Morgunblaðið - 23.08.2019, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2019
R
agnhildur Sveinsdóttir er búsett í Madríd
á Spáni um þessar mundir þar sem hún
býr með börnum sínum þremur; þeim
Andra Lucasi, Daníel Tristan og Thalíu.
Andri og Daníel spila fyrir spænska stór-
veldið Real Madrid. Sveinn Aron Guðjohn-
sen, elsti sonur hennar, er hins vegar orðinn 21 árs og
starfar sem atvinnumaður í knattspyrnu með AC Specia
á Ítalíu.
Ragnhildur var ung að árum þegar hún flutti frá Ís-
landi með fyrrverandi eiginmanni sínum, Eiði Smára
Guðjohnsen. Hún er uppalin í Kópavogi og á að eigin
sögn dásamlega fjölskyldu sem stendur saman.
„Ég var 21 árs að aldri og ófrísk að fyrsta barninu
mínu þegar við fluttum til Hollands á sínum tíma. Ég hef
alltaf haft mikinn áhuga á fótbolta enda var ég sjálf í fót-
bolta á mínum yngri árum.“
Ragnhildur hefur undanfarin ár verið að fóta sig ein í
útlöndum með börnin eftir að hún skildi. Hún segir það
reyna á en hún viti að ekkert næri sig betur en að vera
með börnum sínum að láta þeirra drauma rætast.
„Ég hef alltaf verið mikill nærandi í mér. Ég hef alltaf
verið til staðar fyrir fjölskylduna mína og annað fólk.
Það finnst mér rosalega gaman. Ætli það sé ekki í eðli
mínu að vilja sjá öðrum ganga vel og ef ég get aðstoðað
við það þá er ég glöð.“
Finnst skemmtilegast að dansa
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera?
„Mér finnst skemmtilegast að dansa. Útivist og heyf-
ing heillar mig líka, en tónlist og dans eru í uppáhaldi hjá
mér. Það skiptir mig miklu máli að hafa gaman af lífinu.
Það er mikið um salsaklúbba þar sem ég bý erlendis og
ég veit fátt skemmtilegra en að fara á þá og dansa. Það
eru allir glaðir og brosandi þegar þeir dansa og það segir
svo mikið um þessa listgrein,“ segir Ragnhildur og bætir
við: „Síðan er fótbolti áhugamál hjá mér, þannig að þeg-
ar ég fylgi börnunum eftir úti er ég líka að gera það sem
ég hef áhuga á sjálf.“
Hvernig heldurðu þér í góðu formi?
„Ég er mjög virk að eðlisfari og finn mér alltaf eitt-
hvað skemmtilegt að gera. Svo æfi ég sirka fimm sinnum
í viku þar sem það er rækt á staðnum þar sem við búum
núna. Síðan er ég dugleg að finna mér prógrömm á net-
inu ef ég nenni ekki í líkamsræktina þannig að það er
engin afsökun fyrir að hreyfa sig ekki. Tuttugu mínútur
á dag er nóg að mínu mati. Síðan reyni ég að fara út í
göngur. Ég dansa mikið heima með dóttur minni. Eins
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ragnhildur Sveinsdóttir
er fótboltamamma sem
kennir börnum sínum að
gefast ekki upp. Hún er bú-
sett í Madríd þar sem synir
hennar æfa með spænska
stórveldinu Real Madrid.
Elsti sonur hennar, Sveinn
Aron Guðjohnsen, er at-
vinnumaður í knattspyrnu á
Ítalíu. Hún segir heiminn
sem börnin alast upp í harð-
an en hún hafi trú á að rétt
hugarfar komi fólki alla leið.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Elur upp knattspyrnu-
stjörnur í fremstu röð