Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2019, Page 14
ÍÞRÓTTIR
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.8. 2019
S
tórkostlegt getur verið að fylgjast
með íþróttamönnum sem endur-
skilgreina íþrótt sína, þeim sem
breyta leiknum. Sumir búa yfir svo
miklum hæfileikum að forsvars-
menn íþróttarinnar neyðast til að breyta regl-
unum. Aðrir setja markið fyrir þá sem á eftir
koma með ótrúlegu afreki. Enn aðrir finna
betri leið til að spila leikinn sem aðrir taka svo
upp. Svo eru þeir sem heyja baráttu sína utan
íþróttarinnar sjálfrar en hafa þó meiri áhrif en
nokkurn hefði órað fyrir.
Oftast eru þetta íþróttamenn sem fært hafa
ótal fórnir til að komast á topp sinnar greinar
og við getum lítið annað gert en hallað okkur
aftur og notið þess að fylgjast með.
Handóðir áhangendur
Körfuknattleiksíþróttin hefur tekið miklum
breytingum frá því íþróttakennarinn James
Naismith fann upp leikinn 1891.
Í fyrstu var ekkert spjald fyrir aftan körfuna
líkt og er staðalbúnaður í dag. Í þá daga voru
áhorfendur oft aftan við körfunar og urðu upp-
vísir að því að slá boltann í burtu er leikmenn
reyndu að hitta í körfuna. Árið 1893 var brugð-
ið á það ráð að setja spjald úr hænsnavír fyrir
aftan körfuna. Æstir áhorfendur héldu áfram
að reyna að slá boltann og meiddu margir sig á
vírnum. Því var skipt yfir í tréspjald og síðar
glerspjald sem hægt var að horfa í gegnum.
Engin fráköst voru leyfð áður en spjaldið var
sett upp og því hægt að spyrja hvort þróun
íþróttarinnar hefði orðið allt önnur hefðu
áhangendur setið annars staðar. Nú, eða haft
einhvern vott af sjálfstjórn.
Tröll á meðal manna
George Mikan, sem lék sem atvinnumaður í
Bandaríkjunum á fimmta og sjötta áratugnum,
lengst af með Minneapolis Lakers, var mikill
brautryðjandi á sviði körfuboltans. Mikan, sem
var 208 sentimetrar á hæð, endurskilgreindi
íþróttina sem leik stóra mannsins. Hann gat
tekið fráköst, varið skot og skotið yfir varnar-
menn mun betur en aðrir. Að auki var hann
jafnvígur á báðar hendur þegar hann skaut yfir
mótherja sína og lagði grunninn að krók-
skotinu (e. hook shot) sem Kareem Abdul-
Jabbar gerði ódauðlegt síðar.
Mikan var svo ólíkur öllum öðrum leik-
mönnum sem komið höfðu fram áður en hann
hóf að hrella varnarmenn að breyta þurfti
reglum leiksins. Þegar menn skutu að körfunni
stóð Mikan undir henni, hoppaði upp og sló
boltann einfaldlega í burtu. Menn voru sam-
mála um þetta væri nú heldur ósanngjarnt svo
sett var á ný regla þar sem bannað var að
snerta bolta á leið að körfunni ef hann væri á
niðurleið (e. goaltending).
Einnig þurfti að stækka teiginn við körfuna,
svæði þar sem sóknarmenn mega aðeins dvelja
í þrjár sekúndur í senn. Fyrir breytinguna gat
Mikan fengið boltann rétt við körfuna og skor-
að auðveldlega svo teigurinn var tvöfaldaður að
breidd.
Svo mikla yfirburði hafði Mikan á sínum
tíma að setja þurfti á skotklukku því lið voru
farin að tefja leikinn til að halda boltanum frá
okkar manni. Eftir tap Lakers gegn Ft. Wayne
Pistons árið 1950 sögðu menn hingað og ekki
lengra. Leikurinn fór 19-18, vandræða-
lega fá stig. Mikan skoraði 15 af 18 stig-
um Lakers.
