Þjóðarbúskapurinn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Þjóðarbúskapurinn - 01.07.1972, Qupperneq 40

Þjóðarbúskapurinn - 01.07.1972, Qupperneq 40
38 Ef þær forsendur um breytingar kauptaxta, tekna og verð- lags, sem spáin er reist á, reynast nærri sanni, má reikna með því, að kaupmáttaraukning heimilanna verði að ðbreyttu um 15-16% og þar með væntanlega aukning einkaneyzlu 1972 af svipaðri stærðargráðu þriðja árið í röð, sem væri ávenjuleg og engin smá- ræðis aukning í heildina litið eða nálægt 50% á þremur árum. Eftir þessum 'tölum að dæma er við því að búast, að kaup- taxtahækkanir og áhrif vinnutímabreytingar valdi hækkun launa um nálægt 30% frá meðaltali síðasta árs og að verðlagshækkun verði um 12% m.v> vísitölu framfærslukostnaðar og rúm 14% m.v. vísitölu vöru og. þjánustu. Eru þetta meira en tvöfalt hærri breytingar kauplags og verðlags en algengastar hafa verið upp á síðkastið í löndum OECD. Þarf engum getum að því að leiða, hve alvarleg áhrif slíkur munur hefur á samkeppnisstöðu atvinnu- veganna bæði á útflutnings- og heimamarkaði. Sá gerð tilraun til þess að ráða í tekju- og verðlagsþráun M á árinu 1973, bendir mjög lausleg áætlun til þess, að atvinnu- tekjur myndu hækka um 18-19% að meðaltali frá árinu áður og verðlag um 11-12%, ef öllu vindur fram sem nú horfir. Er þá ekki gert ráð fyrir neinum nýjum kjarasamningum, eða ráðstöfunum í efnahagsmálum, en áþarft er að taka fram, að spá sem þessi er háð mikilli ávissu. Á það sem áður, fyrst og fremst við um verðlagsþráunina, sem að verulegu leyti hlýtur að vera háð stefnu og aðgerðum stjárnvalda hverju sinni, en einnig um atvinnu- tekjur, en hár var gert ráð fyrir, að atvinna ykist í hátt við fálksfjölgun. Innflutningur og greiðslujöfnuður■ 1 þjáðhagsspá þeirri, sem fram var sett £ árslok 1971, var gert ráð fyrir mikilli magnaukningu almennrar eftirspurnar eða um 11%. Nú má þá ætla, að eftirspurnaraukningin verði nokkru meiri og muni nema 12 til 13%. Eftir reynslu síðustu tveggja áratuga að dæma fylgir slíkri aukningu eftirspurnar um 18-19% magnaukning almenns vöruinnflutnings. Vegna verð- og gengisbreytinga hjá helztu viðskiptaþjáðum Islendinga virðist líklegt, að vöruinnflutningur hækki £ verði um 9-9 1/2%, þannig að búast mætti við u.þ.b. 29-30% aukningu almenns vöruinnflutnings í kránum talið á árinu.

x

Þjóðarbúskapurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.