Morgunblaðið - 23.08.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.08.2019, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2019 LEIKFIMISYSTUR Leikfimi og félagsskapur Íþróttasal Fossvogsskóla eða Melaskóla eftir því hvað hentar þér best. Æfingar á þriðjudögum og fimmtudögum kl: 17:00 -18:00 – Vorönn 3. sept.-12. des. Aðeins 23.000 kr. – Ókeypis prufutími Nánari upplýsingar og skráning: asdishall@gmail.com / s 777 2383 H vað gerir þú til að huga að heilsunni? „Ég hef alltaf verið mjög meðvituð um heilbrigðan lífsstíl og hreyfingu, og hversu miklu máli það skiptir fyrir mann til að geta tekist á við daglegt líf. Ég er alls enginn keppandi í járnkarlinum eða járnkonunni og myndi líklegast ekki ná inn í þá keppni. En ég hreyfi mig markvisst 4-5 sinnum í viku og hugsa um hvað ég borða. Ég er alls ekki fanatísk með þetta samt sem áð- ur en ég finn bara hvað það er allt meira fókuserað hjá mér þegar ég byrja daginn á æfingum.“ Hvað þýðir góð heilsa fyrir þig? „Góð heilsa fyrir mér er ekkert endilega að vera með 14% fitu og „sixpack“, heldur er góð heilsa fyrir mér andlega hliðin. Því ef andlega hliðin er í topp- standi fylgir hitt yfirleitt með. Lífið verður líka bara aðeins auðveldara og skemmtilegra ef jákvæðni og gleði fá að ráða ríkjum.“ Hvað borðar þú daglega? „Ég byrja morguninn yfirleitt á grænu bombunni sem er alveg geggjuð, en ef ég er á fleygiferð sulla ég ab-mjólk og múslí í skál og skófla í mig. Hádegismaturinn er yfirleitt flatkökur með alls kon- ar áleggi, skyr, hrökkkex, súrdeigsbrauð eða eitthvað þess háttar. Seinnipartinn fæ ég mér yfirleitt einhvern ávöxt eða „smoothie“, til að klára daginn. Ég er týpan sem þarf að borða á þriggja tíma fresti, annars verður fjandinn laus. Ég reyni því að finna mér gott millimál, svo að enginn lendi illa í mér. Ég er eins og sólskins- barn nema þegar ég finn til svengdar. Þá halda mér engin bönd. Kvöldmaturinn er svo yfirleitt fiskur, kjúklingur eða í raun það sem mér dettur í hug hverju sinni. Ég er nú enginn meistarakokkur en ég er nokkuð góð að herma eftir uppskriftum og mér finnst virkilega gaman að elda þó að maturinn heppnist kannski ekki alltaf eins og ég hafði ímyndað mér.“ Hvernig æfir þú? „Ég hef æft hjá honum Robba í Bootcamp í að verða 13 ár. Ég hef alltaf haldið aðeins aftur af mér hjá hon- um, því ég hef viljað leyfa Katrínu Tönju að eiga við hraustasta konan-titilinn. En Bootcamp hefur allt sem ég þarf; félagsskapinn, æfingarnar, fjölbreytnina og þjálfara sem reyna alltaf að ýta manni aðeins lengra en maður heldur að maður komist. Svo fer ég reglulega til hennar Yesmine Olsen, vin- konu minnar, í einkaþjálfun, þar sem við, eða öllu held- ur hún lætur mig gera eitthvað allt annað en ég geri í Bootcamp. Þessi samsetning er að gera mikið fyrir mig.“ Hvernig hugsarðu? „Mamma segir að ég hafi sofið þangað til ég varð 6 ára, þannig að ég hef vaknað við grunnskólaald- urinn úthvíld, því ég er alltaf full af orku. Ég reyni yfirleitt að fók- usera á það sem gerir mig glaða og jákvæða og hef náð að prenta það mjög langt inn í minn karakt- er. Ef ég ætti að lýsa hugsunum mínum dagsdaglega í lit mundi ég segja gulur. Það er yfirleitt bjart í mínum huga. Nema þegar ég er svöng.“ Hvað gerir þú til að verða besta útgáfan af þér daglega? „Ég er glöð og jákvæð að eðlisfari, og ef ég finn nei- kvæðni læðast að mér þá er ég fljót að slá hana frá mér. Svo valhoppa ég út í daginn og nýt hans í tætl- ur.“ Hvað ætti fólk að vita um þig? „Að ég er búin að vera gríðarlega dugleg að fara út að hlaupa í sumar. Mér finnst mikilvægt að deila því með lesendum, því hlaup eru ekki mín sterkasta grein. Ég er samt hrikalega lélegur hlaupari og gæti mögu- lega ekki bjargað lífi mínu með hlaupi, en það er eitt- hvað sem ég hef lært að lifa með. Læt það samt ekki stoppa mig. Ég verð orðin eins og antílópa ef ég held þessu áfram.“ „Góð nema hún finni til svengdar“ Skemmtikrafturinn Eva Ruza hefur alltaf verið mjög með- vituð um heilbrigðan lífsstíl og hreyfingu. Hún keppir ekki í járnkarlinum ennþá, þó hún æfi mörgum sinnum í viku. Hún er að verða að antílópu, að eigin sögn, vegna hlaupa sem hún byrjaði að ástunda í sumar. Elínrós Líndal |elinros@mbl.is Ljósmynd/Aðsend Eva Ruza er mikið fyrir hreyfingu og hefur verið að hlaupa mikið að undanförnu. Eva Ruza segist ekki vera á leiðinni í Járnkarlinn á næstunni. En hver veit? „Ég er glöð og jákvæð að eðlis- fari, og ef ég finn neikvæðni læðast að mér þá er ég fljót að slá hana frá mér.“ Eva Ruza er skemmtileg kona sem tekur lífinu ekki of alvarlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.