Mikan var gríðarlega vinsæll á
þessum tíma; var andlit alls
kyns auglýsingaherferða og
prýddi forsíður allra vinsæl-
ustu blaða Bandaríkjanna. „Í
gamla daga mætti ég oft einum eða
tveimur dögum fyrr í leiki til að vekja
athygli á þeim,“ sagði Mikan í viðtalið
árið 1997. „Ég var settur á hótel og fór í
viðtal eftir viðtal til að fá fólk á völlinn.“
Mikan bar sig þó ekki aumlega yfir þessu
heldur var ánægður með að hafa sett
mark sitt á leikinn.
Aðrir sem ruddu leiðina fyrir stóra leik-
menn voru til að mynda Kareem Abdul-
Jabbar og Wilt Chamberlain. Reglum var
einnig breytt vegna hæfileika þeirra. Árið
1967 þegar Abdul-Jabbar, sem þá gekk undir
nafninu Lew Alcindor, átti of auðvelt með að
troða í körfuna með háskólaliði sínu var
ákveðið að banna troðslur í háskólabolt-
anum. Reglunni var ekki breytt fyrr en
níu árum síðar.
Þegar Chamberlain tók víti skaut hann
ekki að körfunni eins og aðrir heldur kastaði
boltanum að körfunni, tók tvö skref áfram,
stökk upp, greip boltann og tróð. Þetta gekk að
sjálfsögðu ekki svo sett var regla sem bannaði
leikmönnum að stíga yfir vítalínuna áður en
boltinn snerti körfuna.
Ef þessir þrír sem nefndir hafa verið hér á
undan gerðu körfuboltann að leik stóra manns-
ins eru þær breytingar að ganga til baka um
þessar mundir.
Hagkvæmnivæðing körfuboltans
Árið 2004 var gerð reglubreyting í NBA-
deildinni sem gerði það að verkum að varn-
armenn gátu minna notað hendurnar þegar
varist var utan teigs en áður. Leikmenn áttu
því mun auðveldara með að skjóta að körfunni
án þess að andstæðingurinn kæmi vörnum við.
Þremur árum seinna réð Houston Rockets
tölvunarfræðinginn Daryl Morey sem fram-
kvæmdastjóra. Morey hafði starfað áður með
NBA-liðum en aldrei hafði lið ráðið mann með
engan bakgrunn í körfubolta í stöðu fram-
kvæmdastjóra. Markmið Moreys var að
nota tölfræðigreiningu til að vinna körfu-
boltaleiki. Ein niðurstaðan var að taka
fleiri þriggja stiga skot, sem nú var ein-
mitt auðveldara vegna reglubreyt-
ingarinnar frá 2004.
Tvö stig fást vanalega fyrir
hverja körfu í körfubolta en
árið 1979 tók NBA-deildin
þriggja stiga línuna í gildi
og því hægt að fá þrjú
stig fyrir heppnað skot
fyrir aftan hana. Mo-
rey komst að því að
mjög óhagkvæmt
væri að taka skot rétt
innan þriggja stiga
línunnar, svokallað
miðskot (e. middle
range jumper). Mun
hagkvæmara væri að
skjóta oftar utan þriggja stiga línunnar, því þar
fengjust fleiri stig fyrir hverja körfu, og taka
fleiri skot rétt við körfuna, þar sem miklar lík-
ur væru á að boltinn færi ofan í. Lágmarka ætti
fjölda skota sem féllu ekki í þessa tvo flokka.
Þótt Houston Rockets hafi náð feikigóðum
árangri síðustu árin undir handleiðslu Moreys
hefur annað lið tileinkað sér þriggja stiga skot-
ið með enn betri árangri. Golden State Warri-
ors hefur komist fimm ár í röð lokaúrslit NBA-
deildarinnar og unnið þrjá titla á þeim tíma. Á
síðustu árum hafa Klay Thompson og Stephen
Curry skipað hjarta liðsins. Curry og Thomp-
son hafa tekið ástfóstri við þriggja stiga skotið
og endurskilgreint leik bakvarða í deildinni.
Curry hefur á 10 ára ferli sínum skorað fleiri
þriggja stiga körfur en allir nema tveir leik-
menn í sögu deilarinnar, Ray Allen og Reggie
Miller, sem léku báðir í 18 ár í deildinni. Curry
mun bæta metið innan tveggja ára, svo lengi
sem hann meiðist ekki. Thompson er 16. á lista
yfir flestar þriggja stiga körfur eftir aðeins
átta ár í deildinni, þrátt fyrir að hafa ver-
ið um tíma aðeins þriðji mikilvægasti
leikmaður liðsins. Sömu sögu má segja
um James Harden, leikmann Rockets,
sem er áttundi á listanum og hefur leik-
ið í 10 ár í deildinni.
Warriors hafa ráðið lögum
og lofum í NBA-deildinni
síðustu árin og til að veita
þeim keppni hafa önnur
lið þurft að einbeita
sér enn frekar að
þriggja stiga skotum.
Á síðustu níu árum
hefur fjöldi þriggja
stiga skota sem hlut-
fall heildarskota allra
liða aukist ár hvert,
farið úr 22,2% í 35,9%. Breytingin hefur
verið hvað mest áberandi hjá Rockets sem
hefur farið að ráðum Moreys og síðustu tvö
ár tekið meirihluta skota sinna fyrir aftan
þriggja stiga línuna. Liðið er það fyrsta í sög-
unni sem gerir slíkt.
Þessi breyting á leiknum hefur orðið til þess
að hlutverk stóra leikmannsins, sem George
Mikan gerði að veruleika og aðrir sem á eftir
komu gerðu ódauðlegt, hefur sífellt minna
vægi. Unga iðkendur dreymir ekki lengur um
að troða boltanum ofan í körfuna heldur hitta
ofan í hana langt fyrir aftan þriggja stiga lín-
una.
Latasti ólympíumeistari heims
Að hoppa klofvega yfir rána var lengi vel talið
besta aðferðin í hástökki. Hinn ungi Dick Fos-
bury átti hins vegar erfitt með að tileinka sér
tæknina og byrjaði því að prófa sig áfram við
ýmsar aðferðir. Hástökksgreinin varð aldrei
söm.
Í menntaskóla hóf Fosbury að hoppa afturá-
bak yfir rána, með hausinn á undan og sveigja
svo líkamanum yfir hana. Þetta gerði honum
kleift að halda þyngdarpunkti líkamans undir
ránni á meðan hann fór yfir hana. Aðferðin
krafðist þess að hann lenti á bakinu og því var
lán að um sama leyti var byrjað að notast við
mjúkt lendingarefni fyrir keppendur. Fosbury
meiddist þó eitt sinn í baki við lendingu því
ekki höfðu allir menntaskólar efni á efninu
mjúka. Til að byrja með hoppuðu þó ekki allir
af kæti yfir nýju aðferðinni. Eitt dagblað birti
texta við mynd af Fosbury er sagði: „Latasti
hástökkvari heims.“
Þegar komið var í háskóla árið 1965 var Fos-
bury bannað að notast við tæknina nýju af
þjálfara sínum sem þó leyfði honum að notast
við aðferðina, sem kölluð var „Fosbury flop“, á
mótum fyrir fyrsta árs nema. Eftir að Fosbury
fór yfir 208 sentrimetra á fyrsta móti ársins
dró þjálfarinn þó bannið til baka.
Á háskólaárunum gerði Fosbury breytingar
Tröll, letingjar
og launadeilur
Stundum koma fram íþróttamenn sem eru svo áhrifamiklir að
þeir breyta því hvernig leikurinn er spilaður. Þegar þeir
hverfa íþróttaunnendum sjónum er íþróttin óþekkjanleg frá
því sem áður var. Sunnudagsblaðið fjallar um nokkra sem
falla í þennan hóp.
Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is
AFP
Lawrence Taylor lætur hér einn leikstjórnandann hafa það óþvegið.
Eliud Kipchoge
ætlar undir tvo
tíma í maraþoni.
Roger Bannister ruddi
leiðina í einnar mílu hlaupi.
George
Mikan
gnæfði yfir
aðra leik-
menn.Stephen Curry hatar ekki að
taka þriggja stiga skot.