Morgunblaðið - 23.08.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.08.2019, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2019 H örður hefur í rúm 15 ár starfað á fyrirtækja- sviði Brimborgar þar sem han selur bíla til fyrirtækja og iðnaðar- manna. Fyrir rúmu ári keypti hann hús í Þingholtunum sem hann er að láta rífa. Hann átti sér draum um að end- urbyggja húsið með yngri syni sín- um, sem var handlaginn og hafði gaman af því að smíða. Hörður átti tvo syni. Annar þeirra, sá eldri, býr hjá móður sinni og er á leiðinni í nám erlendis. Sá yngri lést fyrir ári úr krabbameini. Hörður er fyrirmynd margra í því að takast á við sorgina. Af Sjóminjasafninu í jóga „Ég hef alltaf verið mikið fyrir hreyfingu. Í tugi ára stundaði ég hlaup. Síðan skildi ég fyrir sjö árum og jók þá aðeins við hlaupin. Síðar fékk ég álagsmeiðsl tengd hlaupun- um og þurfti að hvíla samkvæmt læknisráði. Ég man einn sunnudags- morgun fyrir nokkrum árum, þar sem ég sat heima og var að velta fyrir mér á hvaða safn ég gæti farið til að njóta morgunsins. Þá sá ég að eina safnið sem var opið svona snemma var Sjóminjasafnið í Reykjavík á Grandagarði. Ég fór á safnið, sem er einstaklega fallegt og langaði síðan í kaffibolla eftir það. Það var ekkert kaffihús opið nema Kaffivagninn úti á Granda og ég var ekki í skapi fyrir það. Ég keyrði um á þessu svæði og sá þá húsnæði sem var fallega merkt og fullt af fólki á leiðinni þangað inn. Ég hugsaði með mér að þetta hlyti að vera kaffihús og var þá eins og teymdur inn í Sólir jógastöð. Það er upphafið að því að ég byrjaði að stunda jóga. Frá þessum tíma hef ég stundað jóga reglulega.“ Það var síðan fyrir ári í upphafi september sem hann komst að því að það væri skipulögð jógaferð áætluð til Srí Lanka. „Þetta var stuttu eftir að ég hafði misst son minn og ég var algjörlega búinn á því á líkama og sál. Ég upplifði alls konar tilfinningar, meðal annars djúpt þunglyndi, og var eins og eðlilegt er bugaður af sorg og tilfinningum sem ég ekki skildi. Þar sem ég hafði verið í jóga áður en þetta gerðist ákvað ég að fara í gegn- um sonarmissinn þannig að ég leyfði öllu að koma til mín. Ég vildi ekki loka á sorgina, eða flýja hana, heldur leyfa henni að dvelja í mér. Ég vildi ekki fara á flótta heldur ná tökum aft- ur á lífinu.“ Hörður skráði sig í ferðina á þess- um tíma sem var síðan farin í mars á þessu ári. ,,Ég hef alltaf verið mjög náinn börnunum mínum. Sá eldri bjó með mér en sá yngri með móður sinni. Ég Hörður Guðjónsson er hógvær maður sem hefur tekist á við þá sorg að missa barn á einstakan hátt. Hann notar jóga og hug- leiðslu til að takast á við tilfinningarnar og segir að ef maður flýr ekki aðstæður verði sársaukinn til þess að gera mann sterkari. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson Ljósmynd/Aðsend „Ég hef setið með stingandi sárar til- finningar“ Hörður Guðjónsson hefur gengið í gegn- um mörg áföll í lífinu. Hörður Guðjónsson fljótandi á Sri Lanka fyrr á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.