Morgunblaðið - 23.08.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.08.2019, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2019 É g ákvað að láta gamlan draum verða að veruleika og opna mína eigin heilsu- rækt sem byggist á minni eigin sýn á heilbrigði lík- ama og sálar. Yama heilsurækt verð- ur opnuð fljótlega og það hefur verið í mörg horn að líta. Standsetning á húsnæði og svo að taka við miklum fjölda skráninga hefur tekið mestan tíma. Ég raða fólki saman í litla hópa til að tryggja árangur og ánægju. Kerfið hefur verið í þróun í nokkurn tíma og fjöldi fólks sem hefur náð ár- angri nú þegar. Allir hlakka til að mæta í næsta tíma. Á sama tíma er ég að bæta við Hot&Strong-æfingakerf- ið sem konur hafa aðgang að á mjög sanngjörnu verði í fjarþjálfun.“ Hvað þýðir góð heilsa fyrir þig? „Að vera við góða heilsu er mats- atriði og að mínu mati er það auðvitað góð heilsa að geta sofið vel, geta hreyft sig og teygt í allar áttir, en góð heilsa er líka andleg. Ef mér líður vel, og finn að ég er tengd sjálfri mér og streitan er í lágmarki, þá finnst mér ég vera heilsuhraust. Það er samt bara svo erfitt þegar streitan er mik- il, en því miður eru langflestir að glíma við það ástand og ég þar á með- al. Það er ýmislegt sem ég kann til að draga úr streitu, með jóga, æfingum, göngutúrum og með því að tryggja góðan svefn, sem tekst nú því miður ekki alltaf.“ Hvernig mataræði ertu á sjálf? „Ég er ekki á neinu sérstöku mat- aræði og orðin leið á því að fylgja ein- hverju sérstöku. Stundum tek ég föstu og borða frá 12-19, þrjár mál- tíðir, en í miklum vinnutörnum finnst mér betra að borða oftar og minna í einu. Ég finn mig alltaf best þegar ég borða hreina fæðu sem ég útbý sjálf. Góður chia-grautur er t.d. eitt það besta sem ég fæ. Allir kúrar eru sölu- vara sem með öflugri markaðs- setningu eiga að skapa tekjur fyrir fólk og fyrirtæki. Í öllum hraðanum erum við ginnkeypt fyrir lausnum og alltaf til í að prófa eitthvað nýtt. Á meðan heldur þessi iðnaður áfram að stækka og blómstra. Þótt þessir kúr- ar hafi kennt mér margt gott og gefið mér hugmyndir að nýjum uppskrift- um hef ég líka staðfest að þeir virka ekkert sérstaklega vel og eru alls ekki fyrir alla. Það er svo áhugavert hvernig við hugsum. Núna eftir þetta frábæra sumar þegar margir eru búnir að borða og drekka meira en venjulega er rokið á ketófæði til að græja hlut- ina í stað þess bara að borða meira hollt. Þetta er auðvitað galið. Ég er ekki að segja að ketó virki ekki en það er samt áhugavert hvað margir beita sig hálfgerðu ofbeldi í mataræði með því að vera á kúrum sem þeir þurfa ekki að vera á.“ Af hverju byrjaðir þú að starfa við heilsurækt í upphafi? „Fyrsta stöðin sem ég æfði hjá var Baðhúsið og þau auglýstu hóptíma- kennaranámskeið sem ég skellti mér á og ég var með í maganum yfir því að þurfa að kenna sjálf á námskeiðinu en eitt leiddi af öðru og Sævar bróðir Lindu Pé gaf mér tækifæri og þannig hófst þetta allt saman.“ Hefurðu alltaf verið í svona góðu formi? „Ég hef alltaf hreyft mig mikið og hef þurft á því að halda en nei, ég hef ekki alltaf verið í góðu formi. Eftir að ég átti elsta strákinn minn fyrir 21 ári var ég í mjög lélegu formi, alltof þung, og þá fór ég af stað og hef ekki stoppað síðan en ég hef ekki alltaf æft eða kennt eins.“ Hvað gerir fólk almennt rangt þegar heilsan er annars vegar? „Grunnvandinn er streita, en léleg- ur svefn, mikil drykkja, næringarlaus matur og annað óhóf er afleiðing af streitu. Það er kominn tími til að skoða vandlega hvað þetta þýðir og skilja rót vandans. Það eru til dæmis fjölmargar konur sem þrá að losna við aukakíló sem sitja sem fastast vegna streitu en ekki endilega rangs mataræðis. Streita hefur áhrif á mat- aræði sem setur hormónakerfið úr skorðum og þegar það gerist fer mjög margt úrskeiðis, t.d. meltingin. Það er samt ánægjulegt hversu margir eru orðnir meðvitaðir um mikilvægi þess að hreyfa sig, njóta náttúrunnar og þeirra jákvæðu áhrifa sem hreyfing hefur á andlega líðan. En betur má ef duga skal. Ég skora á fleiri vinnustaði til að hvetja starfs- fólk sitt til dáða. Styðja fólk til að stunda hreyfingu, hvort sem er á morgnana, í hádeginu eða á kvöldin. Betri líðan skilar sér í betri afköstum og andinn verður léttari fyrir vikið.