Morgunblaðið - 23.08.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.08.2019, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2019 þegar ég fer út með vinkonum mínum á salsaklúbba. Þar mæta allir til að dansa og skemmta sér. Andrúmsloftið er létt og skemmtileg. Þú sérð engan í fýlu að dansa og það kann ég að meta.“ Saknar elsta sonarins mikið Hvernig tilfinning er það að elsti sonurinn sé fluttur til Ítalíu? „Bara mjög góð. Ég sakna hans samt rosalega mikið. Ég er mjög stolt af honum. Það gefur mér mestu ánægj- una að hlúa að börnunum og sjá þau komast eins langt og þeir geta í því sem þeir ákveða að leggja fyrir sig.“ Hvernig stendur þú best með börnum þínum? „Með því að setja þau alltaf í fyrsta sætið. Mér finnst það sjálfsagt. Ég geri það alltaf og hef alltaf gert það fyr- ir fjölskylduna.“ Er það mikil vinna að fylgja drengjunum eftir í knatt- spyrnu? „Já það er mjög mikil vinna. Að skutla og sækja á æf- ingar alla daga vikunnar og svo eru leikir allar helgar og síðan mót þegar deildin er búin að spila í maí. Þetta er harður heimur sem þeir eru í frá unga aldri ef börnin spila í góðum klúbbum. Það þarf að hafa hugarfarið í lagi og einnig mataræðið. Ég hef reyndar alltaf alið þá upp við mikla hollustu svo ég er ekki mikið að predika mat- aræði yfir þeim. Við borðum bara holla hreina fæðu og ég kaupi aldrei skyndibita. Þeir reyndar biðja aldrei um slíkt. Ég er yfirleitt bara með heimagerðan mat. Síðan finnst mér jákvætt hugarfar koma manni langt. Það er margt nógu erfitt í lífinu, svo ég æfi mig í að vera þakklát og reyni að kenna þeim það áfram. Ef þeir vilja komast þangað sem þeir stefna verða þeir að leggja mikið á sig. Sem er einmitt það sem þeir hafa gert. Þeir eru einbeitt- ir í sínu og hugsa vel um hvað þeir borða. Þeir eru að spila í hörðum heimi.“ Hvernig undirbýr maður börn fyrir slíkt? „Með því að kenna þeim að gefast ekki upp og að lífið geti stundum verið eins og rússíbani. Stundum gengur vel og stundum illa. Ef hausinn á okkur er í lagi og mað- ur er sterkur andlega þá eru allir vegir færir.“ Hver er fyrirmyndin þín? „Örugglega mamma og ömmur mínar. Þær eru allar með mismunandi kosti sem ég hef tekið mér til fyr- irmyndar. Kvenleggurinn í fjölskyldunni eru sterkar konur sem kunna ekki að gefast upp. Þær kvarta aldrei og halda alltaf áfram.“ Hvað með þá sem njóta mikillar velgengni en börnin sitja eftir? „Já ég hef ekki reynslu af slíku. Ég tók þá ákvörðun þegar börnin voru lítil að setja fókusinn á þau. Ég er heppin með hversu jarðbundnir og góðir strákarnir mín- ir eru, en ég get ekki ímyndað mér að hægt sé að vera hamingjusamur ef börnunum líður ekki eins.“ Ástin kemur þegar hún kemur Hvað um ástina? „Já, er ástin ekki yndisleg? Það er til fullt af sætum mönnum þarna úti, en ég vil klára þennan kafla í lífi mínu og er ekki að stressa mig á neinu. Ástin kemur bara þeg- ar hún kemur.“ Hvað skiptir þig mestu máli í fari fólks? „Það er fyrst og fremst heiðarleiki, hreinskilni, um- burðarlyndi og góðmennska. Síðan finnst mér mikilvægt að kunna að taka tillit til annarra og vera skilningsríkur. Þegar kemur að karlmönnum finnst mér einnig jákvætt að vera fyndinn og skemmtilegur og með húmor fyrir sjálfum sér.“ Verður sterkari með árunum Ragnhildur varð fertug fyrir tveimur árum og þegar hún er spurð að því hvernig henni finnist að eldast segist hún bara vera ánægð með það. „Mér finnst æðislegt að eldast og finnst ég mýkjast með aldrinum, en á sama tíma verða miklu sterkari. Ég hef góða tilfinningu fyrir því að vera sjálfstæð og finnst ég í raun og veru geta flutt fjöll. Ég vil vera sjálfri mér nóg. Ég er hamingjusöm í eðli mínu og kann betur og bet- ur að meta hlutina í kringum mig.“ Hvað veit enginn um þig? „Ég held það sé ekkert sem enginn veit. Kannski eru margir sem ekki vita hvað ég hef mikla ástríðu fyrir börnunum mínum. Að koma þeim áfram á góðan stað í líf- inu.“ Hver er uppskriftin að því að líta vel út að þínu mati? „Ég held það sé ekki til nein leyniuppskrift að því, nema bara að hugsa jákvætt til sín og sjá að maður er bara fínn eins og maður er eða í það minnsta alltaf að reyna sitt besta. Að vera ekki að rífa sig niður og muna að maður er ekki verri en hver annar. Vera hamingjusamur því hamigjan skín í gegn og svo er mikilvægt að brosa. Hreyfing bætir og kætir og léttir lundina. Jákvæð hugs- un kemur manni langt og síðan að borða hreinan mat og allt í hófi.“ Er orðin þreytt á því að búa ein erlendis Heldurðu að þú komir heim til Íslands aftur? „Já, ég hugsa að ég komi heim eftir nokkur ár. Þegar börnin eru komin á réttan aldur. Ég er orðin smávegis þreytt á því að búa ein erlendis og langar að hafa lífið svo- lítið einfaldara,“ segir hún og játar að það geti tekið á að pússla dagskránni saman þannig að allt smelli. Hvað gætirðu hugsað þér að leggja fyrir þig hér heima? „Ég er opin fyrir svo mörgu. Ég elska allt sem tengist líkamsrækt og hreyfingu þannig að kannski verð ég á þeirri línu. Ég er opin fyrir svo mörgu og til í að leyfa hlutunum að koma í ljós.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Ragnhildur þekkir ekkert annað en að líf hennar snúist um fótbolta. Verð frá 94.990 Vitamix blandararnir eiga sér engan jafningja. Mylja nánast hvað sem er. Búa til heita súpu og ís. Hraðastillir, prógrömm og pulse rofi sjá til þess að blandan verður ávallt fullkomin og fersk! Byrjaðu haustið með stæl Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is Ascent serían frá Vitamix

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.