Morgunblaðið - 23.08.2019, Page 29
Valentína segir að það sé áskorun að vera í fyrirtækjarekstri á
Íslandi enda sé samkeppnin mikil.
„Samkeppnin er vissulega góð fyrir neytendur en það getur
verið erfitt fyrir lítið íslenskt matvælafyrirtæki að mæta þessum
mikla innflutningi sem hægt er að bjóða á betra verði í krafti
stærðarinnar. En auðvitað fagna ég því að fólk hafi fleiri valmögu-
leika. Við getum allavega verið stolt af okkar gæðaframleiðslu sem
við leggjum líf okkar og sál í.
Umhverfismálin eru ofarlega á baugi núna og umbúðamál mikið
í umræðunni. Því miður hefur okkur ekki tekist enn að finna um-
búðir sem ekki eru úr plasti og henta okkar framleiðslu, en við er-
um að leita nýrra leiða og umhverfisvænna lausna og trúum því að
við munum finna betri umbúðir. Að sjálfsögðu eru allar okkar um-
búðir endurvinnanlegar.“
Baunir og bygg gera kraftaverk
Maturinn frá Móður náttúru
er að mestu leyti handgerður en
þau framleiða mikið af græn-
metisbuffum þar sem byggi og
baunum er blandað saman þann-
ig að samsetningin verði rétt.
„Með byggi og baunum fáum
við góð prótein og flókin kolvetni
sem eru líkamanum lífsnauðsyn-
leg. Vegan lasagnað okkar er
mjög vinsælt, enda þægilegur
tilbúinn hollusturéttur sem þarf
aðeins að hita. Við höfum verið að uppfæra uppskriftirnar okkar
og breyta umbúðum, núna nýlega breyttum við indversku pönnu-
kökunum okkar, jukum grænmetið og gerðum þær aðeins sterk-
ari. Þær hafa alveg slegið í gegn hjá þeim sem hafa smakkað.
Einnig framleiðum við mikið af pottréttum en þeir eru einungis
seldir á mötuneytamarkaði og það er aldrei að vita nema að þeir
komi aftur í verslanir.“
Grænmetisréttir fara betur með jörðina en mikið kjötát. Hvað
getur hinn venjulegi Magnús Magnús Magnússon gert til að bæta
meira grænmeti inn í líf sitt ef hann er ekki vanur að borða græn-
metisrétti?
„Þeir sem eru ekki vanir grænmetisfæði gætu byrjað smátt og
smátt með því að hafa meira grænmeti með sínum hefðbundna
mat og minna kjöt og jafnvel inni á milli sleppt alveg kjötinu eins
og t.d. að fá sér grænmetisborgara í stað kjötborgara. Ég skora á
alla að prófa ef þeir hafa ekki smakkað og ef þú vilt fara fljótlegu
leiðina þá eru Hamborgarabúllan og fleiri staðir með grænmet-
isborgara frá Móður náttúru og hafa vinsældir þeirra aukist mikið
undanfarin ár. Baunir eru góður próteingjafi sem getur komið í
staðinn fyrir prótein úr kjöti. Flestir þurfa að venjast því að borða
baunir og því er ágætt að byrja á litlu magni af þeim svo þær
valdi ekki óþægindum.
Það má nota réttina frá Móður náttúru á ýmsa vegu og eru þeir
upplagðir með í nestispakkann á ferðalögum þar sem þeir eru allir
fulleldaðir og má borða kalda. Indversku pönnukökurnar eru til
dæmis frábært göngunesti enda bragðmiklar og nærandi. Vegan
lasagne er alveg frábært með góðu grænu pestói og soðnu brokk-
olíi, það er máltíð sem ég verð ekki leið á, alltaf jafn gott og sað-
samt.“
Þegar Valentína er spurð út í vöruþróun segir hún að þau hjón-
in hafi þróað alla sína rétti sjálf.
„Við erum mjög hrifin af indverskum mat sem og Miðjarðar-
hafsmataræði og sækjum svolítið innblástur þaðan. Flestar okkar
uppskriftir eiga uppruna sinn á hugarflugsfundum sem eiga sér
stað í heita pottinum í Vesturbæjarlauginni. Svo tökum við hug-
myndirnar og útfærum þær á blaði og gerum tilraunir í eldhús-
pottunum. Þegar uppskriftin er tilbúin sendum við hana í Sýni
sem er ráðgjafar- og þjónustu-
fyrirtæki fyrir matvælaiðnaðinn.
Þeir reikna út næringargildin
fyrir okkur og koma með góðar
ráðleggingar ef með þarf varð-
andi samsetningu vörunnar.“
Hvernig er að vinna með mak-
anum sínum alla daga, eru ein-
hver skil á milli vinnu og einka-
lífs?
