Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.08.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.08.2019, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 2019 RODAM Campa R15 Hönnun: Designschneider Berlin Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Borðstofuborð DESALTO Skin NAVER COLLECTION GM3200 Hönnun: Nissen & Gehl Hönnun: Marco Acerbis KNOLL INTERNATIONAL TULIP borð Hönnun: Eero Saarinen Hönnun: Nissen & Gehl NAVER COLLECTION GM7700 „Þegar ég var yngri var brauðterta alltaf á veislu- borðum og ég held að allir Íslendingar eigi einhverja minningu af brauðtertum í veislum eða þegar fólk kemur saman og heldur upp á eitthvað,“ segir Tanja Levý, listakona og einn skipuleggjenda brauðtertu- samkeppninnar sem fer fram í Hafnarhúsinu á menn- ingarnótt. „Á tímabili fannst mér eins og brauðtertan væri að hverfa af veisluborðunum og snitturnar að taka við. Ég var dauðhrædd um að brauðtertan myndi falla í gleymskunnar dá. En hún er að fá uppreisn æru.“ Keppnina heldur Tanja ásamt Valdísi Stein- arsdóttur, í samstarfi við Brauðtertufélag Erlu og Erlu, en viðburðurinn hefst klukkan 14:00. „Það er mikill samhugur í brauðtertusamfélaginu og við vildum skapa vettvang þar sem brauðtertuunn- endur geta komið saman,“ segir Tanja. „Brauðtertan er að koma til baka.“ Brauðtertukeppnin verður haldin í Listasafni Reykjavíkur klukkan 14:00 til 16:00. Dómarar verða Siggi Hall, Mar- grét Sigfúsdóttir og Erla Hlynsdóttir. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Brauðtertan lifir Brauðtertan fær uppreisn æru í brauðtertusamkeppninni á menningarnótt Íslendingar sendu kapplið til Ess- en í Þýskalandi fyrir réttum átta- tíu árum. Ekki kemur fram í frétt Morgunblaðsins 25. ágúst 1939 hvaða grein kapplið þetta keppti í en gera má því skóna að það hafi verið knattspyrna. „Kappliðið, sem Íslendingar fengu á móti sjer í Essen í fyrra- dag, var mjög sterkt, og var talið óhugsandi að landar fengi neina rönd við reist. Þó var stundum tvísýnt hvernig fara mundi. Samt höfðu Þjóðverjar að leiks- lokum 4 mörk á móti 2, og er ástæðan sögð meiri hraði hjá þeim í leiknum, og öruggur markmaður.“ Það voru þeir Björgvin og Gísli Kjærnested sem settu mörkin fyrir Íslendinga, Björgvin í fyrri hálfleik og Gísli í þeim seinni. „Dómar þýsku blaðanna um kappleikinn eru á þá leið, að Íslendingar sje óþekkjanlegir frá því sem þeir voru 1935, svo stór- kostlega hafi þeim farið fram.“ Fram kom í fréttinni að dekr- að hefði verið við landana síðan þeir komu út, og hafði þeim ver- ið sýnt allt hið markverðasta á þeim stöðum þar sem þeir komu, meðal annars fallbyssu- verksmiðjur Krupps í Essen, en þær fengu yfirleitt engir útlend- ingar að sjá. GAMLA FRÉTTIN Miklar framfarir Frá kappleik á Melavellinum um miðja síðustu öld. Enn fór mönnum fram. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon ÞRÍFARAR VIKUNNAR Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur Skapti Hallgrímsson blaðamaður og rithöfundur Jón Ólafsson píanóleikari

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.