Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2019, Síða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2019, Síða 6
HEIMURINN 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.8. 2019 Rétt undir lok 17. aldarinnarhugðust Skotar koma sérupp viðskiptanýlendu á ströndum Panama við Karíbahaf. Skoska þjóðin hafði viðhaldið sjálf- stæði sínu í gegnum árin en barist í bökkum við hungursneyð um tíma. Þjóðinni var því mikið kappsmál að leiðangurinn heppnaðist og settu Skotar gríðarlega fjármuni í hann. Fjárfestar voru allt frá þingmönnum til fátækra bænda og metið hefur verið að á milli fjórðungs til helmings alls peningamagns í Skotlandi á þessum tíma hafi verið sökkt í ferðina. Um 2.500 sjálfboðaliðar lögðu leið sína til Panama. Um sex mánuðum seinna var helmingur þeirra látinn eftir að hafa orðið fyrir barðinu á gulusótt og malaríu. Smitberarnir voru agnarsmáir og mörg ár áttu eft- ir að líða áður en fólk áttaði sig á því hverjir þeir voru; moskítóflugur. Þegar í ljós kom að innrásin í Panama var algjörlega misheppnuð neyddust Skotar til að gefa eftir sjálfstæði sitt vegna þeirra skulda sem þjóðin hafði skapað sér. Samein- ing Skota og Englendinga varð stað- reynd og leiddi þessi litla fluga því til myndunar nýs ríkis, Stóra-Bret- lands. Dregið helming manna til dauða Þetta er aðeins ein birtingarmynd þeirra áhrifa sem moskítóflugan hef- ur haft á mannkynssöguna ef marka má væntanlega bók kanadíska sagn- fræðingsins Timothy C. Winegard. Hann leggur jafnvel til að hnignum risaeðlanna hafi þegar verið hafin vegna sjúkdóma borinna af mosk- ítóflugum áður en loftsteinn lenti á jörðu fyrir um 66 milljónum ára og olli útrýmingu fjölda dýra- og plöntutegunda. Að sögn Winegard eru flugurnar skæðustu dýr jarðar og hafa leitt til dauða 52 milljarða manna, næstum helmings þeirra manna sem lifað hafa á jörðinni síðustu 200.000 árin eða svo. Flugurnar hafa banað mun fleirum en maðurinn sjálfur, sem oft er talinn hættulegasta dýr veraldrar. Enduðu þrælahald í Bandaríkunum Moskítóflugur gera fólki í raun ekkert einar og sér, heldur bera með sér sjúkdóma. Án flugnanna myndu þessir sjúkdómar ekki berast til manna og, ef marka má Winegard, mannkynssagan væri óþekkjanleg. Leita þarf lengi til að finna meiri áhrif moskítóflugunnar en þegar Evrópubúar námu land í Ameríku. Þær flugur sem fyrir voru í Ameríku voru hvimleiðar en báru ekki með sér hættulega sjúkdóma. Þær sem fylgdu Evrópubúunum gerðu það hins vegar. Um 95 milljónir af þeim 100 milljónum innfæddra sem fyrir voru dóu, að mati Winegards, úr sjúkdómum bornum af moskító- flugum ásamt bólusótt og inflúensu. Í Ameríku höfðu moskítóflug- urnar mikil áhrif á þrælahald. Verð sem sett var á þræla endurspeglaði viðnám þeirra við sjúkdómum sem flugurnar báru með sér. Þræll frá Ameríku kostaði minnst; næst kom þræll frá Evrópu sem hafði viðnám upp að vissu marki; dýrastir voru svo þrælar frá Afríku sem nutu góðs af því viðnámi sem forfeður þeirra höfðu þróað með sér. Flugurnar okkar höfðu líka sitt að segja við endalok þrælkunar í Bandaríkjunum. Í Þrælastríðinu á sjöunda áratug 19. aldar varð Suður- ríkjasambandið, sem barðist fyrir rétti sínum til að eiga þræla, uppi- skroppa af lyfjum gegn malaríu og varð þannig undir í baráttunni gegn Norðurríkjunum. Winegard nefnir fleiri dæmi í bók sinni. Malaría, sem moskítóflugur bera gjarnan með sér, átti sinn þátt í því að kristin trú varð að fjölmenn- ustu trúarbrögðum mannkyns og moskítóflugur höfðu mikil áhrif í stríðum bæði Grikkja og