Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.08.2019, Page 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.08.2019, Page 6
HEIMURINN 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.8. 2019 „Ég harma sársaukann og þjáninguna sem ég hef valdið og vona að dauði minn dragi úr kvölum ykkar. Mig langar líka að segja móður minni að ég iðrast gjörða minna. Það er hræðilegt að þurfa að upplifa það að sonur manns sé kall- aður ófreskja. Ég biðst innilega forláts. Svona átti líf mitt aldr- ei að verða. Maður vaknar ekki einn morguninn og ákveður að verða raðmorð- ingi.“ Þannig komst hinn 57 ára gamli Gary Ray Bowles að orði í handskrifaðri yfirlýsingu áður en hann var tek- inn af lífi í fangelsi í Flórída í vikunni. Hann hafði beðið örlaga sinna á dauða- deild í meira en tvo áratugi en morðæði rann á hann árið 1994. Teygði það anga sína frá Maryland í norðri til Flórída í suðri. Bowles var kallaður I-95- morðinginn, þar sem hann virtist beina sjónum sínum að karlmönnum sem bjuggu ná- lægt þjóðveginum við strand- lengjuna í austri. Fórnarlömbin voru öll samkynhneigð en Bowles hafði um tíma starfað sem vændiskarl. Talið er að æðið hafi runnið á Bowles þeg- ar unnusta hans komst að þessu og yfirgaf hann. Alls voru fórnarlömb hans sex talsins og talið er að Bow- les hafi vingast við þau áður en hann lét til skarar skríða. Öll fundust fórnarlömbin með hluti sem morð- inginn hafði troðið niður í kokið á þeim; svo sem kyn- lífstæki, lauf og handklæði. Aðferð- irnar voru mismun- andi en eitt fórnar- lambið myrti hann með því að láta steypuklump falla á and- lit þess. RAÐMORÐINGI TEKINN AF LÍFI VESTRA Svona átti lífið ekki að verða Gary Ray Bowles Þeir ruddust inn til hennar aðkvöldi síðasta miðvikudags,þrír grímuklæddir menn, og sögðust vera frá lögreglunni. Þeir löðrungu hana og þvinguðu hana síð- an á nærfötunum út og upp í pallbíl sem beið fyrir utan. Þaðan var ekið sem leið lá á stað sem hún bar ekki kennsl á. Þannig lýsir skemmtikrafturinn og háðsádeiluhöfundurinn Sam- antha Kureya lífsreynslu sem hún varð fyrir heima í Simbabve í vik- unni. Kureya, sem kallar sig Gony- eti, er einn vinsælasti skemmtikraft- ur landsins og þekkt fyrir beitt spé af pólitískum toga. Við höfum verið að fylgjast með þér „Þeir byrjuðu á að segja: „Þú dregur dár að ríkisstjórninni og við höfum verið að fylgjast með þér,““ lýsir hún í breska blaðinu The Guardian. „Þeir skipuðu mér að leggjast niður og velta mér eftir jörðinni. Ég fékk fyr- irmæli um að velta mér í aðra áttina og síðan hina og um leið var ég bar- in. Síðan byrjuðu þeir að traðka á bakinu á mér,“ bætir hin 33 ára gamla Kureya við. Síðan skipuðu mennirnir henni að gera heræfingar og drekka skólp- vatn áður en þeir fóru að spyrjast fyrir um maka hennar, sjónvarps- stöðina sem hún vinnur hjá og koll- ega hennar. Að því búnu var henni gert að afklæðast og síminn hennar var leystur upp í frumeindir sínar með AK-47 riffli. „Þeir sögðu: „Ef þú segir frá þessu þá setjum við byssukúlu gegn- um höfuðið á móður þinni.