Þjóðarbúskapurinn - 01.07.1972, Síða 18
16
Framleiðsluverðmæti landbúnaðarafurða
1965 , 1970 og 1971.
Milljónir króna. Verðlag ársins 1960,
Nautgripaafurðir
(Þar af mjólkurafurðir)
Sauðfj árafurðir
Hrossaafurðir
Aðrar búfjárafurðir
Garðyrkja og gróðurhús
Hlunnindi
A L L S
1965 1970 Bráðab. tölur 1971
516.4 469.7 507.4
(479.2) (441.5) (459.4)
353.6 304.1 331.9
12.4 8 . 9 19.2
49.2 73.6 72.3
57.1 53.9 71.9
32 . 9 37.0 38.1
1.021,6 947,2 1.040,8
Iðnaður■
Við gengisfellingarnar tvær, 1967 og 1968, batnaði sam-
keppnisaðstaða iðnaðarins verulega. Sá samdráttur eftirspurnar^
er varð á heimamarkaði, hamlaði þó á móti vexti iðnaðarfram-
leiðslunnar árið 1968 og fyrri hluta árs 1969. Þrátt fyrir þetta
jókst framleiðslan um 9% að magni á árinu 1969. Árið 19'70 varð
svo iðnaðinum mjög hagstætt, og er vöxtur framleiðslumagns iðnaðar-
ins talinn hafa numið rúmlega 17%, og er þá fiskiðnaður og
framleiðsla áls ekki meðtalin. Sáu áhrif álframleiðslunnar talin
með auk mjólkuriðnaðar og slátrunar má áætla aukningu iðnaðar-
framleiðslu £ heild 1970 sem 22% að magni.
Á árinu 1971 virðist aukning hinnar almennu iðnaðarfram-
leiðslu hafa orðið mjög mikil eins og árið áður, e.t.v. 13-14%,
eftir niðurstöðum fyrirspurna Fálags ísl. iðnrekenda og Lands-
sambands ísl. iðnaðarmanna og fleiri athugunum að dæma. Er þessi
áætlaða aukning og £ góðu samræmi við lfklega neyzluaukningu
innanlands og útflutning iðnaðarvarnings. Ffamleiðsluaukningin f
iðnaðinum virðist hafa verið fremur almenn bæði árin, en mest
hefur hún orðið £ útflutningsframleiðslu ullar- og skinnavöru og
£ þeim greinum, sem þjóna fiskiðnaði og sjávarútvegi, en enn-
fremur f plast- og efnaiðnaði, klæðagerð og prentiðnaði.