Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2019, Page 29
langt fer hann út fyrir svið sitt
fram að þeim tíma. Platan var til-
nefnd sem besta plata ársins á
Grammy-verðlaunahátíðinni og lag-
ið sem besta lag ársins á sömu há-
tíð.
Vinsælasta lag hans kom hins
vegar út á síðasta ári. Lagið This is
America, og myndbandið sem því
fylgdi, olli miklum usla. Mynd-
bandið er vægast sagt mikil ádeila
á lífið í Bandaríkjunum og má finna
í því vísanir í kynþáttamisrétti,
skotárásir, samfélagsmiðla og of-
beldi lögreglu svo eitthvað sé upp
talið. Þegar þetta er skrifað hefur
verið horft 575 milljón sinn-
um á myndbandið á You-
Tube.
Óreyndir
handritshöfundar
Glover hefur ávallt farið
sínar eigin leiðir í
listsköpun. Tónlist
hans er til að
mynda á öndverð-
um meiði við
flesta aðra rapp-
ara. Í stað þess
að textasmíð
hans snúist um
að upphefja
sjálfan sig vill
Glover vera í
góðum takti við
eigin tilfinningar
og endurspegla
lögin það.
Eftir að hafa
gengið frá borði í
þáttunum Comm-
unity hefur Glover
leikið ýmis auka-
hlutverk í kvikmyndum og nefna
má sem dæmi leik hans sem Lando
Calrissian í myndinni Solo: A Star
Wars Story, lítið hlutverk í stór-
myndinni The Martian og áður-
nefnt hlutverk hans sem Simbi í
Konungi ljónanna. Árið 2016 hófu
þættirnir Atlanta, sem gerast í
samnefndri borg, göngu sína en
Glover er höfundur þeirra, aðalleik-
ari og leikstýrir einstaka þáttum.
Þættirnir eru drama- og gaman-
þættir og snerta á ýmsum sam-
félags- og efnahagslegum vanda-
málum eins og kynþætti,
sambandsmálum, fátækt og for-
eldrahlutverkinu.
Atlanta er heimabær Glovers
sem fór ótroðnar slóðir í undirbún-
ingi þáttanna. Hann réð aðeins
blökkumenn sem handritshöfunda
sem margir hverjir höfðu aldrei
skrifað fyrir sjónvarp áður. Það var
því ekki einfalt mál að fá sjón-
varpsstöð til að samþykkja slíkt
reynsluleysi í gerð nýrra þátta. En
það hafðist og þættirnir, og Glover
sjálfur, hafa hlotið mikið lof.
Ofan á allt saman gaf Glover út
klukkutímalangan uppistandsþátt
árið 2011 sem kom út á Comedy
Central og má finna á Netflix.
Líður eins og Jesú
Árið 2017 var nafn Glovers á lista
tímaritsins Time yfir 100 áhrifa-
mestu einstaklinga í heimi. Hann
virðist geta allt, í heimsklassa í öllu
því sem hann tekur sér fyrir hend-
ur. Í viðtali við New Yorker í fyrra
var hann spurður hvort það væri
eitthvað sem hann væri lélegur í.
„Í sannleika sagt, nei,“ svaraði
Glover en bætti við: „Líklega bara
fólki. Því líkar ekki að vera skoðað
eða aðrir hafi betur en það.“ Hann
hélt áfram. „Mér finnst það allt í
lagi. Mér líkar ekkert svo vel við
annað fólk. Fólk sættir sig við
mig núna því ég er frægur
en það hugsar í rauninni:
„Oh, hann heldur að hann sé
svo sérstakur,““ sagði hann
og hló. „En ég er það!
Mér líður eins og
Jesú. Mér líður eins
og ég sé útvalinn.
Mitt verkefni er
að nýta mennsku
mína til að búa
til klassísk verk
– en ég veit
ekki hvort
mennskan sé
þess virði,“ sagði
Glover, áhuga-
verður einstakl-
ingur svo ekki sé
dýpra í árinni tekið.
Childish Gambino
kemur iðulega fram
ber að ofan og lifir sig
mikið inn í tónlist sína.
Donald Glover var vel til
fara á frumsýningu nýrrar
kvikmyndar um konung
ljónanna.
4.8. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
KVIKMYNDIR Ný stikla fyrir kvikmynd
Martins Scorseses, The Irishman, kom út á
dögunum. Myndin er byggð á bók eftir Charl-
es Brandt og fer yfir líf og feril leigumorð-
ingjans Franks Sheerans sem Brandt segir
hafa átt þátt í máli verkalýðsleiðtogans Jimm-
ys Hoffa sem hvarf sporlaust árið 1975. Með
aðalhlutverk í myndinni fara Al Pacino,
Robert DeNiro og Joe Pesci en þetta er í
fyrsta sinn sem þeir Pesci og DeNiro leika
saman í Scorsese-mynd síðan þeir léku í Cas-
ino sem kom út 1995. Myndin verður sýnd á
New York-kvikmyndahátíðinni í haust og
hægt verður að sjá hana á Netflix í nóvember.
