Þjóðarbúskapurinn - 01.07.1972, Blaðsíða 26
24
var aftur af hvers konar verðhækkunum, hélzt framfærsluvísitalan
næsta stöðug allt árið. Vísitala framfærslukostnaðar var 1. nóvem-
ber 1971 1% hærri en hún hafði verið 1. nóvember 1970, en um 4%
hærri en í desember 1970, þegar fyrstu áhrif verðstöðvunarað-
gerðanna voru komin fram. Meðalbreyting vísitölu framfærslu-
kostnaðar milli áranna 1970 og 1971 er metin 6.8%, en vísitala
vöru og þjónustu rúmlega 7%. Vísitala byggingarkostnaðar hækkaði
hins vegar um 11.5%.
Miðað við verðbreytingar vöru og þjónustu jókst kaupmáttur
ráðstöfunartekna heimilanna á mann um u.þ.b. 15-16% á árinu 1971,
eða heldur meira en árið áður. Með þessu var meira en
búið að vinna upp þá rýrnun kaupmáttar tekna, sem varð á erfið-
leikaárunum 1967 til 1969.
Breytingar kauplags, tekna og verðlags
1969 til 1971.
Á r s m e ð a 1 t ö 1
1969 1970 1971
% % %
1. Kauptaxtar launþega 12.8 24.4 18.5
2. Heildaratvinnutekjur einstaklinga 15.3 28.0 25.0
3. Framfærslukostnaður 21.6 13.2 6.8
4. Kaupmáttur kauptaxta (1/3) -7.3 9.9 11.0
5. Kaupmáttur heildar- atvinnutekna (2/3) -5 . 3 13.1 17.0
6. Ráðstöfunartekjur heimilanna 15.1 30.8 24.2
7. Verðlag vöru og þjónustu 24.0 14.3 7.2
8. Kaupmáttur ráðstöfunar- tekna (6/7) -7 . 3 14.4 15.á
Peningamál.
1 kjölfar vaxandi eftirspurnar og sterkra verðbólgu-
áhrifa á árinu 1970 fylgdi veruleg peningaþensla það ár eins og
árið á undan. Peningamagn í umferð jókst mjög ört 1969 eða um
37.4% að meðaltali (meðaltal hvers mánaðar yfir sama tíma árið
áður), og hélzt sá öri vöxtur fyrri hluta ársins 1970. Hins