„Fyrstu árin einkenndust af
botnlausri vinnu og það var lítið
annað sem komst að en að hugsa
um fyrirtækið og reyna að passa
í þennan alltof stóra stakk sem
við vorum búin að sníða á okkur.
Það kom alveg fyrir á kvöldin að maðurinn minn bað mig um að
hætta að tala um vinnuna og fara að sofa.
Í dag erum við reynslunni ríkari og fyrirtækisreksturinn hefur
náð góðu jafnvægi. En vissulega eru margir boltar á lofti og það
fylgir því mikil ábyrgð að reka fyrirtæki, því er svo nauðsynlegt
að taka sér gott frí inni á milli og hlaða batteríin og njóta samvista
við fjölskylduna. Útivera er mér mjög mikilvæg og veit ég fátt
betra til að endurnýja lífsorkuna en að taka góða göngu úti í nátt-
úrunni.
Starfið mitt er mjög fjölþætt. Það getur verið mjög krefjandi að
bera marga ólíka hatta sama daginn, en þannig gengur það fyrir
sig í litlum fyrirtækjum. Eigendur þurfa að geta gengið inn í
mörg ólík störf. Ég hef sótt námskeið í stjórnun og það hefur gef-
ið mér mikið. En mest hef ég farið þetta á hyggjuvitinu og reynt
að gera mitt besta og vera sanngjarn vinnuveitandi, starfsmaður-
inn er jú það dýrmætasta sem fyrirtækið hefur.“
„Ég þekki þetta líka
á eigin skinni. Það er
auðvelt að detta í sukkið
þegar maður er þreyttur
og varnarlaus. Þá getur
léleg skyndibitamáltíð
verið skammvin sæla
sem gerir ekkert fyrir
mann.
Við erum mjög hrifin af
indverskum mat sem og
Miðjarðarhafsmataræði
og sækjum svolítið inn-
blástur þaðan. Flestar
okkar uppskriftir eiga
uppruna sinn á hugar-
flugsfundum sem eiga
sér stað í heita pottinum
í Vesturbæjarlauginni.
Þ
að heitasta sem er að gerast í íþrótta-
fataheiminum akkúrat núna er sam-
starf Victoriu Beckham og Reebok.
Um er að ræða íþróttalínu sem er ætluð
fyrir öll kyn. Í línunni eru klæðilegar
íþróttabuxur sem smellpassa í lyftingar
og jafnvel líka í jóga. Svo eru góðir
íþróttatoppar í línunni sem bæði má
nota við líkamsrækt en líka bara á
djammið ef fólk er með hátt orkustig. Í
línunni eru líka íþróttakór, bakpokar,
vindjakkar og hlýrabolir svo eitthvað sé
nefnt.
Fötin í línunni eru í svörtu og gráu en líka í
hlýjum og eftirsóknarverðum litum eins og
kóralbleikum og appelsínugulum. Hægt er
að kaupa línuna á netinu í gegnum síður
eins og www.mytheresa.com.
Allt
öðruvísi
íþróttaföt
FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2019 MORGUNBLAÐIÐ 29
(
HEIMA
Heilsa Vellíðan Daglegt líf
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Sími 563 1400
Sóltúni 2, 105 Reykjavík
soltunheima@soltunheima.is
www.soltunheima.is
PO
RT
hö
nn
un
Endurheimtu fyrri styrk
Styrktarþjálfun er lykillinn að bættum lífsgæðum
á efri árum – aldrei of seint að byrja!
SÓLTÚN HEIMAHREYFING
Sérsniðnar æfingar tvisvar í viku á heimili eldri
borgara með danska æfingakerfinu DigiRehab
og aðstoð leiðbeinanda.
Grunnáskrift felur í sér 3 mánuði en að því loknu
er hægt að halda áfram æfingunum með aðstoð
eða á eigin vegum í DigiRehab kerfinu. Sjá nánar
áskriftarleiðir á www.soltunheima.is.
Verð 37.600 kr. á mánuði.
Fyrsta heimsókn ókeypis
og án skuldbindingar!
Skilar árangri á aðeins 12 vikum*
Auðveldar einstaklingum að standa upp úr
stól, stíga fram úr rúmi eða ganga upp stiga.
Eykur gönguhraða og jafnvægi.
Minnkar þörf á notkun hjálpartækja.
Bætt andleg og líkamleg heilsa.
Persónulegur leiðbeinandi mætir heim tvisvar í viku
*Rannsóknir DigiRehab
í Danmörku sýna að
60% þátttakenda öðlast
marktækt betri hreyfigetu
á 12 vikum.