Scorsese snýr aftur í haust
Scorsese veifar til almúgans.
AFP
BÓKSALA 24.-30. JÚLÍ
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 Svört perla Liza Marklund
2 Annabelle Lina Bengtsdotter
3 Independent People Halldór Laxness
4
Iceland – Visual Explorer
Guide
Chris McNab
5 Sumareldhús Flóru Jenny Colgan
6 Sagas of The Icelanders Ýmsir höfundar
7 Niceland Kristján Ingi Einarsson
8 Gagn og gaman, 2. hefti Helgi Elíasson/Ísak Jónsson
9 Iceland in a Bag Ýmsir höfundar
10 Gullbúrið Camilla Läckberg
1 Ljóð 2007-2018 Valdimar Tómasson
2
Vökukonan
í Hólavallagarði
Guðrún Rannveig Stefáns-
dóttir/Sólveig Ólafsdóttir
3 Limrubókin Pétur Blöndal
4 Líkn Hildur Eir Bolladóttir
5 Gamanvísnabókin Ýmsir höfundar
6 Ljóð muna rödd Sigurður Pálsson
7 Þröskuldur hússins er þjöl Arnfríður Jónatansdóttir
8 Vammfirring Þórarinn Eldjárn
9 Vellankatla Þórður Sævar Jónsson
10
Íslensk úrvalsljóð
Guðmundur Andri Thorsson
valdi
Allar bækur
Ljóðabækur
Bók sem ég hef lesið: Nýlega las ég
bókina Allt sundrast eftir Chinua
Achebe, sem er ein
þekktasta skáldsaga
Afríku. Hún gerist í
Nígeríu og fjallar um
ævi óttalausa stríðs-
mannsins Okonwo í
upphafi nýlendutím-
ans. Hann varð fræg-
ur í þorpi sínu og víð-
ar fyrir að fella Köttinn Amalinze
sem var ósigrandi glímukappi. Sag-
an markar upphafið að því að rit-
höfundar Afríkulanda fara að segja
sögu sína sjálfir og gefur áhuga-
verða innsýn í líf og gildi ættbálka á
þessum tíma.
Bók sem ég er að
lesa: Skömmin eft-
ir Guðbrand Árna
Ísberg sálfræðing.
Áhugaverð bók um
margslungið fyr-
irbæri sem á sér
ótal birtingar-
myndir og getur
haft alvarlegar afleiðingar. Meðal
annars þykir mér áhugaverð skipt-
ingin í rauða og hvíta skömm en sú
hvíta, þar sem við stirðnum upp og
finnum fyrir niðurlægingu, er sögð
alvarlegri en sú rauða. Bókin vekur
athygli á því að skömm geti legið
að baki mörgu því
sem fólk gerir, með-
al annars kappsemi
og ofbeldi.
Bók sem mig
langar til að lesa:
Cancer ward eftir
Alexandr Solzhenit-
syn. Þetta er tæp-
lega 800 blaðsíðna rússnesskur
klassíker um daglegt líf mismun-
andi fólks sem dvelur á sjúkrahúsi í
Úsbekistan árið 1955. Áleitnar
spurninga vakna um líf og dauða,
tilgang lífsins og stalínismann.
SÓLEY DRÖFN ER AÐ LESA
Skömmin liggur að baki mörgu
Sóley Dröfn
Davíðsdóttir er
forstöðusál-
fræðingur við
Kvíðameðferð-
arstöðina.
Bókin The Coddling of the American Mind kemur út
á kilju þann 20. ágúst næstkomandi. Bókin var á
metsölulista New York Times í fyrra og hafa höfund-
arnir, Greg Lukianoff og Jonathan Haidt, hlotið mik-
ið lof gagnrýnenda.
Í bókinni reyna höfundarnir að komast að því hvað
er að baki þeirri þróun sem hefur átt sér stað í há-
skólum í Bandaríkjunum síðustu árin. Fyrirlesarar
eru kallaðir niður og prófessorar eru hræddir við að segja skoðun
sína. Á sama tíma eykst þunglyndi og kvíði í sífellu. Höfundarnir
segja um að kenna því að foreldrar verndi börnin sín of mikið, sam-
félagsmiðlum sem taki yfir líf ungmenna og aukinni skiptingu fólks í
fylkingar þegar litið er til stjórnmálaskoðana. Þrjá þætti segja höf-
undar ná of miklu flugi í samfélaginu og brjóta í bága við grundvall-
arreglur sálfræðinnar. Það sem drepi þig ekki geri þig veikari; þú
eigir alltaf að treysta tilfinningum þínum; lífið sé barátta góðs fólks
og ills fólks. Penguin gefur út.
ÁHUGAVERÐAR BÆKUR