Morgunblaðið - 23.08.2019, Page 19

Morgunblaðið - 23.08.2019, Page 19
FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2019 MORGUNBLAÐIÐ 19 að leiðbeina. Jógakennari í miklu ójafnvægi, hversu vel sem hann er að sér í fræðunum, er seint að fara að koma einhverjum í að hugsa inn á við.“ Hver var þín helsta heilsutengda áskorun? „Það sem ég veit núna er að það hefur alltaf verið streita og að draumar um ákveðna þyngd, pirr- ingur á einhverjum aukakílóum eða tiltekt í mataræði voru viðbrögð við ástandi sem átti rætur að rekja til streitu. Nú skil ég betur hvað ég get gert og byrjað á réttum enda.“ Hvað er gott líf í þínum huga? „Ég hef enga skilgreiningu á góðu lífi, við fáum bara þau verkefni sem eiga að koma til okkar í þessu lífi og ef þau eru vel leyst ætli það sé ekki gott líf, tilganginum náð.“ Hver er tilgangur þinn í lífinu? „Flestir foreldrar deila því örugg- lega með mér að mikilvægasta hlut- verkið sem við veljumst í er að koma börnunum okkar til manns og kenna þeim eins vel og við getum. Ég er mjög stolt af mínum strákum enda tel ég mig hafa verið góða fyrirmynd. Núna eru þeir að fylgjast með mér elta mína drauma og velja verkefni sem næra andann. Þeir hafa líka oft heyrt mig tönnlast á því að mér sé ætlað að þjálfa og leiðbeina fólki. Það er bara eitthvað í kerfinu mínu sem segir mér það.“ Hvers óskar þú þér fyrir veturinn? „Ég vona að fólk setji sér lang- tímamarkmið í haust og fari í vetur- inn með skýra sýn á hvert það vill vera komið í vor eða á sama tíma að ári. Hafi á hreinu hvaða breytingar það vill gera, finni heppilega leið til þess og gleðjist yfir sérhverju skrefi í rétta átt. Það er megininntakið í kerf- inu sem ég hef hannað og vinir mínir í stöðinni fylgja. Með því að gera þetta skemmtilegt veit ég að fólk hlakkar til og mætir hvort sem það er slydda, kuldi, að dagurinn hafi ekki verið sem bestur í vinnunni eða eitthvað annað sem er svo auðvelt að láta slá sig út af laginu.“ Ljósmynd/Andrea Ásmunds Womens Health Magazine vakti athygli á dögunum með áhugaverðri umfjöllun um líkama kvenna í formi. Konur eru allskonar og allar konur eru fallegar var inntak greinrinnar sem sýndi allskonar konur í mis- jöfnu formi. Á meðal þeirra sem komu fram var styrkt- arþjálfarinn Angela Garg- ano sem segir að hún hafi oft notað víðan fatnað til að hylja vöðvana sína. Allar konur eru fallegar Tabria Maj- ors er sátt í eigin skinni. Angela Gargano vekur athygli víða. Hún talar opinskátt um hvernig er að vera með stóra vöðva.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.