Rómverja. Stríð eru einmitt Winegard mjög hugleikin; hann segir að mun fleiri hafi fallið af völdum flugnanna held- ur en fyrir hendi andstæðinga á bar- dagavellinum á meðan á þeim stóð. Þó að bók Winegards sé mjög áhugaverð og eflaust skemmtileg lesning þarf að varast að útskýra flókin fyrirbæri með einni orsök. Moskítóflugurnar höfðu eflaust mikil áhrif á gang sögunnar en eins og flestir vita spilaði margt þar inn í. Aðeins kvenkyns moskítóflugur stinga fólk, en þær þurfa prótein, sem þær fá úr blóði, til að verpa eggjum sínum. Ein skæðasta tegund moskítóflugna – tegundirnar eru um 3.500 – er Aedes aegypti og getur hún borið með sér gulusótt, sem dregið hefur marga til dauða, sem og zika-veiruna og fleiri skæða sjúk- dóma. Aedes aegypti hefur mikið dálæti á mannkyninu. Hún sækir ein- staklega mikið í blóð manna, sem er ekki algengt meðal tegunda moskító- flugna, og dreifir því sjúkdómum á milli manna af einstökum hraða. Þá verpir hún í vatnsílát manna, til dæmis potta, könnur, tunnur og fleira. Vegna þessa samlífs við mann- fólkið segir sagnfræðingurinn John R. McNeill Aedes aegypti í raun hús- dýr. Skotarnir í Panama urðu ein- mitt fyrir barðinu á þessari and- styggilegu tegund. Endalaus barátta Síðan mannfólkið komst aðþví að moskítóflugur bera með sér fjölda skæðra sjúkdóma undir lok 19. aldarinnar hefur mikil barátta verið háð. Fyrst var tekist á við Aedes ae- gypti með því að loka vatnsílátum og setja örlítið af steinolíu í þau sem ekki var lokað. Með þetta ráð að vopni náði bandaríski herinn að taka yfir Kúbu rétt fyrir aldamótin 1900 og Panama skömmu síðar. Á næstu áratugum var skordýra- eitur þróað og notað gegn moskító- flugum. Þessi skordýraeitur voru oft mönnum einnig til skaða; í öðrum til- fellum mynduðu flugurnar ónæmi fyrir þeim með tímanum. Þó að mönnum hafi orðið mikið ágengt í baráttunni gegn þessum hvimleiðu skordýrum og mikið hafi verið lagt í rannsóknir hefur ekki tekist að út- rýma þeim, eins og mögulega ein- hverjum þætti ákjósanlegt. Baráttan stendur því enn en á næstu árum gætu tækniframfarir gert mönnum kleift að útrýma ein- hverjum tegunda móskítóflugna. Vekur það ýmsar siðfræðilegar spurningar. Ófétið hingað til lands? Svo virðist sem Aedes aegypti sé að færa sig upp á skaftið; átti stóran þátt í útbreiðslu zika-veirunnar, sem dregur fólk að vísu ekki til dauða, og finnst nú á sífellt norðlægari slóðum, sem rekja má til hlýnunar jarðar. Einnig er um að kenna þeim árangri sem náðist í að ráða niðurlögum af sjúkdómum eins og gulusótt um mið- bik 20. aldarinnar; fjármagni var beint annað en í varnir gegn Aedes aegypti. Þá er spurning hvort moskító- flugan muni berast hingað til lands ef áhrif loftlagsbreytinga verði eins dramatísk og margir telja. Nú á síð- ustu árum hafa margir orðið fyrir barðinu á lúsmýi, verið margbitnir um líkamann. Slíkt er nýtt af nálinni hér á landi og því spurning hvað ger- ist ef veðurfar tekur enn frekari breytingum. Hættulegustu dýr jarðar Moskítóflugur hafa fylgt manninum í alda- raðir. Að sögn höf- undar brátt útkominnar bókar hafa flugurnar dregið tæplega helming mannkyns til dauða og mannkynssagan væri óþekkjanleg án þeirra. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Aedes aegypti er ein 3.500 tegunda mosk- ítóflugna og hefur dreg- ið fjölda fólks til dauða. Miklu púðri hefur verið varið í eitur gegn moskítóflugum. Hér eitrar vallarstarfsmaður fyrir flugunum fyrir krikketleik í Srí Lanka. Timothy C. Winegard

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.