“ Maður er ekki óhultur í þessu landi, það er ógnvekjandi. Þegar menn af þessu tagi mæta og nema á brott konu eins og mig er það óhugnanlegt,“ sagði hún á felustað sínum á fimmtudag- inn. Mannréttindasamtök halda því fram að sama bifreið hafi verið notuð í tíu sambærilegum málum undan- farna daga, sex í höfuðborginni Harare og fjórum í Bulawayo. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem höfð eru afskipti af Kureya en hún var handtekin ásamt öðrum háðfugli fyrr á þessu ári eftir að þau komu fram í lögreglubúningum í grín- skissu í sjónvarpi. Fyrstu viðbrögð stjórnvalda við frásögn Kureya voru á þann veg að hún hefði sett mannránið á svið – í þágu grínsins. „Við látum ekki gabba okkur,“ sagði Energy Mutodi, aðstoðarupplýsingamálaráðherra. Spenna fer nú vaxandi í Simbabve en lögregla stöðvaði mótmælafund stjórnarandstæðinga í seinustu viku með kylfum og táragasi. Efnahagur ríkisins stendur á brauðfótum og hefur þegnunum verið gert að herða sultarólina svo um munar. Fyrir helgina bárust svo fregnir af því að lykilmaður úr röðum helsta stjórn- arandstöðuflokksins væri í haldi lög- reglu grunaður um að hafa lagt á ráðin um fjöldamótmæli. Undir smásjá umheimsins Nokkur hundruð manns voru hand- tekin þegar ástandið nálgaðist suðu- mark í janúar síðastliðnum en flestir hafa verið látnir lausir. Þó bíða um tveir tugir manna, stjórnarandstæð- ingar og verkalýðsfólk, réttarhalda sem gætu leitt til fangavistar. Ríki heims hafa sameinast í mót- mælum gegn ofríki stjórnvalda í Simbabve og nýlega sagði Andrew Stephenson, Afríkumálaráðherra Bretlands, að stjórnvöld þar syðra yrðu að taka með hraði á mannrétt- indabrotum ætluðu þau sér að öðlast trúverðugleika í baráttu sinni fyrir bættum stjórnháttum í landinu. Stjórnvöld í Simbabve hafa þrátt fyrir allt lagt áherslu á að bæta sam- skipti sín við umheiminn eftir að Ro- bert Mugabe var steypt af stóli fyrir tveimur árum, en sem frægt er bar einræðisherrann litla virðingu fyrir almennum mannréttindum. Fimm milljónir líða skort Núverandi forseti Simbabve, Emm- erson Mnangagwa, hefur þó tak- markaðan smekk fyrir umvöndunum af þessu tagi ef marka má orð hans á opnum fundi á dögunum. Þar sagði hann að svokölluð hlýðnilög væru ekki til þess fallin að ganga í augun á öðrum ríkjum, heldur til að styrkja lög og reglu í Simbabve. Hart verði tekið á fólki sem ögri lýðræðinu. Sameinuðu þjóðirnar telja að um þriðjungur íbúa Simbabve líði skort og þurfi á bráðri matvælaaðstoð að halda, það eru um fimm milljónir manna. Neydd til að drekka skólp Einn þekktasti háðfugl Afríkuríkisins Simbabve, Samantha Kureya, er farin í felur eftir að hafa ver- ið numin brott af vopnuðum mönnum í vikunni sem hún telur tengjast ráðamönnum landsins. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Samantha Kureya varð fyrir óskemmtilegri lífsreynslu í vikunni. Hún býður mannræningjunum birginn, þrátt fyrir hót- anir sem beindust meðal annars að móður hennar. Mannréttindasamtök hafa miklar áhyggjur af ástandinu í landinu. Hararelive.com Stuðningsmenn Emmerson Mnangagwa forseta stíga dans á svokölluðum Hetjudegi í Harare á dögunum. Ekki eru allir eins hrifnir af forsetanum. AFP ÚTSÖLUDAGAR Rökkva.isFrí heimsending Höfðabakki 9 (Edda heildverslun) • Sími 561 9200 • rokkva@rokkva.is Allt að 40% afsláttur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.