Morgunblaðið - 23.08.2019, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.08.2019, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2019 MORGUNBLAÐIÐ 23 Ertu tilbúin? Við tökum vel á móti þér! Haustnámskeið JSB eru að hefjast Velkomin í okkar hóp! Innritun og nánari upplýsingar í síma 581 3730 og á jsb.is E F L IR / H N O T S K Ó G U R TT-námskeiðin Frá toppi til táar Námskeiðin eru sniðin að þörfum kvenna sem vilja losna úr vítahring óheppilegs lífsstíls og „fá sjálfar sig til baka“. Núna geturðu reiknað með meiri árangri fyrir minna verð! Kynntu þér nýja hvatningarkerfið okkar sem sló svo rækilega í gegn í fyrra. Morguntímar: mán, mið, og fös kl. 6:15 - 7:20 - 10:30 Eftirmiðdagstímar: mán, mið og fim kl. 14:20 - 16:40 - 17:40 FIT Form 60+ og 70+ Námskeiðin byggjast á sérvaldri og fjölbreytilegri þjálfun sem eflir styrk, þol, liðleika og jafnvægisskyn. Sækjum fram á hvaða aldri sem er og njótum tímans sem fer í hönd. Tímar: Fit Form 60 + mán, mið og fös kl. 9:30 og á þri og fim kl. 10:30. Fit Form 70+ þri og fim kl. 9:30 Mótun BM Árangursríkir 40 mín tímar. Byggjast á sérhönnuðu, heildrænu þjálfunarkerfi sem eflir styrk og liðleika á vaxtarmótandi hátt. Tímar: mán og mið kl. 16:50 Nýtt! Topp Form Námskeiðin eru fyrir þær sem vilja krefjandi lokaða tíma með skýrum þjálfunarmarkmiðum. Stuðla að þínum besta árangri og eru alveg tilvalin eftir TT. Tímar: þri og fim kl 6:15 og 16:30 og mán og mið kl. 18:40 Opnir tímar: 1-2-3 æfingakerfið Lítill tími fyrir ræktina? Opnu tímarnir okkar eru sniðnir að þörfum þeirra sem eru oft í tímaþröng og vilja fá markvissa, öfluga þjálfun í styttri lotum. Bjóðum 30 mínútna tíma í samfelldri röð sem hægt er að nýta sér að vild. Tímar: mán til fös kl. 6:30, 7:oo, 7:30 og 8:00 – 11:30, 12:00, 12:30 – 16:30, 17:00, 17:30 Nýtt! Yoga Tímar: 60 mín. opnir tímar á þri og fim kl. 17:00 hef elskað að vera pabbi og börnin mín hafa verið það dýrmætasta sem ég á í lífinu. Þegar kom að ferðinni hafði ég ekki undirbúið mig neitt. Ég vissi bara að ég vildi fara þessa ferð en ég vildi ekki skoða staðinn sem ég var að fara á eða vita neitt hvað myndi gerast í ferðinni. Ég vildi ekki vera með neinar væntingar heldur meira dvelja í því sem myndi mæta mér þarna úti.“ Hefur upplifað mörg áföll Hann segir ferðina hafa umbylt lífi sínu. Að í raun hafi hann komið nýr maður heim aftur. „Á jógasetrinu var farið í jóga bæði kvölds og morgna. Við borðuðum ayurveda-fæði, hugleiddum og unn- um í okkur á þessum fallega stað. Þarna úti urðu einhver umskipti í mínu lífi, ég varð allt annar maður. Tilfinning sem erfitt er að útskýra með orðum.“ Hvernig hafði lífið verið fyrir veik- indi sonar þíns? „Ég á langa áfallasögu að baki. Sonur minn greindist með krabba- mein árið 2017. Ég missti móður mína úr krabbameini þegar ég var 19 ára. Síðan hef ég misst systur mína, einnig úr krabbameini. Hún greindist 22 ára að aldri en lést 46 ára. Bróðir minn, sem er klínískur sálfræðingur og hefur veitt mér stuðning í lífinu, greindist einnig með krabbamein á sínum tíma. Hann lifði af veikindin. Eins hefur faðir minn greinst með krabbamein líka.“ Æðruleysisbænin er fyrir alla Í gegnum þessa sögu, er eitthvað sem þú hefur komist að sem þig lang- ar að deila með lesendum? „Já, ég hef komist að því að það er eitthvað þarna úti sem er mér æðra. Æðri máttur eða jákvæð orka sem er ótrúlega friðsælt að tengjast. Þegar ég leyfi mér að hugsa jákvætt finn ég hvernig þessi jákvæði kraftur kemur inn í líf mitt. Síðan hef ég lært það að stundum hefur maður ekkert annað en æðruleysið að grípa í. Æðruleysis- bænin er svo mögnuð og hún er fyrir okkur öll. Það góða sigrar alltaf hið illa. Kærleikurinn hjálpar okkur að finna aftur kraftinn. Áföllin hafa líka kennt mér að forgangsraða í lífinu. Að lífið er ekki hlutirnir sem ég á heldur stundirnar sem ég upplifi. Maður verður auðmjúkur og fús til að breytast þegar verkefni lífsins eru þannig að maður ræður ekki við þau einn.