Þjóðarbúskapurinn

Eksemplar

Þjóðarbúskapurinn - 01.07.1972, Side 28

Þjóðarbúskapurinn - 01.07.1972, Side 28
26 í ársbyrjun 1971 gerði Seðlabankínn aftur samkomulag við viðskiptabankana um takmörkun útlána við 12% aukningu fyrir árið 1971 1 heild. Lausafjárstaða bankanna var lítið eitt neikvæð £ byrjun árs, en gert var ráð fyrir bata fyrri hluta árs samfara hinni venjulegu árstíðasveiflu £ útstreymi fjármagns frá Seðla- bankanum, annars vegar vegna fjárþarfar rikissjóðs og hins vegar vegna aukinna endurkaupa sjávarafurðav£xla. Þá var talið, að gagnverkandi -árst£ðasveifla s£ðari hluta árs með versnandi greiðslu- jöfnuði og vaxandi sjóðsmyndun Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins , gæti valdið bönkunum miklum lausafjárerfiðleikum ef útlán væru ekki takmörkuð. Svo varð einnig, enda bar samkomulag þetta takmarkaðan árangur. Ötlán viðskiptabankanna jukust mjög á fyrstu mánuðum ársins miðað við fyrra ár, en upp úr miðju ári dró úr þenslu út- lána, enda hafði staða viðskiptabankanna, gagnstætt reynslu ársins áður, rýrnað töluvert fyrri hluta ársins. Aukning útlána viðskipta- bankanna nam árið 1971 £ heild 21.9%. Veruleg peningaþensla varð á árinu 1971, en þó minni en árin tvö á undan. Að meðalta>J.i jókst pemngamagnið f umferð um 21.5%. Orsakir peningaþenslunnar voru þær sömu og árið áður, en þær mátti nú fyrst og fremst rekja til útlána bankakerfisins, þótt nettó- gjaldeyriskaup bankanna hafi einnig haft talsverð áhrif. Heildarútlán bankakerfisins ánð 1971 höfðu f árslok aukizt um 3.816 m.kr. eða 21.4%. Nettógjaldeyriseign bankanna jókst um 885 m.kr., og að meðtöldu 116 m.kr. nettóútstreymi erlends fjár- magns til endurlána, jókst peningaútstreymi frá bankakerfinu £ heild þannig um röskar 4.800 m.kr. á árinu 1971. Peningaþenslan, sem af þessu stafaði, varð þó minni en efni stóðu til vegna talsverðrar sparifjáraukningar og mikillar innistæðuaukningar opinberra sjóða £ vörzlu Seðlabankans og þá fyrst og fremst Verðjöfnunarsjóðs fisk- iðnaðarins og Aflatryggingars]óðs. Aukning sparifjár nam £ árslok 1971 um 2.560 m.kr., sem er hlutfallslega minni aukning en árið áður. Innstæöur Verðjöfnunarsjóðs og annarra opinberra sjóða £ vörzlu Seðlabankans jukust um röskar 940 m.kr. eða um 740 m.kr. meira en árið 1970. Staða rfkissjóðs gagnvart Seðlabankanum breyttist mjög til hins verra árið 1971 frá árinu 1970. Árið 1970 hafði staða rfkis- sjóðs gagnvart Seðlabankanum batnað um röskar 500 m.kr.. Á árinu 1971 versnaði staða rfkissjóðs gagnvart Seðlabankanum hins vegar um rúmar 140 m.kr.. Þannig hafa útgjöld ríkisins vaxið mun meir en tekjur á árinu 1971 og þvf ýtt undir þenslu peningamagns og eftir- spurnar.

x

Þjóðarbúskapurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.