Þjóðarbúskapurinn - 01.07.1972, Qupperneq 30
28
en þetta haföi í för meö sér- allmikla aukningU niöurgreiöslna
umfram fjárlagaáætlun. Þá ákvaö ríkisstjárnin einnig að fella
niður söluskatt á ýmsum neyzluvörum svo og'námsbókagjald. Að
auki kom á daginn, að ýmsir útgjaldaþættir höfðu verið vanmetnir;
þar vágu þyngst auknar launagreiðslur til opinberra starfs-
manna, útflutningsbætur á landbúnaðarvörur og framlög til Vega-
sjóðs. Samkvæmt bráðabirgðatölum fóru útgjöld ríkisins um
1.980 m.kr. fram úr áætlun, en þá er meðtalinn 270 m.kr. áætlaður
greiðsluafgangur, sem var ætlað að mæta auknum launagreiðslum
opinberra starfsmánna .vegna samningsins í desember 1970. Tekjur
ríkisins fóru einnig talsvert fram úr áætlun, eða sem nam um
1.306 m.kr.. Námu tekjur ríkisins alls um 12.841 m.kr., en gjöld
um 12.991 m.kr. á greiðslugrundvelli. Þá er talið, að jöfnuður
lánahreyfinga hafi verið neikvæður um 313 m.kr.. Þannig má ætla,
að hallinn á búskap ríkisins hafi numið um 463 m.kr.. Hins vegar
ber þess að gæta, að í þessum tölum felast um 291 m.kr. endur-
greiðsla láns til Seðlabankans. Því má ætla, að greiðsluhalli
ríkisins gagnvart einkaaðilum og peningastofnunum hafi numið
um 172 m.kr. á árinu 1971.
Fjáymál ríkisins 1970 og 1971.
(Á greiðslugrundvelli í milljónum króna)
Bráðab. tölur
1970 1971
Rekstrartekjur 9.463 12.841
Rekstrargj öld 9.223 12.991
Rekstrarafkoma 240 -150
Lánahreyfingar, nettó 184 -313
Greiðsluafkoma 424 -463
Þar af lánagr. til Seðlab. 100 291
Raunverul. greiðsluafkoma gagnv. einkaaðilum og peningastofnunum 524 -172