“ Hvernig ertu til staðar fyrir fjöl- skylduna þína og barn þitt í dag? ,,Með því að lifa. Með því að vera jákvæður og með því að vera til stað- ar. Ég gef mér tíma til að setjast nið- ur með eldri syni mínum og hlusta á hann. Ég er ekki alltaf með svörin sem hann er að leita eftir en ég er til staðar fyrir hann og ég dæmi hann ekki. Ég hef þurft að finna milliveginn í þessu. Í fyrstu var ég alltaf að bregð- ast við börnunum mínum. Ef sem dæmi eldri sonur minn var með próf- kvíða, þá var ég alltaf að spyrja hann hvernig gengi og finna lausnir með honum í stað þess bara að hlusta á hann. Ég hef komist að því að ég þarf ekki alltaf að vera með lausnirnar og alls ekki að gagnrýna. Það finnst mér svo mikilvægt í öllum samskiptum mínum við annað fólk.“ Hörður segir að vegurinn að and- legum þroska sé langur og það sem hann geri sé vanalega að vera opinn með það sem hann er að ganga í gegnum hverju sinni. „Ég er líka vinur Búdda á Face- book. Það eru til dásamlegar leiðir til að koma kærleikanum inn í lífið. Ég hef alltaf sótt mikið í þekkingu og mannrækt og leitað leiða til að líða betur. Sumar leiðir hafa virkað betur en aðrar fyrir mig. Ég get verið þakklátur fyrir að hafa prófað alls konar hluti, því þannig fann ég mína leið í þessu lífi.“ Þakklátur fyrir að vita af honum á góðum stað Hvað viltu segja við þá sem eru að fást við það sama og þú; að læra að lifa með því að hafa misst barn? „Mig langar bara að hvetja alla til að halda áfram. Að vera og leyfa öllu að koma til sín. Ég gerði það gagn- vart öðru fólki í mínu lífi. Var algjör- lega brynjulaus og leyfði því sem kom að koma til mín. Að tala við vin, vera algjörlega berskjaldaður og leyfa sér að finna allar tilfinningar held ég að sé eina leiðin til að halda áfram með lífið eftir svona áfall. Ég hef ekki ýtt neinu frá mér heldur leyft öllu að koma. Ég hef fengið stingandi sárar tilfinningar sem ég hef farið niður með. Ég hef lifað í tilfinningu sem ég hélt að væri óbærilegt að sitja með. Þannig hef ég orðið sterkari og sterk- ari og sorgartilfinningin er að minnka með tímanum. Ég held að foreldrar sem missa börnin sín læknist aldrei almennilega af því. En þau geta lært að lifa með því og orðið sterk fyrir sig og aðra. Ég fór í gegnum þetta með aðstoð sálfræðings og jóga. Síðan eru til samtök, Ný dögun, sem bjóða upp á meðal annars stuðning við foreldra með svona reynslu.“ Er þakklæti hluti af þínu lífi? ,,Já, ég er þakklátur fyrir lífið og að fá að vera lifandi í þessu lífi, þrátt fyrir reynslu mína. Ég er þakklátur fyrir að vera til staðar fyrir eldri son minn og síðan er ég þakklátur fyrir húsið sem ég er að byggja þótt hug- myndin að baki því að byggja húsið hafi verið sú að mig langaði að byggja það með syni mínum sem dó. Ég er þakklátur fyrir að húsið mun svo rísa í hans minningu. Síðan er ég þakk- látur fyrir að vita af honum á góðum stað.“ „Þetta var stuttu eftir að ég hafði misst son minn og ég var al- gjörlega búinn á því á líkama og sál. Ég upplifði alls konar til- finningar, meðal annars djúpt þunglyndi, og var eins og eðlilegt er bugaður af sorg og tilfinningum sem ég ekki skildi. Þar sem ég hafði verið í jóga áður en þetta gerðist ákvað ég að fara í gegnum sonarmissinn þannig að ég leyfði öllu að koma til mín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.