Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.08.2019, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.8. 2019
LESBÓK
MÁLMUR Núverandi og fyrrverandi söngvari Kills-
witch Engage, Jesse Leach og Howard Jones, sameina
krafta sína í einu lagi á nýjustu breiðskífu Massachu-
setts-málmbandsins, Atonement, sem kom út á dög-
unum. Lagið heitir The Signal Fire og fjallar um sam-
stöðu og bræðralag og að missa ekki vonina þegar
þyrmir yfir. Leach samdi lagið sem dúett og með Jones í
huga en báðir hafa þeir glímt við geðraskanir gegnum
tíðina. Ef einhver er hér ringlaður þá erum við ekki að
tala um popparann Howard Jones, sem gerði garðinn
frægan á níunda áratugnum, heldur allt annan mann.
Þessi var í Killswitch Engage frá 2002-12 en frontar nú
annað málmband, Light the Torch. Annar gestasöngv-
ari er á nýju plötunni, Chuck Billy úr Testament.
Sameinaðir í söng
Howard
Jones í ham.
Wikipedia
UPPRUNI Breska óskarsverðlaunaleikkonan
Kate Winslet er komin af sænsku alþýðufólki í
móðurætt. Þetta kemur fram í bresku útgáf-
unni af hinum sívinsæla þætti Hver heldurðu að
þú sért? Leikkonan fagnar þessu í þættinum
enda er hún þar að fá gamlan orðróm stað-
festan. „Ég er engin glamúrdrós,“ segir Winslet
í þættinum og kveðst vera fegin að vera af al-
þýðu- en ekki aðalsættum. Sjálf ólst hún upp
ásamt systkinum sínum fimm hjá foreldrum sem
aldrei bárust á í fásinninu í Reading á Englandi.
Winslet kveðst vera fegin að hafa lagt upp í
ferðalagið. „Ég veit meira um sjálfa mig
núna.“
Leikkonan Kate
Winslet í sínu
fínasta pússi.
Reuters
Michelle Williams á rauða dreglinum.
Tók á honum
stóra sínum
TÚLKUN Bandaríska leikkonan
Michelle Williams kveðst í samtali
við breska blaðið The Telegraph
hafa þurft að taka á honum stóra
sínum þegar hún lék leikkonuna og
dansarann Gwen Verdon í nýlegri
smáseríu, Fosse/Verdon. Þar er
hermt af stormasömu hjónabandi
og samstarfi Verdon og leikstjór-
ans og danshöfundarins Bobs Fosse
sem Sam Rockwell leikur. „Hún var
besti túlkandi hans verka og hann
besti leiðbeinandi hennar í listinni,“
segir Williams í viðtalinu. Þar kem-
ur einnig fram að fengi hún hundr-
að líf væri hún meira en til í að
verja einu þeirra í hjónabandi
Verdon og Fosse.
Í einu af skemmtilegustu ogáhrifamestu atriðum OnceUpon a Time … in Hollywood
heimsækir áhættuleikarinn eit-
ursvali Cliff Booth Spahn-
kvikmyndabúgarðinn í Los Angel-
es-sýslu ásamt blómabarninu
Pussycat sem húkkað hefur far með
honum. Hvorugt þeirra var til í
raun og veru; Booth er hreinn og
klár uppspuni enda þótt Quentin
Tarantino byggi persónuna á
áhættuleikurum sem í eina tíð settu
svip á sinn samtíma. Þá eru óljósar
heimildir fyrir því að stúlka sem
kölluð var Pussycat hafi dvalist á
búgarðinum í tíð Manson-
fjölskyldunnar. Í bókinni The Fa-
mily eftir Ed Sanders kemur við
sögu stúlka með því nafni og þar er
því haldið fram að hún hafi gengist
undir andasæringu í San Francisco
að Charles Manson viðstöddum.
Skírnarnafn Pussycat kemur þó
hvergi fram. Mögulega vísar Tar-
antino í þá persónu eða þá Kathryn
nokkra Lutesinger, sem þeir Man-
synir kölluðu jafnan Kitty. Hver
veit?
„Við elskum öll Pussy!“
Hvort Kitty var eins ástsæl innan
Hvaða Spahn
er á þér?
Quentin Tarantino lónar á landamærum skáld-
skapar og veruleika í nýjustu mynd sinni, Once
Upon a Time … in Hollywood. Meðal þess sem á
sér stoð í sögunni er Spahn-búgarðurinn, þar sem
Manson-fjölskyldan kom sér makindalega fyrir.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
George Spahn var orðinn gamall og hrumur sumarið 1969.
Bettmann Archive
Hver var og hver var
ekki? Þar er efinn í
Once Upon a
Time … in Hollywood.
Einn af karakterunum
sem raunverulega
voru til er umboðs-
maður Ricks aðalsögu-
hetju Daltons, Marvin
Schwarz, sem Al Pac-
ino leikur. Ekki fer svo
sem mörgum sögum af þeim ágæta manni en hann starfaði sann-
arlega sem umboðsmaður og almannatengill í Hollywood á þess-
um árum. Kúrekarnir sem Timothy Olyphant og Luke heitinn
Perry túlka í einu atriði voru líka raunverulegir, James Stacy og
Wayne Maunder. Riðu um héröð í kúrekaþáttunum Lancer frá
1968-70. Unga stúlkan sem einnig kemur við sögu í því atriði, Trudi
Fraser, er á hinn bóginn hugarfóstur Tarantinos. Forfrömuð í met-
hod-leiklist. Sömu sögu má segja um konuna sem gengur að eiga
Rick Dalton í myndinni, Francescu Capucci. Hún er ekki til en bygg-
ist á bombum á borð við Sophiu Loren og Claudiu Cardinale.
Hver var og hver var ekki?
Pitt, DiCaprio og Pacino í Once Upon a Time…
Reyndist vera af sænskum ættum
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
fyrir mánudaginn 2. september
SÉRBLAÐ
–– Meira fyrir lesendur
Börn &
uppeldi
Víða verður komið við í uppeldi barna í
tómstundum, þroska og öllu því sem
viðkemur börnum frá fæðingu
til 12 ára aldurs.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
fylgir Morgunblaðinu
laugardaginn 7. sept.