Þjóðarbúskapurinn

Issue

Þjóðarbúskapurinn - 01.07.1972, Page 37

Þjóðarbúskapurinn - 01.07.1972, Page 37
35 hækkun grunnkaups verzlunar- og skrifstofufálks að meðaltali. Þann 8. apríl voru síðan undirritaðir sérsamningar milli verka- fálks og vinnuveitenda og er þar einkum kveðið á um ýmsar taxtatilfærslur og starfsaldurshækkun eftir tvegg^a ára starf hjá sama vinnuveitenda eða £ sömu atvinnugrein (gildir fyrir fiskvinnu, byggingarvinnu, fagvinnu og hafnarvinnu) verði 4% £ stað tæplega 3% áður. Alltorvelt er að meta með nákvæmni niðurstöðu hins nýja kjarasamnings vegna þeirrar óvissu, sem enn rfkir um áhrif vinnutfmabreytingarinnar á tekjur launþega. Niðurfelling tveggja lægstu kauptaxtanna hefur frekar lftil áhrif á heildina, þar sem fátt verkafólk fær greitt kaup eftir þessum töxtum; taxta- tilfærslur £ fiskvinnu og hafnarvinnu jafngilda 1.5-1.6% kaup- hækkun £ þessum greinum, og hin sérstaka láglaunahækkun jafn- gildir lfklega um 3.5% hækkun að jafnaði hjá öllum þeim, er höfðu minna en 18.000 kr. £ grunnlaun á mánuði. Samningurinn frá 4. desember nær til allra verka- og iðnaðarmanna og verzlunar- og skrifstofufólks og hefur þannig bein áhrif á u.þ.b. 50% allra atvinnutekna, en vegna ýmis konar' áhrifa kjarasamninga ASl á tekjur annarra starfsstátta, t.d. bænda, má gera ráð fyrir, að samningurinn hafi bein eða óbein áhrif á allt að 65% allra atvinnutekna. Lauslegt mat á grunnkaupshækkunum vegna desembersamningsins, sársamninga, gerðardóms og laganna um fjögurra vikna orlof og 40 stunda vinnuviku, gefur þá niðurstöðu, að yfir allt samnings- tfmabilið verði meðalgrunnkaupshækkun hjá þeim, sem samningur tekur til,í lágmarki 24% en £ hámarki 35%, en að áhrif á heildar- atvinnutekjur verði £ lágmarki tæplega 15% en £ hámarki 21%. Lægri tölurnar sýna lfklega útkomu, ef stytting dagvinnu- t£ma verður að fullu raunveruleg stytting vinnutíma með óbreyttum stundafjölda £ eftir- og næturvinnu, en hærri tölurnar sýna lfklega útkomu, ef raunverulegur vinnutfmi verður óbreyttur þrátt fyrir styttingu dagvinnutíma, þ.e. að eftir- og næturvinnu- tfmi lengist að sama skapi og dagvinnutfmi styttist. Munurinn á heildarhækkuninni f tilvikunum tveimur, sýnir þá óvissu, sem hlýtur að rfkja um breytingu tekna á þessu ári, þar sem tekju- breytingin er að verulegu leyti háð breytingu raunverulegs vinnutfma. Raunveruleg útkoma vinnutfmabreytingarinnar hefur einnig áhrif á verðlagsþróun £ náinni framtfð og þannig einnig óbein áhrif á breytingar kauptaxta og tekna vegna vfsitölu- bindingar.

x

Þjóðarbúskapurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.