Morgunblaðið - 23.08.2019, Qupperneq 30
þjálfun á gólfinu, fyrir utan alla aðra vinnu sem er í
kringum þetta, sem er hellingur. Það tekur til dæmis
tíma að sinna farþjálfun, fitness-þjálfun, matardag-
bókum, heilsueflingu á vinnustöðum og fleira. Þar sem
ég kenni aðallega konum að betrumbæta lífsgæði sín og
slaka á ofurkonuheilkenninu þarf ég einnig að vera fyrir-
mynd og hugsa um mína heilsu og keyra mig ekki út.“
Hún segir að tíminn sé dýrmætur og það þurfi að nýta
hann skynsamlega. En það skipti líka máli að rækta sig
og huga að andlegu hliðinni.
„Það er auðvelt að brenna út í þessu starfi ef þú stýrir
ekki þeim tíma sem þú ræður við. Og það er í raun eigin-
lega allt of algengt að það gerist í geiranum, þar sem það
er oft erfitt að segja nei. En gæði umfram magn er mitt
mottó,“ segir hún.
Síðasta ár er búið að vera krefjandi í lífi hennar, en
hún keppti tvisvar í fitness og fór yfir mörkin sín að
mörgu leyti.
„Ég er á uppleið eftir annasamt ár sem var fullt af alls
konar áskorunum í einkalífi og starfi. Það má kannski
segja að ég hafi verið búið að vera of lengi á hnefanum og
því fór ég í hálfgerða kulnun í vor sem ég hef markvisst
verið að vinna mig út úr. Ásamt því að glíma við mörg
misskemmtileg verkefni, þá endaði ég einnig „óvart“ í
fitness-undirbúning í næstum níu mánuði samfleytt. Það
tók mikinn toll að ná sér eftir það. En eftir þessa reynslu
hef ég lært margt og ég get ekki kennt neinum um nema
sjálfri mér. Ég tek það samt fram að ég hef alltaf verið
skynsöm í undirbúningi fyrir fitness-keppnir en þetta
einhvern veginn vatt upp á sig. Það að taka tvö fit-
ness-mót á níu mánuðum er ekki sniðugt því ég náði
svo lítið að hvíla mig inni á milli og þá klárast batt-
eríin. Næst mun ég halda mér við skynsamlegan
tíma,“ segir hún.
Til þess að vinda ofan af sér tók Lilja sér gott
sumarfrí innanlands og segir að það hafi verið
dásamlegt að fá svona gott sumar.
„Ég var mikið með fjölskyldu og vinum á ferðalagi
um landið og breytti einnig til í hreyfingu og dreif mig
í Crossfit. Það hef ég stundað í allt sumar og er alveg
að elska það. Ég mun svo sannarlega halda áfram í því.
Auk þess henti ég mér í golfkennslu og labbaði á nokkur
fjöll. Það var alveg það sem ég þurfti, enda fann ég þörf-
ina að takast á við eitthvað nýtt og þetta er allt eitthvað
sem ég mun halda áfram með. Það gefur mér fullt af nýj-
um hugmyndum sem þjálfari og fullt af nýjum mark-
miðum að ná,“ segir Lilja, sem segist fá mikla orku úr út
hreyfingunni.
„Ég hugsa skýrar þegar ég hreyfi mig og ég passaði
að detta aldrei úr hreyfingu þótt ég væri alveg búin á því.
Galdurinn er að ef þú missir neistann í einhverju þarf
bara að taka af skarið og breyta til, gera eitthvað nýtt og
vera ekki hræddur við það.“
Þ
að var kominn tími á breytingar hjá mér og
mig langaði að gera eitthvað nýtt eftir tíu ár í
Sporthúsinu. Ég þráði að breyta um umhverfi
og fá nýjar áskoranir. Allt hefur sinn tíma í
lífinu og ég er þakklát Sporthúsinu fyrir þann
farsæla tíma sem ég hef átt þar og fyrir því frábæra fólki
sem ég hef kynnst og vinnur þar,“ segir Lilja, sem er
byrjuð að þjálfa í World Class.
„Þar er glæsileg aðstaða og nóg af flottum stöðvum að
velja úr sem mér finnst spennandi sem þjálfari. Það er
gott að fara í nýtt umhverfi og fá nýja innspýtingu í lífið
og starfið,“ segir hún.
Hvernig mun starfið breytast?
„Starfið sem slíkt er svipað og ég hef náð að þróa með
mér síðustu ár, þar sem ég hef aðallega verið með litla
hópa af konum sem eru allar með það sama að markmiði,
að auka lífsgæði sín og koma sér í dúndurform án öfga.
Ég mun einblína sérstaklega á það og vera með færri í
hóp og fleiri tíma. Hugsanlega mun ég setja upp lokaðan
hópatíma í sal ef hægt er þegar líður á veturinn eða í
byrjun næsta árs. Það er stefnan. Annars er ég að þjálfa
í tækjasal,“ segir hún.
Lilja ætlar að þjálfa á morgnana og þegar hún er
spurð út í þetta fyrirkomulag segist hún gera þetta til að
hlúa betur að eigin heilsu eftir að hafa nánast brunnið út
síðasta vor.
„Ég byrja að þjálfa klukkan sex á morgnana og er
fram yfir hádegi. Þá eru þegar komnir sjö tímar í beinni
Breytir um
takt eftir
þrotlausa
vinnu
Lilja Ingvadóttir, einka-
þjálfari og fitness-drottn-
ing, fór fram úr sjálfri sér í
fyrra þegar hún keppti á
tveimur fitness-mótum á
níu mánuðum. Að hennar
sögn er það allt of mikið
og vont að ná ekki al-
mennilegri hvíld inni á
milli. Nú er hún að byggja
sig upp og liður í því er
að skipta um vinnustað.
Marta María | mm@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Lilja Ingvadóttir,
einkaþjálfari í
World Class, er
að byggja sig
upp eftir að hafa
fundið fyrir kuln-
unareinkennum.
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2019
Til í mörgum
stærðum og ge
Nuddpottar
Fullkomnun í líkamlegri vellíðan
rðum
Vagnhöfða 11 | 110 Reykjavík | www.ofnasmidja.is | sími 577 5177