Morgunblaðið - 23.08.2019, Page 25
„Ég hef alls ekki sloppið við mótlæti og það hefur
þroskað mig og gert mig að þeirri manneskju sem ég er í
dag. Árið 2015 seldum við fyrirtækið okkar og þá stökk ég
út í djúpu laugina og byrjaði að vinna sem jógakennari og
Thai yoga nuddari í fullu starfi.“
Í janúar 2016 hélt Gyða Dís til Taílands þar sem hún
náði sér í 200 stunda kennararéttindi í Anusara jóga sem
hún kennir mikið í dag.
„Anusara jóga er jóga hjartans, að sjá allt það fallega í
öllu sem er, sjá það að hver og einn leggur allt sitt í að
ástunda og gera það 100% miðað við sína eigin getu og lík-
amsburð. Við erum svo misjöfn, hver og einn er einstakur
eða einstök og við verðum að bera virðingu fyrir því, bera
virðingu fyrir líkama okkar og læra að elska hann ná-
kvæmlega eins og hann er.“
Í haust er Gyða Dís að byrja með jógakennaranám-
skeið.
„Ástríðan mín er að kenna jóga, leiða jógatíma, leiða
fólk áfram inn í mismunandi stöður og jóga snýst ekki
endilega um að fara í alla vega vindur og fettur og krefj-
andi jógastöður, alls ekki. Það snýst um umbreytinguna í
raun og veru. Hver viltu vera? Aðalástæðan fyrir þessu er
að það er svo gaman að sjá fólkið sitt vaxa og dafna, fylgj-
ast með ferðalaginu þeirra þegar þau takast á við sinn
innri mann. Í kennaranáminu förum við enn dýpra að
sjálfsögðu. Ég hef undanfarin ár boðið upp á ýmiskonar
jógaferðir hérlendis og erlendis. Þar er gríðarlega mikil
viska og lærdómur sem jógarnir öðlast, finna sig og bera
þessar ferðir oft saman við hinar ýmsu starfsmannaferðir
sem eru í sama tilgangi, að bæta líf sitt og þekkingu í því
sem starfað er við. Í framtíðinni sé ég fyrir mér einmitt að
bjóða upp á starfsmannaferðir einnig. En jógakennara-
námið á hug minn allan eins og er og það hefst 27. sept-
ember með vikudvöl á dásamlegu hóteli í Bjarnarfirði.
Þar er allt til alls, hreinn vegan grænmetismatur, dásam-
leg náttúrusundlaug, flot því ég er einnig með flotþerapíu,
já það er hægt að telja þetta endalaust upp. Í raun er
hægt að lýsa náminu með þessum orðum.
Hvað drífur þig áfram?
„Ástríðan, fyrir öllu því sem ég er að gera. Fólk spyr
mig hvernig nennir þú þessu, vakna alla morgna og fara
að kenna? En jú, ástríðan flytur fjöll ásamt kærleikanum.
Ég geri mitt besta og elska það að fá fólk með ýmiskonar
vandamál og sjá það fá bata, styrkjast og verða heilbrigð-
ara. Vegna þess að líkamar okkar eru gerðir til að hreyfa
sig, ég er líka mikil anatomy- eða líffæranörd, það skiptir
mig miklu meira máli að þú farir rétt í og úr jógastöðunni
/ asana heldur en hvernig þú lítur út í henni. Við erum
ekki að stunda jóga til þess aðeins að fara í fallega jóga-
stöðu. Jóga er svo miklu miklu miklu meira en það.“
Ljósmynd/Ásta Kristjánsdóttir
„Yngsti sonur minn segir oft „hvað er að
frétta, mamma, þú ert eins og Benjamin
Button.“ Ég yngist með árunum, segir hún
Gyða Dís
yngist með
hverju árinu.
FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2019 MORGUNBLAÐIÐ 25
Meðferðin/námskeiðið fyrirbyggir og læknar suma sjúkdóma.
Staðsetning: Hótel Elf nálægt Gdansk.
Lífsgæði allra byggja á heilsunni, heilsan byggir á erfðum,
hugarfari, hreyfingu, mataræði, þekkingu og aga. Agann
fær fólk á dásamlegu heilsuhóteli í þjóðgarði nálægt Gdansk.
Um tvö mismunandi heilsuhótel er að ræða.
Jónína Ben vinnur á þeim báðum.
Meðferðin (mataræðið og hvíldin mest) vinnur gegn offitu,
sykursýki 2, háþrýstingi, húðsjúkdómum, streitu, þunglyndi,
gigt, vöðvabólgu, vefjagift og fleiri sjúkdómum.
Detox heilsu- og SPAmeðferðir
Jónínu Ben í Póllandi
Til þess að bóka í heilsumeðferð hjá Jónínu Ben greiðir þú 70.000 inn á 0111 26 502603, kt. 260357-3879
en síðan restina til hótelsins við komu. Flugið kaupir fólk oftast með wizzair.com en mælst er til þess að
fólk taki 14 nætur á heilsuhótelinu.
Nánari upplýsingar veitir Jónína Ben í síma 822 4844 eða á joninaben@joninaben.is
Jónína Ben er í háskólamenntuð í heilsufræðum fráMc Gill University. Hún hefur unnið í 16 ár með Detox-
meðferðina ásamt læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki, á Íslandi og í Póllandi. Jónína Ben er með fræðslu-
fyrirlestra og hvetur þig til að taka ábyrgð á eigin heilsu. Hún hefur verið frumkvöðull í heilsu síðan 1980.
14. september
Sér dagskrá fyrir fólk í kulnun, síþreytu, þunglyndi og
með kvíða, en allir velkomnir.
21. september
Sér dagskrá fyrir AA fólk og aðra sem vilja skerpa á
edrúmennskunni með öðrum, en allir velkomnir.
28. september
Sér dagskrá gegn þyngdarvanda, offitu t.d. en allir
velkomnir.
5. október
Sér dagskrá fyrir 60 ára og eldri, en allir velkomnir.
4. janúar 2020
Sér dagskrá fyrir þá sem vilja hætta að drekka þá eftir jól
og áramót, en allir velkomnir.
11. janúar 2020
Sér dagskrá fyrir þá sem vilja læra núvitund, hugleiðslu
og að sofa án lyfja, en allir velkomnir
18. janúar 2120
Sér dagskrá fyrir þá sem þjást af stoðkerfisvandamálum,
en allir velkomnir.
Heilsa og
skemmtun,
allt í einum
pakka!
Laust er í eftirtaldar meðferðir: