Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2019, Síða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2019, Síða 28
Fagnað á dollunni Lil Nas X er vinsæll. AFP 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.8. 2019 LESBÓK BÆJARL I ND 14 - 16 20 1 KÓPAVOGUR S ÍM I 553 7 100 L I NAN . I S O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 I L A U G A R D A G A 1 1 - 1 6 -25% S U M A R Ú T S A L A Unfurl svefnsóf i kr . 109 .900 nÚ kr. 87.920 10 - 50 % afsláttur af öllum vörum SÖNGVAR Undirbúningur fyrir kvikmynd grínistans Wills Ferrells um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, er í fullum gangi um þessar mundir. Á síðustu dögum bárust fréttir þess efnis að myndin yrði að hluta tekin upp á Íslandi, nánar tiltekið á Húsavík, að því er mbl.is greindi frá á þriðjudaginn var. Rachel McAdams leikur eitt aðal- hlutverka í myndinni og mun fara með hlutverk ís- lenskrar söngkonu frá smábæ hér á landi. Hafa því ein- hverjir velt því fyrir sér hvort Birgitta Haukdal, sem alin er upp á Húsavík og tók þátt í keppninni, sé myndinni innblástur. Þá greindi vísir.is frá því að nokkrir Íslendingar myndu fara með hlutverk í myndinni, þar á meðal Björn Hlynur Haraldsson og Ólafur Darri Ólafsson. Húsavík í kastljósinu Rachel McAdams leikur Íslending. AFP John Oliver sparar ekki stóru orðin. Ósáttir grínistar GRÍN „Því miður mun Bretland fara bráðlega til fjandans,“ sagði grínistinn John Oliver í þætti sínum á HBO á dögunum. Þá var hann að tala um nýjan forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson. Oliver, sem er Breti, hélt svo áfram að ausa úr skálum reiði sinnar yfir því að Johnson réði nú lögum og lofum í landinu. Hann sagði enn fremur Johnson þykjast vera óundirbúinn fyrir viðtöl svo fólk vissi ekki hvort hann væri að gera gys eður ei. Steven Colbert, annar grínisti, tók í sama streng og kallaði John- son „rakaða leikbrúðu“. Colbert hélt áfram og sagði Johnson „verstu klappstýru heims“. Flestir listamenn fara leið sér-hæfingar á ferli sínum, þ.e.einbeita sér að (skara að minnsta kosti fram úr í) einni list- grein. Slíkt er ekki upp á ten- ingnum hjá Donald Glover. Glover, sem fer með hlutverk Simba í endurgerð kvikmyndarinn- ar um konung ljónanna, starfar sem handritshöfundur, leikari, leik- stjóri, tónlistarmaður og plötusnúð- ur. Svo ekki sé minnst á feril hans sem vinsæll uppistandari. Einn Votta Jehóva Glover, fæddur árið 1982, var alinn upp sem vottur Jehóva, sem þýddi að hann mátti ekki horfa á sjón- varp en hlustaði á hljóðupptökur af Simpsons-þáttum fyrir svefninn ungur að árum. Hann stalst þó ein- stöku sinnum til að horfa á Star Wars eða Prúðuleikarana. Faðir Glovers hlustaði á alla flóruna af tónlist og Glover fannst mikið til þessarar listgreinar koma. Þannig komst hann í kynni við þær tilfinn- ingar sem tónlistin getur bæði end- urspeglað hjá flytjendum og skap- að hjá hlustendum. Glover lærði við listaskóla New York-háskóla og þegar hann var 23 ára réð Tina Fey hann sem hand- ritshöfund við sjónvarpsþættina 30 Rock. Þar starfaði hann í þrjú ár, skrifaði og birtist einstöku sinnum á skjánum. Á meðan gaf hann út stutta grínþætti á myndbandsveit- unni YouTube og prófaði sig áfram við uppistand. Hann fékk síðan stórt hlutverk í þáttunum Community sem skutu honum á stjörnuhimininn árið 2009. Eftir fimm þáttaraðir var hann orðinn leiður á þeim svo hann hætti. Breytti um tón Glover sat þó ekki auðum höndum á meðan hann lék í Community. Hann gaf út sína fyrstu EP-plötu í mars árið 2011 og sína fyrstu plötu í fullri lengd seinna sama ár. Árin áður hafði hann gefið út nokkrar blandspólur (e. mixtape). Hann valdi sér listamannsnafnið Childish Gambino eftir að nafnaforrit Wu Tang Clan-hljómsveitarinnar stakk upp á því er hann leitaði að nafni á netinu. Upphaflega var Gambino rappari en á síðustu árum, með tilkomu plötunnar „Awaken my love!“ sem kom út árið 2016, hefur hann fært sig yfir í aðra sálma; einhvers kon- ar blöndu af ryþmablús, fönki og sálartónlist þar sem hann syngur í stað þess að rappa. Oft er erfitt að trúa að Glover syngi vinsælasta lagið áf plötunni, Redbone, svo Úr smiðju Wu Tang Clan Donald Glover er einn fjölhæfasti listamaður heims; hefur lagt fyrir sig tónlist, leiklist, leik- stjórn, handritsskrif og uppistand með ótrúlegum árangri. Hann fer sínar eigin leiðir og er óhrædd- ur við að vera öðruvísi. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Um miðjan júlímánuð kom út ný kvikmynd um konung ljón- anna. Ólíkt fyrri myndum um Simba og félaga eru dýrin í myndinni gerð sem raunveru- legust og öll tilfinningaleg við- brögð þeirra látin endurspegla hegðun raunverulegra dýra. Glover ljær aðalsöguhetju myndarinnar, Simba, rödd sína og nýtast sönghæfileikar hans þar því söguhetjan syngur nokkur lög í myndinni. Hann syngur auð- vitað lagið Hakuna Matata með Tímon og Púmba, Billy Eichner og Seth Rogen. Merkilegra er þó samstarfið við söngkonuna heims- frægu Beyoncé sem ljær Nölu rödd sína. Glover segir að nokkuð ógn- vekjandi hafi verið að syngja lag með slíkri stórstjörnu en þau hafi að vísu ekki verið í sama herbergi þegar lagið var tekið upp, sem sló á taugaveiklunina. Þegar Glover spurði seinna son sinn hvort hann vildi sjá myndina sagði hann: „Já, Beyoncé er í henni er það ekki?“ Beyoncé fram yfir pabba Glover og Beyoncé í hlutverkum sínum. TÓNLIST Lagið Old Town Road, sem rapparinn Lil Nas X gaf út í maí á þessu ári með kántrísöngvaranum Billy Ray Cyr- us, setti á dögunum nýtt met yfir flestar vikur í efsta sæti á lista tímaritsins Billboard yfir vinsælustu lögin í Bandaríkj- unum. Lagið hefur nú vermt efsta sæti listans í 17 vikur en fyrra metið átti Mariah Carey með lagi sínu One Sweet Day sem hún gaf út árið 1996. Síðan þá hefur aðeins einu lagi tekist að jafna met Carey en það var lagið Despacito sem gladdi marga (og var óþolandi fyrir aðra) sumarið 2017. Lil Nas, sem er tvítugur að aldri, fagnaði laginu eins og sönnum kúreka sæmir; með myndbandi á samfélagsmiðl- inum Twitter þar sem hann sat á klósettinu. Hann þakk- aði þá öllum þeim sem hjálpuðu honum á leiðinni á topp- inn.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.