Morgunblaðið - 23.08.2019, Qupperneq 27
FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2019 MORGUNBLAÐIÐ 27
NÁMSKEIÐ Í BOÐI:
Mánudaga, miðvikudaga kl. 17.30 og föstudaga kl. 16.30
LEIÐIN AÐ BETRI LÍFSSTÍL
100 daga lífsstílsáskorun.
Hefst mánudaginn 9. september.
Mælingar á tveggja vikna fresti, ráðleggingar ummataræði
(matardagbækur) og þrír fyrirlestrar. Leiðsögn í sal, aðhald
og persónuleg aðstoð.
Verð: 109.900 kr.
Innifalið: Aðgangur að Spa, handklæði við komu,
herðanudd í heitum pottum og kaffi á kaffistofu.
Þjálfarar: Guðbjartur Ólafsson, Agnes Þóra
Árnadóttir og Þórunn Stefánsdóttir.
Skráning og nánari upplýsingar á spa@hiltonreykjavikspa.is og í síma 444 5090
100 DAGAR
VIÐ VERÐLAUNUM GÓÐAN ÁRANGUR
1. verðlaun kvenna og 1. verðlaun karla:
6 mán. kort í Hilton Reykjavík Spa að verðmæti 186.000 kr.
Aukaverðlaun:
Nudd í Hilton Reykjavík Spa að verðmæti 13.900 kr.
H
vað gerir þú til að huga að heilsunni?
„Ég legg áherslu á að lifa heilbrigðum og
gefandi lífsstíl. Að stunda daglega hreyfingu,
borða hollan og góðan mat, umgangast jákvætt
fólk og stunda atvinnu og félagsstörf sem gleð-
ur og gefur. Ég reyni helst að halda sykurneyslu í lágmarki
og forðast óhollan skyndibita. Mikilvægt er að sniðganga þá
þætti sem ógna heilsunni hvað mest í þessum heimi. Við
vitum aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér en það
sakar þó ekki að vera meðvitaður um innihald þeirra mat-
væla eða einhvers konar freistinga sem maður umgengst
nánast daglega. Það er margt mjög gott í hófi og ég reyni
þá frekar að verðlauna mig stöku sinnum. Ég reyni að njóta
lífsins í dag en þó með það í huga að geta einnig notið þess
á morgun.“
Hvað þýðir góð heilsa fyrir þig?
„Fyrir mér er góð heilsa samspil góðrar líkamlegrar og
andlegrar heilsu. Þetta helst mikið í hendur og það er nauð-
synlegt að huga að báðum hliðum. Að vera ánægður/
hamingjusamur í eigin sál og líkama. Það virkar best fyrir
mig að vera í einhvers konar rútínu og reyna að halda öllu
því sem ég aðhefst í ákveðnu jafnvægi, þ.e. að reyna að
halda streitu og kvíða í vissu lágmarki en jafnframt vera
með drifkraft og setja mér raunhæf og krefjandi markmið.
Síðast en ekki síst að láta utanaðkomandi áreiti ekki hafa of
mikil áhrif á mig.“
Hvað borðar þú daglega?
„Ég borða salat og avókadó daglega ásamt því að taka
inn Omega 3 fiskiolíu og Kollagen frá Prot-
is. Ég reyni að borða mjög fjölbreytta fæðu
yfir daginn og út vikuna. Það eru vissar fæðu-
tegundir sem ég reyni að koma reglulega fyrir í
vikunni en aðallega eru það góðir og bragðmiklir
fiskréttir sem eru í miklu uppáhaldi og gott meðlæti,
samanber grænmeti og svo framvegis. Ég legg mikla
áherslu á ferskar afurðir, íslenskt grænmeti og elda þær
frá grunni. Bananar og hindber eru líka í miklu uppáhaldi.“
Hvernig æfir þú?
„Ég stunda reglulega líkamsrækt og legg áherslu á fjöl-
breyttar æfingar auk þess sem ég stunda hot yoga sem eru
mínir uppáhaldstímar. Ég hef mjög gaman að því að fara í
hóptíma í líkamsræktarstöðinni World Class. Þar er boðið
upp á alls kyns hreyfiaðferðir sem taka á mismunandi lík-
amssvæðum, en nýti mér reglulega snilldartímana í hot
yoga, vaxtarmótun og hot hody toning ásamt því að kíkja af
og til á tækin í tækjasalnum. Hluti að þessu er einnig úti-
veran og sú hreyfing sem henni fylgir.“
Hvernig hugsarðu?
„Gott er að eiga góðs að minnast. Ég reyni að lifa eftir
þessum orðum. Ég reyni að setja jákvæðni og heilbrigt
hugarfar inn í þau verkefni sem ég tek mér fyrir hendur,
hvort sem það er tengt atvinnu eða fjölskyldunni. Ég vil
gjarnan trúa því að ef maður einbeiti sér við að vinna vel
þau verkefni sem maður tekur sér fyrir hendur og skili
þeim vel af sér, láti það vera að bera sig of mikið saman við
aðra, verði útkoman frábær og dagurinn líka.“
Hvernig gerir þú til að verða besta útgáfan af þér
daglega?
„Með því að endurspegla þau gildi sem ég hef sett mér
og ásamt því að taka skrefin út fyrir þægindarammann. Að
vera óhrædd við að takast á við nýjar áskoranir. Það er
margt utanaðkomandi sem spilar þó stórt hlutverk hér, það
er auðvitað að umgangast eða vera umkringd þeim sem eru
þér næstir og hafa sem best áhrif á þig, til dæmis fjöl-
skyldan og góðir vinir. Það er fólkið sem dregur það besta
fram í mér. Það er einnig gott að muna að við eigum ekki
endalausan tíma. Við verðum að skipuleggja okkur og reyna
að nýta tímann sem mest þar sem okkur líður sem best.
Muna að njóta augnabliksins og lifa lífinu lifandi.“
Hvaða ráð áttu fyrir aðra?
„Verið ófeimin við að takast á við nýjar áskoranir. Það er
fullt af leyndum hæfileikum sem búa í hverju og einu
okkar.“
„Reyni að njóta
dagsins í dag“
Sjöfn Þórðardóttir, verkefnastjóri og fjölmiðlakona, veit að það skiptir
máli að hugsa um heilsuna, hvort heldur sem er líkamlegt eða andlegt
heilbrigði. Hún segir að réttur félagsskapur sé ekki ósvipaður góðri
heilsurækt; hann næri og kæti andann.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Sjöfn Þórðar-
dóttir er alltaf í
góðu formi.
Ljósmynd/Aðsend