaklinga sem kunna að drekka
án þess að yfirgefa sig. Þeir búa flestir erlendis.“
Þegar við yfirgefum okkur sjálf
Guðni segir efnin sem við getum notað til að yfirgefa
okkur af alls konar tagi, þau eru meðal annars hvítur syk-
ur, annað fólk og eiturlyf. ,,Andstæðan við neyslu er nær-
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
„Viltu þig
jafnvel
þegar
þú vilt þig
ekki?“
Guðni Gunnarsson er á því að
ást sé eina tilfinningin og að allt annað
sé blekking. Að við mannfólkið leitum
ólíkra leiða til að hafna okkur sjálfum
og afneita ljósinu. Hann segir að
við getum valið að vera vínber
eða uppþornaðar rúsínur.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is