“ Aðeins á persónulegum nótum – hvaða lífsreynsla hefur breytt þér mest? „Ég varð ólétt 17 ára og á sama tíma var ég rekin úr FB fyrir mæt- ingu, sem var ákveðinn skellur en mjög fyndið eftir á. Sem betur fer tók annar skóli við mér og ég hugsaði þarna að ég yrði bara að nota hvern dag og hvert ár af viti. Þannig að ég ákvað að hætta að vera „tossi“ í fullu starfi, tók mig á og byrjaði að læra af fullri alvöru.“ Hvað þýðir andleg góð heilsa fyrir þig? „Fyrir mig persónulega hefur hún jafn mikla þýðingu og líkamleg heilsa. Við getum glímt við líkamleg veikindi og andleg og það er enginn munur þar á þótt við dæmum oftar fólk sem á við andleg veikindi að stríða. Mín heilsa er undir mér kom- in. Auðvitað spyrja veikindin ekki um stétt eða stöðu eða það sem á undan er gengið. Því er ég óendanlega þakk- lát fyrir mína líkamlegu og andlegu heilsu. Sjálf hef ég náð miklum tökum á líkamlegri heilsu og alltaf betur á andlegu hliðinni þar sem ég nota jóga, slökun, öndunaræfingar og önn- ur tól sem hjálpa mér að rækta hug- ann, ræð betur við tilfinningar og hef þannig bætt andlega heilsu. Með öllu því jóganámi sem ég hef bætt við mig er ég vel í stakk búin til að huga að eigin heilsu annarri en þeirri íkam- legu og það sem meira er hjálpa öðr- um með bæði líkamlega og andlega líðan.“ Af hverju jóga og hugleiðsla? „Í gegnum jógalífsspeki hef ég öðl- ast betri skilning á lífið, mig sjálfa og aðra sem ég finn ekki annars staðar. Hugleiðsla eða öndunaræfingar koma svo ró á öll kerfin okkar og ég finn bara svo mikinn mun þegar þetta tvennt er hluti af mínu lífi. Ekki mis- skilja, ég er langt frá því að vera full- komin og dett inn og út. Ég er núna í 800 klukkustunda jógaþerapíunámi hjá Kristbjörgu Elí og það er eitt það magnaðasta sem ég hef lært lengi en ég á um 12 mánuði eftir í því námi. Þetta er líklega öflugasta verkfæri sem ég hef kynnst til að vinna með líkama fólks sem t.d. er að kljást við streitu.“ Er eitthvað sem þú ert að vinna í persónulega núna? „Stærsta verkefni mitt þessa stundina er að hafa stjórn á eigin lífi þannig að ég nái jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Það verður víst enginn hamingjusamur af því að bara vinna!“ Hafa kennarar eitthvað að gefa nema þeir hafi yfirunnið sömu áskoranir sjálfir? „Öll höfum við eitthvað að gefa þar sem við höfum jú hvert um sig upp- lifað hluti hver á sinn hátt. Að mínu mati eiga þjálfarar og kennarar að vera fyrirmynd þeirra sem þeir eru „Allir kúrar eru söluvara“ Guðríður Erla Torfadóttir eigandi Yama heilsuræktar er að láta gamlan draum verða að veruleika; að opna sína eigin heilsurækt. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Kramhúsið ORKUSTÖÐ Í MIÐBÆNUM SKRÁNING HAFIN Á NÝ NÁMSKEIÐ Sími 551 5103 · kramhusid.is Gengið inn frá Bergstaðastæti – Litríkt port við hliðina á Rauða Kross búðinni. Tryg gðu þér pláss! Sérsniðnir einkatímar í hópefli og dansstuði fyrir vina- og vinnuhópa, steggi og gæsir – og allt þar á milli. ORKA Y Pilates Y Hatha YVinyasa Y Scaravelli YHerra Yoga YHádegisleikfimi Y Zumba Y Músíkleikfimi Y Freestyle fusion DANS YAfró Y Ballett Y Beyoncé Y Burlesque Y Bollywood Y BalkanY Contemporary Y Flamenco YMagadans YNostalgía Y Jallabína Y Tangó BÖRN&UNGLINGAR Y Breikdans Y Fortnite Y Leikur og skapandi hreyfing GLEÐI–GLEÐI–GLEÐI K V IK A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.