Þjóðarbúskapurinn - 01.07.1972, Page 45
43
Peningamál■
Á fyrri árshelmingi 1972 jókst peningamagn £ umferð um 21.5%,
sem er nokkru minni aukning en á sama tíma árið áður, er það hafði
aukizt um 24.4%. Þessar tölur gefa þó ekki skýra mynd af peninga-
þróuninni, þar eð umreiknað á ársgrundvöll hefur verið um að ræða
verulegan samdrátt peningaþenslunnar frá því í nóvember á s.l. ári.
Þannig nam ársaukningarhraði peningamagns röskum 23% í nóvember
s.l., en rátt röskum 10% í júnf á þessu ári.
Orsakir peningaþenslunnar á fyrri hluta 1972 má eingöngu
rekja til útlánaaukningar bankakerfisins, en á sama tíma árið
áður gætti enn £ all rfkum mæli peningasköpunar nettógjaldeyris-
kaupa bankanna. Heildarútlán bankakerfisins á tfmabilinu janúar-
júnf 1972 jukust um 3.925 millj. kr. eða 18.1%, en höfðu aukizt um
2.700 millj. kr. eða 15.8% á þessum tfma árið áður. Nettógjald-
eyriseign bankanna minnkaði hins vegar um 388 millj. kr., en
hafði aukizt um 651 millj. kr. á fyrri hluta 1971. Aukning spari-
fjár hamlaði sem fyrr gegn aukinni peningaþenslu, en þó í minna
mæli hlutfallslega en árið 1971. Þannig jókst sparifé um
1.044 millj. kr. eða 6.5% mánuðina janúar-júní 1972 miðað við
1.045 millj. kr. eða 7.8% aukningu árið áður. í þessu sambandi
ber þó að hafa £ huga, að á fyrri hluta 1972 hefur ríkissjóður
selt happdrættislán og spariskfrteini fyrir um það bil 250 millj.
kr., en um slfka-sölu var ekki að ræða á sama tíma árið 1971.
Má ætla, að verulegur hluti umræddrar skuldabráfasölu ríkisins
hefði ella komið fram í aukinni sparifjármyndun hjá innlán6-
stofnunum. Innstæðuaukning opinberra sjóða í vörzlu Seðlabankans
verkaði einnig til aðhalds peningasköpuninni, en í mun minna mæli
en 1971. Jukust innstæður þeirra um 340 millj. kr. fyrri hluta
1971, en 158 millj. kr. 1972.
Staða rfkissjóðs gagnvart Seðlabankanum, sem hafði verspað
mjög á árinu 1971, hélt áfram að versna á fyrri hluta 1972. f
júnílok 1972 hafði staðan versnað alls um 1.780 millj. kr. frá
áramótum, en hafði versnað um 929 millj. kr. á sama tfma 1971.
Við mat þessara talna ber að hafa í huga árstíðabundna fjárþörf
ríkissjóðs á fyrri hluta árs, þó svo að ofangreind stöðurýrnun
sé mun meiri en útskýrt verði með árstíðasveiflu einni saman.
Fyrirgreiðsla Seðlabankans gagnvart fjárfestingarlánasjóðum jókst