Þjóðarbúskapurinn

Tölublað

Þjóðarbúskapurinn - 01.07.1972, Blaðsíða 16

Þjóðarbúskapurinn - 01.07.1972, Blaðsíða 16
14 Þréun útflutningsverðlags var þannig mjög hagstæð bæði árin. F.o.b.-verð frystiafurða hækkaði að meðaltali um 19% árið 1970 og 32% 1971, en verð saltfisks um 22% 1970 og 36% 1971. Verðlag fiskmjöls og lýsis fór mjög hækkandi 1970 og var afarhátt við upphaf ársins 1971, en lækkaði hins vegar mjög verulega, þegar leið á árið. Verðvisitölur helztu sjávarafurða 1970-1972. Frysti- afurðir Saltf.og skreið Salt- síld Mjöl og lysi Sj ávarafurðir alls 1970 ársmeðaltal 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 1971 l.ársfj. 127,2 139,3 117 ,0 105 ,6 121,6 2.ársfj. 130,3 151,4 163,2 104 ,4 130,9 3.ársfj. 134,1 138,3 115,1 92,4 123,8 4.ársfj. 130,8 150,8 149,7 90,9 128,1 1971 ársmeðaltal 131,6 144,3 115,1 99,1 125,4 1972 1. ársfj. 141,9 172,8 119,6 91,1 136,4 (Ath. Vísitölurijar.eru vegnar saman með framleiðslu- verðmæti arsins 196 8) . Hin hagstæða markaðsþróun áranna 1969 til 1971 ásamt góðum aflabrögðum hafði í för með' sér bætta afkomu þorskveiða og vinnslu. Þannig mun afkoma þessara mikilvægustu greina sjávar- útvegsins ekki hafa verið betri á síðastliðnum áratug en þessi þrjú ár. Að auki var verulegt fé lagt til hliðar í Verðjöfnunar- sjóð fiskiðnaðarins, eða um 1.080 m.kr. af framleiðsluandvirði áranna tveggja 1970 og 1971. Eftirfarandi tafla sýnir vergan hagnað helztu sjávarútvegsgreina, fyrir afskriftir og skatta. i

x

Þjóðarbúskapurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.