Morgunblaðið - 23.08.2019, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 23.08.2019, Qupperneq 28
leggja til dæmis til að neysla á baunum sem próteingjafa verði stóraukin sem og neysla grænmetis sem er landi og þjóð til heilla. Þessu fögnum við hjá Móður náttúru þar sem baunir, korn og grænmeti er aðaluppistaðan í okkar framleiðsluvörum,“ segir Val- entína. Valentína segir að það hafi verið mjög bratt að stofna fyrirtæki sem sérhæfir sig í grænmetisréttum á sínum tíma. Þegar hún er spurð að því hvers vegna þau hafi látið vaða segir hún að það hafi verið draumur hennar og eiginmanns hennar, Karls Eiríkssonar, að reka eigið fyrirtæki. „Kalli maðurinn minn er menntaður matreiðslumaður og hafði áralanga reynslu í að matreiða grænmetisfæði. Ég hafði mikinn áhuga á því sem við getum gert sjálf til að viðhalda góðri heilsu. Ég heillaðist af óhefðbundnum lækningum og lærði svæðanudd og fleira. Við vorum mikið í jóga og leituðumst við að lifa sem heilsu- samlegustu lífi. Okkur fannst alveg vanta tilbúinn heilsusamlegan mat á mark- aðinn og langaði að bæta úr því. Við stofnuðum því Móður náttúru full af bjartsýni og gleði. Það veitti víst ekki af því áskoranirnar urðu æði margar og mikill og harður skóli tók við. Ef ekki hefði verið fyrir þennan góða tilgang að framleiða hollustufæði fyrir þakkláta viðskiptavini er ég ekki viss um að við hefðum haldið þetta út. Það kostar mikla vinnu og úthald að koma fyrirtæki á legg og eins og í okkar tilfelli var markaðurinn afar smár og fram- leiðslan dýr og mannfrek. Svo bætti kannski ekki úr skák að við vorum reynslulaus í fyrirtækjarekstri. En með frábæru starfsfólki í gegnum tíðina og góðum birgjum tókst þetta og almenningur er orðinn mun opnari fyrir grænmetisréttum. Það vita það allir í dag að það skiptir miklu máli fyrir góða heilsu að næra sig vel, grænmeti, baunir og korn innihalda mikið að vítamínum, steinefnum, trefjum og öðrum hollefnum sem eru líkamanum lífsnauðsynleg. Því meira sem við borðum af hollu fæði því minna langar mann í lélegt skyndibitafæði sem eiginlega rænir orkunni frekar en að auka hana. Á hinn bóginn gerist það líka að mikil neysla á lélegu skyndi- bitafæði virðist minnka löngunina í hollara fæði. Það eru því miður alltof margir sem eru fastir í þessum vítahring og skilja ekkert í af hverju þeir eru alltaf þreyttir og orkulitlir,“ segir hún og játar að hún hafi oft dottið í þann pytt sjálf. „Ég þekki þetta líka á eigin skinni. Það er auðvelt að detta í sukkið þegar maður er þreyttur og varnarlaus. Þá getur léleg skyndibitamáltíð verið skammvin sæla sem gerir ekkert fyrir mann. Eitthvað annað en vel samsett máltíð úr jurtaríkinu sem gefur manni meiri lífsgleði, betri svefn, betri meltingu og góða orku sem endist manni í erli dagsins. Jurtafæði getur líka hjálpað til við þyngdartap, þar sem grænmetisfæði er trefjaríkt og yfirleitt hitaeiningasnautt, en gefur góða fyllingu, svona fyrir þá sem eru að pæla í því. Svo hefur grænmetisfæði mun minna kolefnisspor en matur úr dýraríkinu. Bara með því að bæta máltíðum úr jurta- ríkinu inn í matseðilinn okkar getum við haft veruleg áhrif til góðs þegar kemur að loftlagsmálum. Þar verðum við öll að hugsa okkar gang og gera betur,“ segir hún. M ataræði fólks hefur eiginlega tekið stökkbreytingum á þessum tíma. Þegar við byrjuðum að framleiða vegan grænmetisfæði árið 2003 var það okkar sýn að matur úr jurtaríkinu yrði jafn sjálfsagður á borð- um landsmanna og kjöt og fiskur. Nú tæpum 16 ár- um seinna er þetta orðið að veruleika og sífellt fleiri vilja hafa að minnsta kosti eina grænmetismáltíð á viku, bæði af heilsufars- ástæðum og líka vegna umhverfissjónamiða. Hópur þeirra sem eru Flexiterian (sem borða lítið af kjöti og meira af baunum, grænmeti og fiski) fer ört vaxandi bæði á Íslandi og erlendis. Íslenskir sér- fræðingar í lýðheilsuvísindum lögðu nýlega til við Landlæknisemb- ættið að það endurskoði ráðleggingar sínar um mataræði Íslend- inga, að það taki meira tillit til sjálfbærni og umhverfisáhrifa. Þeir Fá alltaf góðar hugmyndir í Vesturbæjar- lauginni Valentína Björnsdóttir stofnaði fyrirtækið Móður náttúru ásamt eiginmanni sínum árið 2003. Síðan þá hefur margt breyst, ekki síst mataræði Íslendinga. Hún segir að fólk sé mun meðvitaðra um heilsusamlegan mat og það færist í aukana að fólk vilji mat sem minnkar kolefnissporið. Marta María | mm@mbl.is Morgunblaðið/Arnþór Birkisson 28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2019

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.