Þjóðarbúskapurinn

Eksemplar

Þjóðarbúskapurinn - 01.07.1972, Side 13

Þjóðarbúskapurinn - 01.07.1972, Side 13
11 Þ R ð U N I N 1970 0 G 1971. Þjáðarframleiðsla og verðmætaráftstöfun. Vöxtur þjóðarframleiðslu varð 6% árið 1970. Viðskipta- kjörin bötnuðu verulega. Verðlag útflutningsafurða hækkaði um 20%, en innfluttar vörur hækkuðu miklu minna í verði eða um 4.5%. Þjóðartekjurnar hækkuðu því mun meira en þjóðar- framleiðsla, en mismunur breytinga þjóðarframleiðslu og þjóðar- tekna sýnir áhrif breyttra viðskiptakjara við útlönd. Hin hagstæða efnahagsþróun ársins 1970 staðfesti batann, sem náðst hafði á árinu 1969 frá erfiðleikum áranna 1967 og 1968. Sá samdráttur, er varð á þjóðarframleiðslunni 1967 og 1968, vannst þannig að miklu leyti upp árið 1970, og árið 1971 fór þjóðar- framleiðsla á mann fram úr sínu fyrra hámarki, sem var árið 1966, og varð meiri en nokkru sinni fyrr. Efnahagsþróun ársins 1971 einkenndist af áframhaldandi örum vexti eftirspurnar og framleiðslu. Þjóðarframleiðslan jókst um 9.5% og viðskiptakjörin bötnuðu enn verulega. Verðlag útfluttra sjávarafurða mun hafa hækkað um 25% að meðaltali, en verð innflutnings hækkaði miklu minna eða um 5-6%. Þjóðar- tekjur hækkuðu því mun meira en þjóðarframleiðsla og er gert ráð fyrir, að þjóðartekjur hafi aukizt um 12.5% á árinu 1971. Meginskýring þessa öra vaxtar er mikil aukning útflutnings- tekna á árunum 1969 til 1971. Árin 1969 og 1970 varð bæði aukning þorskafla og verðhækkun á erlendum mörkuðum. Árið 1971 dró nokkuð úr afla, þrátt fyrir aukna sókn, en verðlag mikil- vægra útflutningsafurða hélt áfram að hækka. 1 kjölfar hinnar hagstæðu tekjuþróunar í sjávarútvegi fylgdi síðan mikil aukning eftirspurnar innanlands. Innlend verðmætaráðstöfun dróst saman um 10.9% að magni árið 1969, en jókst um 10.6% árið 1970, og er gert ráð fyrir, að hún hafi aukizt um 21.3% að magni árið 1971.

x

Þjóðarbúskapurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.